Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 48
40 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR Spennumyndin The Tourist, ævin- týramyndin Gulliver´s Travels og nýjasta mynd Clints Eastwood, Hereafter, verða frumsýndar hérlendis á morgun. The Tourist er endurgerð franska tryllisins Anthony Zimm- er frá árinu 2005 sem lítið fór fyrir í kvikmyndahúsum. Túr- istinn fjallar um Frank (Johnny Depp), bandarískan ferðamann sem ferðast um Ítalíu þar sem hann heillast af Elise (Angelina Jolie). Frank eltist við hana en fljótlega kemur í ljós að þau hitt- ust ekki fyrir tilviljun. Fyrr en varir eru þau á flótta í Feneyjum, flækt í leynimakk og hættuspil á hæsta stigi. Myndin hlaut nýver- ið þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Leikstjóri er Florian Henckel von Donners- marck sem sló í gegn með verð- launamyndinni Das Leben der Anderen. Gulliver´s Travels er ný þrí- víddarútgáfa af ævintýrinu um Gúllíver í Putalandi. Seinhepp- inn ferðatextahöfundur, Lemu- el Gulliver (Jack Black), tekur að sér verkefni í Bermúda en endar á eyjunni Lilput þar sem hann gnæf- ir yfir smávaxna íbúa eyjarinnar. Auk Blacks fara með helstu hlut- verk þau Jason Segel, Emily Blunt, Amanda Peet og Billy Connolly. Í Hereafter leikur Matt Damon bandarískan náunga sem býr yfir miðilsgáfu en vill ekkert með hana hafa lengur. Hinum megin á hnett- inum lendir frönsk blaðakona í náttúruhamförum og rétt sleppur lifandi. Þegar ungur skólastrák- ur í London missir manneskjuna sem er honum nánust fer af stað atburðarás sem leiðir þessar þrjár manneskjur saman vegna trúar þeirra á það sem gerist eftir að þessu lífi lýkur. Túristar, Gúllíver og miðilsgáfa THE TOURIST Angelina Jolie og Johnny Depp leika aðalhlutverkin í The Tourist. Bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason og félagar í bresku hljóm- sveitinni The Vaccines eru í þriðja sæti á lista breska ríkisútvarpsins BBC yfir heitustu hljómsveitir árs- ins 2011. BBC birtir ný nöfn á list- anum vikulega, en aðeins annað og fyrsta sæti er eftir. Eins og fram kom í Fréttablað- inu á dögunum er annasamt ár fram undan hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitinni, sem var stofnuð í fyrra, er spáð miklum frama og fyrsta platan er væntan- leg í mars. The Vaccines er bókuð á tónleika fram í október, verður á tónleikaferðalagi breska blaðsins NME í febrúar og er ein af heit- ustu nýju hljómsveitum ársins samkvæmt MTV. BBC birtir listann árlega, en hann er settur saman af 160 gagn- rýnendum, tónlistarbloggurum og fjölmiðlamönnum. Á meðal hljóm- sveita sem komust á listann áður en þær slógu í gegn eru MGMT, Kaiser Chiefs, Vampire Weekend og Klaxons. Þá komust listamenn á borð við Lady Gaga, Duffy og Mika á listann áður en þau urðu alþjóðlegar ofurstjörnur. Það er þó alls ekki gefið að slá í gegn þrátt fyrir að komast á lista BBC. Það hafa til að mynda fáir heyrt um hljómsveitina Kubb sem var á listanum árið 2006. Hljóm- sveitin Passion Pit bíður einnig eftir því að slá í gegn, en hún var á listanum árið 2009. - afb Árni og félagar heitir á lista BBC STÓRT ÁR FRAM UNDAN Árni Hjörvar er bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines, en henni er spáð miklum frama í Bretlandi á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýjustu plötur Jónsa og Ólafar Arnalds eru á meðal tólf platna sem hafa verið tilnefndar til Norrænu tón- listarverðlaunanna 2010. Go með Jónsa og Innundir skinni með Ólöfu Arnalds eru á meðal tólf platna sem hafa verið til- nefndar til Norrænu tónlistar- verðlaunanna 2010. Tíu íslenskar plötur voru fyrir áramót valdar í lokaúrtakið af þeim 25 sem voru upphaflega til- nefndar. Go með Jónsa varð efst í því vali og komst hún því sjálf- krafa inn á tólf platna lokalistann, rétt eins og sex plötur frá hinum Norðurlandaríkjunum. Á meðal þeirra er nýjasta verk sænsku söngkonunnar Robyn, Body Talk, og Magic Chairs með dönsku hljómsveitinni Efterklang. Það