Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 4
4 10. janúar 2011 MÁNUDAGUR UTANRÍKISMÁL Sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, mun samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mæta á fund ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins í dag til að ræða beiðni bandaríska dóms- málaráðuneytisins um aðgang að ítarlegum persónuupplýsingum um þingkonuna Birgittu Jónsdóttur frá samskiptavefnum Twitter. „Við teljum að þetta sé ólíð- andi framkoma gagnvart þing- manni á löggjafarsamkundunni og við munum koma þeirri skoðun með mjög afdráttarlausum hætti á framfæri við bandarísk stjórn- völd,“ segir Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra. Hann stað- festir að ráðuneytisstjórinn muni funda með Arreaga vegna málsins en segir það reglu að gefa ekki upp tímasetningu slíkra funda. Enn fremur segir Össur að tryggja þurfi ferðafrelsi Birgittu og hefur boðið henni að funda með þjóðréttarfræðingi ráðuneytisins svo hún geti kynnt sér hvað hún eigi á hættu. Birgitta segist sjálf ekki þora til Bandaríkjanna enda hafi lögmenn ráðlagt henni frá því að ferðast þangað. Hún er á leið til Kanada í dag en kveðst ekki þora að taka aðaltölvuna sína með sér þangað í ljósi atburðanna. Birgitta segist ekki vita hvað býr að baki kröfunni. „Ég mundi gjarn- an vilja vita af hverju er verið að kalla eftir þessum upplýsingum um mig. Ég kannast ekki við að hafa gert neitt ólöglegt,“ segir hún. Líklega sé fyrst og fremst verið að skoða atburðarásina í kring- um gagnalekann stóra frá Banda- ríkjaher á sínum tíma, og vinnuna við myndband, sem sýnir skotárás á almenna borgara í Afganistan. „Ég held að þeir séu bara að reyna að byggja upp mál á hendur Julian Assange og Bradley Manning.“ Össur segir Birgittu ekkert hafa gert rangt. „Í þessu tilviki er það algjörlega ljóst af þeim skjölum sem ég hef séð að það er fullkomlega tilhæfulaust að ætla að hún hafi með einhverjum hætti valdið bandarísk- um borgurum tjóni. Hún hefur ekki stefnt lífi eða limum eða eignum í hættu. Það er ekkert sem réttlæt- ir þetta, tel ég. Ég get ekki skilið annað af skjölunum en að hún sæti sakamálarannsókn fyrir að hafa tekið þátt í að útbúa myndskeið,“ segir Össur. Birgitta segir að lögmenn þeirra sem krafan beinist gegn hafi óskað eftir upplýsingum um hvort sam- bærileg stefna hafi verið send öðrum samskiptavefjum, til dæmis Facebook, Google og Skype, og þeir afhent upplýsingarnar athuga- semdalaust. „Það er mjög senni- legt,“ segir hún. Hún kann Twitter- mönnum miklar þakkir fyrir að hafa barist gegn leyndinni sem var áskilinn á stefnunni og fengið að gera hana opinbera. „Mér finnst þetta auðvitað alvar- legt mál,“ segir Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir, forseti Alþing- is. „Við brugðumst strax við og erum að kanna hennar réttarstöðu sem þingmanns við þessar aðstæð- ur. Hún er þjóðkjörinn fulltrúi og hefur ákveðinn rétt sem slíkur.“ Meðal annars hafi verið haft sam- band við Alþjóðaþingmannasam- bandið til að kanna rétt Birgittu. Laura Gritz, talsmaður banda- ríska sendiráðsins, sagði við Frétta- blaðið í gær að hvorki hún né sendi- herrann vildu tjá sig um málið að svo stöddu. stigur@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Margt til þess að kindur undir Eyjafjöllum og í Mýr- dal hafi veikst af lungnapest. Ekki hefur verið staðfest að um venju- lega lungnapest sé um að ræða, samkvæmt upplýsingum Matvæla- stofnunar (Mast). Ekki eru sjáanleg tengsl milli þeirra bæja þar sem veikin hefur komið upp. Þrjár kindur af fjórum sem krufnar voru af dýralækni voru með einkenni í lungum sem bentu til lungnapestar, en sú fjórða var með einkenni sem ekki eiga skylt við lungnapest. Búið var að gefa kindunum sem drápust sýkla- lyf og því var ekki hægt að rækta bakteríur frá líffærum úr þeim. Lungnapest er lungnabólga í sauðfé og geitum af völdum bakt- ería. Þær finnast í efri hluta önd- unarfæra á heilbrigðu sauðfé án þess að valda sjúkdómi. Við viss- ar umhverfisaðstæður, svo sem streitu, þrengsli eða miklar hita- breytingar getur blossað upp sjúkdómur í hjörðum. Einkenni lungnapestar geta verið allt frá því að kindurnar steindrepist fyrir varalaust til hita, lystarleysis, andnauðar eða mæði. Mast telur mjög