Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 54
46 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Núna er ég að horfa á allt Supernatural. Ég hef alltaf verið mikið fyrir hryllingsmyndir og þessir þættir eru hæfileg blanda af spennu og hryllingi. Þættirnir eru góð og strákaleg útgáfa af Charmed.“ Emmsjé Gauti, rappari. „Ég átti von á þeim fyrr en það kom eitthvað upp á hjá þeim úti. En jú, ég reikna með því að hitta þá þegar þeir koma,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Klovn-tvíeykið væntanlegt til Íslands í dag til að kynna kvikmynd sína Klovn: The Movie. Gesti Val og Casper Christensen varð ágætlega til vina síðasta sumar þegar þeir fóru saman á fund Adams Sandler í Los Angeles til að kynna nokkrar hugmyndir að kvikmyndum sem Gestur hafði sett niður á blað. Gestur Valur er reyndar búinn að sjá Klovn- myndina, fór út til Danmerkur á forsýningu hennar 14. desember síðastliðinn og var síðan með Klovn- dúettinum í eftirpartíi. Forsýningin var ansi skraut- leg því samkvæmt dönskum fjölmiðlum sprönguðu fáklæddar stúlkur um ganga kvikmyndahússins og hláturtaugarnar voru rækilega kitlaðar þegar þeir Frank og Casper stigu á svið og sögðu frá uppákomum við tökur kvikmyndarinnar. Leikstjórinn, sem frumsýnir leikna þáttaröð á RÚV þegar Eurovision hefur runnið sitt skeið, er síðan á leiðinni til Los Angeles síðar í þessum mánuði þar sem hann mun sitja fjóra fundi með ein- hverjum stórlöxum úr kvikmyndaborg- inni. Hann vildi ómögulega upplýsa hverjir ættu eftir að sitja þennan fund en sagð- ist ætla að nýta tækifærið og heim- sækja tökustað Baltasars Kor- máks í New York sem þá verður byrjaður á Contraband með Mark Wahlberg og Kate Beck- insale í aðalhlutverkum. - fgg Á bókaða fjóra fundi í Hollywood Á ÚTLEIÐ Gestur Valur Svansson er á leiðinni til Los Angeles. Hann ætlar þó fyrst að hitta góðvini sína úr Klovn-tvíeykinu sem eru væntanlegir til landsins í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég fagna því á þessum krepputímum að við skul- um fá fimm milljónir inn í Airwaves,“ segir Grím- ur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðar- innar Iceland Airwaves. Hátíðin fékk í sinn hlut fimm milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011 sem voru ákveðin fyrir jól. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin fær styrk úr ríkissjóði en undanfarin ár hefur hún fengið styrk frá Reykjavíkurborg, sem á síðasta ári nam sex milljónum króna. „Allar sambærilegar hátíðir á Íslandi hafa verið á fjárlögum í dálítinn tíma. Það var eitt af fyrstu verkefnum mínum að sækja um þetta og leiða að því sjónir að þessi hátíð væri að skila það miklu að það væri mikilvægt að mynd- arlegir styrkir kæmu frá hinu opinberlega til hennar,“ segir Grímur. „Auðvitað erum við þakklát fyrir þetta en þetta eru engar stór- ar upphæðir í heildarsamhenginu. Það er alltaf gott að fá eitthvað sem tryggir ein- hvers konar lágmarksrekstur. Styrkurinn frá Reykjavíkurborg og þessi styrkur eru mjög góðir fyrir okkur.