var síðan blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen og fjórir norrænir kollegar hans sem völdu fimm plötur til við- bótar og náði Innundir skinni þangað inn. „Ég var mjög sátt- ur við þessar tvær plötur og að Ólöf færi þarna inn líka. En ég var hundfúll að Hjaltalín skyldi ekki fara inn,“ segir Arnar Egg- ert, sem spáir því að Jónsi hreppi Norrænu tónlistarverðlaunin. Alþjóðleg dómnefnd hefur umsjón með valinu á bestu nor- rænu plötunni og verða verð- launin afhent á norsku tónlistar- hátíðinni By:Larm 18. febrúar á næsta ári, þar sem Arnar Eggert verður einmitt viðstaddur. Hann hafði mjög gaman af því að taka þátt í dómnefndinni. „Þetta var mikil reynsla og gaman að sjá hvernig svona norræn samvinna virkar.“ Hugmyndin á bak við tónlistar- verðlaunin er að búa til hlið- stæðu við Mercury-verðlaunin í Bretlandi þar sem plötur eru valdar út frá innihaldi frekar en vinsældum. freyr@frettabladid.is Tvær íslenskar tilnefningar JÓNSI Arnar Eggert spáir því að Jónsi hljóti Norrænu tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Go. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dungen - Skit i allt Paleface Helsinki – Shangri-La Frisk Frugt - Dansktopp- en møder Burkina Faso i det himmelblå rum hvor solen bor, suite Susanne Sundfør - The Brothel Robyn - Body Talk Jónsi - Go Efterklang - Magic Chairs Serena Maneesh - S-M 2: Abyss in B Minor The Radio Dept. - Cling- ing to a Scheme Ólöf Arnalds - Innundir skinni Kvelertak - Kvelertak First Aid Kit - The Big Black & The Blue TÓLF TILNEFNDAR PLÖTUR SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ LITTLE FOCKERS kl. 8 - 10 GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10 NARNIA 3 3D KL. 5.50 12 7 7 Nánar á Miði.is DEVIL kl. 10.20 LITTLE FOCKERS Kl. 5.30 - 8 - 10.20 LITTLE FOCKERS LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.20 GAURAGANGUR KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 - 5.50 NARNIA 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 12 12 7 L 7 SOMEWHERE kl. 6 - 8 - 10.10 LITTLE FOCKERS kl. 6 - 8 - 10.20 GAURAGANGUR KL. 6 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D kl. 5.30 FASTER kl. 10.10 L 12 7 7 16 HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR Í 3-D -H.S, MBL-K.G, FBL - bara lúxus Sími: 553 2075 LITTLE FOCKERS 6, 8 og 10.10 L DEVIL 8 og 10 16 MEGAMIND 3D - ISL TAL 6 L THE NEXT THREE DAYS 5.40, 8 og 10.30 12 TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS sýnd með íslensku og ensku tali FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA EIN MAGNAÐASTA ÞRÍVÍDDARMYND ALLRA TÍMA!  - The People “Lang flottasta bíóuppli- funin á öllu árinu. Það er loforð” – T.V. kvikmyndir.is  „þetta er einfaldlega skemmtilegasta danska kvikmyndin sem ég man eftir að hafa séð“ - Extra Bladed  „hláturvöðvarnir munu halda veislu í einn og hálfan tíma“ - Politiken TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á SAMBIO.IS - ATH. SELT Í NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! L L V I P 10 10 10 16 14 L 10 14 L 10 14 12 12 L 10 14 12 MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 6 TRON LEGACY-3D kl. 8 - 10:40 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:10 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 9:10 - 10:20 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 TRON LEGACY kl. 6 - 8(3D) - 10:40(3D) MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 THE LAST EXORCISM kl. 10:40 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 DUE DATE kl. 5:50 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 TRON LEGACY-3D kl. 5:30 - 8 - 10:10 - 10:30 LITTLE FOCKERS kl. 8 MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS kl. 5.30 - 8 - 10.20 - 11 HEREAFTER Sjónarhólssýning kl. 7 TRON: LEGACY-3D kl. 5 - 8 og 10.40 MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5 LITTLE FOCKERS kl. 5.30 - 8 og 10.20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.