mikilvægt að fá til rannsóknar lungu úr veikum kindum eða kindum sem bráðdrep- ast. Þær mega ekki hafa verið með- höndlaðar með sýklalyfjum. - jss LÖGREGLA Par var handtekið í Hafnarfirði eftir að hafa klifrað yfir girðingu og farið í heitan pott í einni af sundlaugum bæjarins rétt eftir klukkan eitt í fyrrinótt. Þegar öryggisverðir komu á vettvang reyndi parið, átján ára piltur og sextán ára stúlka, að flýja en náðist á hlaupum og var lögreglan kölluð til. Lögregl- an hafði samband við foreldra stúlkunnar, sem er undir lög- aldri, sem sóttu hana á lögreglu- stöðina. -sm Brotist inn í sundlaug: Par var hand- tekið á hlaupum HÚSIÐ RIFIÐ Auða lóð er nú að sjá þar sem hús Andre Hall stóð áður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Íbúa í borginni Pittsburgh í Bandaríkjunum rak í rogastans þegar hann kom að húsi sínu í síðustu viku, en þá hafði það verið rifið til grunna. Andre Hall hafði keypt húsið fyrir nokkru og stóð í að gera húsið upp, en eignin hafði lengi staðið auð. Húsið hafði eitt sinn verið sett á lista til niðurrifs, en borgaryfirvöld ógiltu þá tilskipun fyrir nokkru. Verktaki sem ráðinn hafði verið til að rífa húsið við hliðina var hins vegar full ákafur og reif bæði húsin, við litla hrifningu Halls. Lögmenn borgarinnar eru nú að fara yfir málið. - þj Húseigandi kom að tómri lóð: Rifið til grunna fyrir mistök Mast vill rannsaka lungu úr veikum kindum eða kindum sem bráðdrepast: Grunur um lungnapest í fé SAUÐFÉ Lungnapest er lungnabólga í sauðfé og geitum af völdum tiltekinna baktería. LÖGREGLAN Helgin gekk nokkuð vel fyrir sig víða á landsbyggð- inni. Á Suðurnesjum var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvunarakstur. Þá urðu tvö minni háttar umferðaróhöpp á Selfossi vegna hálku. Annars var helgin ágæt hvað skemmtanahald og umferð varðar að sögn lögreglunnar á Selfossi. - sm Róleg helgi að baki: Tveir bílar út af vegna hálku Sendiherrann á teppið í dag Bandaríski sendiherrann mætir í utanríkisráðuneytið í dag til að ræða um kröfu yfirvalda vestra um að fá gögn Twitter um Birgittu Jónsdóttur. Birgitta segir líklegt að aðrir vefir hafi þegar afhent slíkar upplýsingar. Í stefnunni, sem Twitter fékk leyndinni aflétt af og Fréttablaðið hefur undir höndum, óskar bandaríska dómsmálaráðuneytið eftir öllum upplýsingum um fimm einstaklinga; öllum samskiptum og ítarupplýsingum um þau, not- endanöfnum, heimilisföngum, netföngum, upplýsingum um hvenær fólkið tengdist vefsíðunni og hvað það varði miklum tíma þar, símanúmerum, auðkennistölum tölvanna og kreditkorta- og bankanúmerum. Birgitta Jónsdóttir, 43 ára Íslenskur þingmaður Hreyfingarinnar. Starfaði náið með Wikileaks vorið 2010 að birtingu myndbands sem sýndi skotárás úr lofti á almenna borgara í Afganistan. Bradley Manning, 23 ára Bandarískur hermaður sem situr í einangrun og sætir ákæru fyrir að hafa lekið ógrynni gagna til Wikileaks. Meðal efnisins er ofangreint myndband, ítarlegar upplýsingar um stíðið í Afganistan og gögn og samskipti úr banda- rísku utanríkisþjónustunni. Jacob Appelbaum, 27 ára Bandarískur hakkari sem hefur talað fyrir hönd Wikileaks. Julian Assange, 39 ára Ástralskur ritstjóri Wikileaks.com. Situr í stofufangelsi í Bretlandi vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum í Svíþjóð. Rop Gonggrijp, 42 ára Þekktur hollenskur hakkari sem starfaði með Wikileaks vorið 2010 að birtingu ofangreinds myndbands. Óska upplýsinga um fimm manns VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 5° 2° 2° 4° 1° 2° 2° 20° 7° 15° 1° 23° 1° 6° 10° 1°Á MORGUN 10-15 m/s S- og V-til, annars hægari. MIÐVIKUDAGUR 5-13 m/s. -3 -3 -4 -6 -7 -2 -8 -12 0 -5 -1 11 13 12 20 2 6 5 6 13 3 3 -3 -2 -3 -5 -4 -4 -3 -4 -8 -5 VINDASAMT sunn- an og vestan til í vikunni, en yfi rleitt hægari vindur annars staðar. Það verður áfram kalt í veðri með éljum einkum norðan til á landinu en það léttir heldur til sunnan- og suð- vestanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 07.01.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,4737 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,33 117,89 181,27 182,15 152,31 153,17 20,441 20,561 19,690 19,806 17,078 17,178 1,4040 1,4122 178,91 179,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.