Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 2
2 10. janúar 2011 MÁNUDAGUR Ólína, brennur þetta mál á þér? „Já, ég er alveg í rusli.“ Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður fékk málefni sorpbrennslunnar Funa tekin upp í umhverfisnefnd Alþingis í síðustu viku. Tilefnið var mengun frá sorpbrennsl- unni á undanförnum árum. BALTIMORE Fyrir utan næturklúbbinn þar sem átökin áttu sér stað. MYND/AP BALTIMORE, AP Tveir fórust og fjór- ir særðust í átökum sem áttu sér stað fyrir utan næturklúbb í Balti- more aðfaranótt sunnudags. Annar þeirra sem dóu var 33 ára lögreglumaður. Hugsanlegt er að hann hafi fyrir mistök verið skot- inn til bana af öðrum lögreglu- mönnum á vettvangi. Einn þeirra sem særðust var einnig lögreglu- maður. Átökin hófust í næturklúbbnum en héldu áfram á bílastæði fyrir utan. Þetta var þriðja skotárásin fyrir utan næturklúbb í Baltimore á skömmum tíma. Í mars síðast- liðnum voru tveir skotnir og í júní var lögreglumaður sem var ekki á vakt myrtur. - fb Átök brutust út í Baltimore: Tveir skotnir við næturklúbb ORKUMÁL Rúmlega fjörutíu og tvö þúsund manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda þar sem skorað er á íslensk stjórn- völd að koma í veg fyrir sölu HS Orku. Að auki er skorað á Alþingi að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um eignarhald og nýtingu á orkuauðlindum landsins. Efnt var til sérstaks karókí til stuðnings málefninu í Nor- ræna húsinu á fimmtudaginn en því lauk í gær. Aðstandendur maraþonsins voru að sögn ánægð- ir með undirtektirnar og telja líklegt að efnt verði til þjóðar- atkvæðagreiðslu úr þessu. - sm Karókímaraþon slær í gegn: Fjöldi manns skrifar undir SAMGÖNGUR Tæp fjörtíu þúsund manns hafa mótmælt fyrirhug- uðum vegatollum á umferð vega út frá höfuðborgarsvæðinu. Und- irskriftasöfnunin fer fram á heimasíðu Félags íslenskra bif- reiðaeigenda en samtökin hrintu undirskrifasöfnuninni af stað í síðustu viku. Forsvarsmenn FÍB segja í að hugmyndin um vegatoll sé fráleit og af viðbrögðum fólks að dæma sé ljóst að þær eigi ekki upp á pallborðið hjá landanum. Sam- kvæmt nýrri könnun eru Suður- nesjamenn einarðastir í afstöðu sinni gegn hugmyndinni. - sm Fjöldi manns mótmælir: 40.000 á móti vegatollum SÚDAN, AP Þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið er um sjálfstæði suðurhluta Súdans hófst í gær og var þátttakan mjög góð. Talið er nánast öruggt að suðurhlutinn, sem er að mestu leyti kristinn, kljúfi sig með atkvæðagreiðslunni frá norður- hlutanum sem er að mestu byggð- ur múslimum. Þar með yrði þessu stærsta landi Afríku skipt í tvo hluta. Rúm fimm ár eru liðin síðan blóðugri borgarastyrjöld lauk í Súdan þar sem tvær millj- ónir manna létu lífið á árunum 1983 til 2005. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur heitið því að veita hinum olíuríka suðurhluta sjálfstæði eftir að ríkisstjórn hans reyndi í mörg ár að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem nú á sér stað. Ríkisstjórn al-Bashirs veitti suðurhlutanum takmarkaða sjálf- stjórn 2005 eftir að friðarsamn- ingur var undirritaður sem batt enda á borgarastyrjöldina. Átök hafa engu að síður átt sér stað í norðurhluta Súdans, í Darfur- héraði þar sem á bilinu 200 til 400 þúsund manns hafa látið lífið. - fb Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði suðurhluta Súdans hófst á laugardag: Sögulegur viðburður í Súdan GREIÐIR ATKVÆÐI Salva Kiir, leiðtogi