“ Lengi hefur verið barist fyrir því að stjórn- völd veiti meiri styrki til Airwaves. Leiða má að því líkur að jákvæð skýrsla Tóm- asar Young um þá miklu veltu sem hefur skapast í kringum þá erlendu gesti sem koma á hátíð- ina hafi átt sinn þátt í að opna augu stjórnvalda og um leið budduna. „Þetta er svo mikilvægt, því að þetta skilar sér. Þarna er verið að fjárfesta aura og græða tugi króna,“ segir Grímur. - fb „Ég er búinn að semja lagið og það verður frumflutt í þættinum hans Loga Bergmanns á föstu- dagskvöldið,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki hljóm- sveitarinnar Ég. Hann hefur samið nýtt lag fyrir íslenska landsliðið í handbolta sem á að blása strákunum okkar baráttu- anda í brjóst þegar þeir leika fyrir hönd þjóðarinnar í Svíþjóð. Róbert segir lagið vera samið af þekkingu um íþróttina en sjálfur á hann „glæstan“ feril að baki í íþróttinni. En fyrst að laginu. Róbert veit ekki hvort það sé hægt að lýsa laginu sem stuðlagi en síðasta lag landsliðsins, Gerum betur, var vissulega stuðlag enda eftir Stuðmanninn Valgeir Guðjóns- son. „Lagið er eins og að spila handbolta, það er „aggressívt með mikilli snilld í, gítarsólóum og öðru slíku,“ útskýrir Róbert. Í textanum vildi hann svo ausa úr sínum viskubrunni; það sé til að mynda gott að vippa yfir mark- manninn því þá fari hann úr stuði. „Og svo vildi ég útskýra fyrir mönnum hvað samskeytin eru og að vörnin er besta sóknin. Þetta er svona attitjúd-lag um hvernig maður eigi að vinna handbolta- leik; að berja á andstæðingnum og vera snjall.“ Róbert á sjálfur leynda fortíð í handboltanum. Hann var liðs- maður feikiöflugs ÍR-liðs í yngri flokkunum sem varð Íslands- meistari á sínum tíma en þar mátti finna kempur á borð við Sverri Þór Sverrisson, Sveppa, og Ólaf Örn Josephsson, betur þekktan sem Stafrænan Hákon, fyrrverandi landsliðsmanninn Ragnar Óskarsson og núver- andi silfurdreng, Ingimund Ingimundarson. „Ingimundur var svona trölla- barn. Og ég spilaði einmitt ára- mótaleik um daginn á móti honum með ÍR um daginn og þá komst ég að því að hann er ómennskur. Ég er ansi hræddur um að hann sé búinn til inni á einhverri tilrauna- stofu.“ freyrgigja@frettabladid.is RÓBERT ÖRN HJÁLMTÝSSON: INGIMUNDUR ER TRÖLLABARN HLJÓMSVEITIN ÉG SEMUR HM-LAG FYRIR LANDSLIÐIÐ HM-LAG Róbert Örn Hjálmtýsson í hljómsveitinni Ég hefur samið HM-lag fyrir íslenska landsliðið. Hann á sjálfur „glæstan“ feril að baki í handboltanum með ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Airwaves fær fimm milljónir GRÍMUR ATLASON Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves er ánægður með milljónirnar fimm. SKAPANDI SKRIF me orvaldi orsteinssyni (Skilabo askjó an, Blí finnsbækurnar, Vasaleikhúsi , Vi fótskör meistarans, And Björk of Course…) Aukanámskei in í október og nóvember seldust strax upp! Umsagnir átttakenda; “Frábært nesti til lífstí ar.” “Meiriháttar upplifun, - opnar óendanlega möguleika.” “Fær mann til a hugsa upp á n tt.” “Hvort sem ú ert a feta ín fyrstu skref e a hefur reynslu af skrifum, á er etta námskei sem n tist ér.” Nánari uppl singar hjá gg@ropeyoga.com og í síma 8223699 SKRÁ U IG NÚNA á kennsla.is Athugi a námskei um fer fækkandi. “Ófyrirgefanlega gaman og nærandi fyrir sálina!” Enn á örfá sæti laus 10. janúar ÚTSALA Laugavegur 20B, við Klapparstíg 551 5070 hanna.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF FRÆGA FÓLKINU Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.