Suður-Súdana, greiðir atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. MYND/AP Grunaðir um ölvunarakstur Fjórir ökumenn voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfeng- is eða fíkniefna á höfuðborgarsvæð- inu um helgina. Hinir handteknu eru allt karlmenn á milli 20-35 ára. Einn var tekinn réttindalaus við akstur. LÖGREGLUFRÉTTIR FANGELSI Útboðsgögn vegna fram- kvæmda við fangelsið á Hólms- heiði verða að öllum líkindum til- búin innan mánaðar. Verkið verður boðið út innan EES en öll gögn verða einungis birt á íslensku. Jón Magnússon, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, segir að slíkt sé venjan hér á landi eftir efnahagshrunið. „Það er viðtekin venja að hafa textann á íslensku og það er gert samkvæmt öllum reglum,“ segir Jón. Upphafleg kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar á fangelsinu hljóðaði upp á 1,5 milljarða króna. Jón segir þó að sú tala hafi hækk- að eitthvað, en núverandi áætlun er komin upp í 1,8 milljarða. Hann vonast þó til þess að útboðið gangi á þann veg að talan lækki á ný. Dönsku arkitektarnir Alex Poul- sen unnu fyrstu hönnun fangelsis- ins og borgaði ráðuneytið 4,8 millj- ónir fyrir þá vinnu. Það verk var ekki boðið út hér á landi. „Danir hafa hannað og teiknað mörg fangelsi, en það hafa íslensk- ir arkitektar ekki gert,“ segir Jón. „Þetta er óveruleg vinna og var ein- göngu hugsuð til þess að auðvelda íslenskum arkitektum þá miklu áframhaldandi vinnu sem tekur við eftir útboðið.“ Áframhaldandi hönnunarkostn- aður mun sennilega verða mun hærri en tæpar fimm milljónir að mati Jóns og segir hann íslenska arkitekta nú munu taka við málinu alfarið. Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands (AÍ), telur ekkert við bygginguna til þess fall- ið að íslenskir arkitektar hafi ekki ráðið við það. „Við teljum ekkert í þessu verk- efni vera þannig að það þurfi að leita til útlanda af þeim ástæð- um,“ segir Logi. „Við höfum feng- ið þau svör að það hafi einungis verið takmörkuð ráðgjafavinna sem keypt var frá Danmörku og við vonum bara að svo sé.“ Logi segir óheppilegt hvernig staðið var að verkinu af hálfu ráðu- neytisins, en vill þó lenda málinu í góðu og treystir því að framhaldinu verði haldið meðal innlendra arkitekta. „Aðalatriðið er að þeir gefi íslenskum arkitektum tækifæri á því að keppa um þetta,“ segir hann. „Við erum auðvitað ekki að heimta að fá að teikna fangelsið. En við viljum að sjálfsögðu fá möguleik- ann til þess.“ sunna@frettabladid.is Útboðsgögnin verða aðeins birt á íslensku Útboð fyrir fangelsið á Hólmsheiði verða boðin út innan EES en gögnin munu einungis birt á íslensku. Danskir arkitektar fengu 4,8 milljónir fyrir frum- hönnun. Formaður AÍ segir vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins óheppileg. LOGI MÁR EINARSSON Formaður AÍ vonast til þess að ráðuneytið hafi einungis keypt takmarkaða ráðgjafavinnu frá Danmörku eins og komið hefur fram. ÍRAN, AP Talið er að fimmtíu manns hafi komist lífs af þegar írönsk farþegaflugvél hrapaði í norðvesturhluta landsins seinni partinn í gær. 105 voru um borð. Vélin, sem var af gerðinni Boe- ing-727, hrapaði skömmu fyrir lendingu í borginni Orumiyeh. Flugvélin brotnaði í nokkra hluta en enginn eldur braust út. Margar flugvélar í Íran eru sagðar úr sér gengnar og það sé ástæðan fyrir þeim fjölda flug- slysa sem hafa átt sér stað þar undanfarin ár. - fb Mannskætt flugslys í Íran: Helmingurinn komst lífs af Við erum auðvitað ekki að heimta að fá að teikna fangelsið. En við viljum að sjálfsögðu fá mögu- leikann til þess. LOGI MÁR EINARSSON FORMAÐUR AÍ STJÓRNMÁL Þrír þingmenn Vinstri grænna, Atli Gísla- son, Ásmundur Einar Daða- son og Lilja Mósesdóttir, telja meirihluta þingflokksins hafa beitt þau ofríki og að varn- aðarorð um meirihluta ræði sem höfð voru uppi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið að engu höfð í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú starfar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögð var fram á fundi þing- flokksins á miðvikudaginn var og þremenningarnir sendu fjölmiðl- um í gær. Þar segjast þeir þurfa að bregðast við málflutningi starfandi þingflokksformanns, Árna Þórs Sigurðssonar, í greinargerð sem hann lagði fram fyrir jól. Þar hafi verið farið rangt með og ýmsum mikilvægum atriðum ekki svarað. Þremenningarnir segja að breytingartillögur þeirra við fjár- lagafrumvarpið séu sprottnar af áhyggjum af brostnum hagvaxt- arforsendum í áætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Tillögurnar hafi verið slegnar út af borðinu og því hafi þeir greitt atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu. Yfirlýsingin er harðorð. Þing- mennirnir segja að rauði þráðurinn í breytingartillögunum hafi verið að verja velferðarkerfið. Allar tillögur hafi hins vegar verið hunsaðar. Vísa þeir til ríkisstjórnarinnar sem „hinnar svokölluðu vel- ferðarstjórnar“. „Má segja að fjárlaga- frumvarpið og sú atvinnu- stefna sem felst í því og málsmeðferð um frum- varpið hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hér má einnig nefna kúvend- ingu forystunnar í Icesave-málinu, ESB-umsókninni og þeim aðlögun- arviðræðum sem í gangi eru, mál- efni Magma Energy og HS orku, afstöðunni til AGS fyrir og eftir stjórnarmyndun o.fl. Í þessum mikilvægu málaflokkum hefur verið farið gegn stefnu flokks- ins og sáttavilji forystunnar ekki fyrir hendi,“ segja þremenning- arnir. Yfirlýsingu þeirra má lesa í heild á Vísi. - sh Þrír þingmenn VG svara greinargerð þingflokksformanns fullum hálsi: Hin svokallaða velferðarstjórn ATLI GÍSLASON ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON LILJA MÓSESDÓTTIR UMHVERFISMÁL Viðbragðskerfi Umhverfisstofnunar vegna bráðamengunar var ræst í gær þegar tilkynning barst um að gat hefði komið á olíutank togarans Eldborgar RE 13. Skipið sigldi á ísjaka á Grænlandsmiðum. Gatið var um þrjátíu senti- metra langt en um sjö tonn af olíu voru um borð í skipinu. Skipið kom til Hafnarfjarðar í gær þar sem kafarar þéttu gatið til bráðabirgða en olían streymdi úr skipinu á meðan kafarar unnu að bráðabirgðaviðgerð. Starfsmenn Hafnarfjarðar- hafnar og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs höfðu umsjón með aðgerðum en fulltrúar Umhverfisstofnunar voru einnig á staðnum. - jmi, shá Olía lak í sjóinn: Gat á togara við Grænland SPURNING DAGSINS BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 24. janúar ... 8 mánudagar frá 20-23 Framhald ... 26. janúar ... 8 miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða þar á milli. Sjá bridge.is undir ”fræðsla”. • Viltu verða betri spilari? Framhaldið hentar breiðum hópi spilara, bæði þeim sem töluvert kunna og eins hinum sem eru rétt að slíta fyrsta stokknum. Ekki er nauðsynlegt að vera með makker. Sjá bridge.is/fræðsla. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.