Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 8
 10. janúar 2011 MÁNUDAGUR FÓLK Vigdís Hauksdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, hefur óskað eftir því að fulltrúar innan- og utanríkisráðuneyta verði kall- aðir fyrir allsherjarnefnd Alþing- is. Ástæðan er ríkisborgararéttur Jóels Færseth Einarssonar, sem fæddist á Indlandi fyrir jól. Foreldrar Jóels nýttu sér þjón- ustu staðgöngumóður á Indlandi, en slíkt er ólöglegt hér á landi. Fjölskyldan hefur verið föst á Ind- landi í um þrjá mánuði, en fyrir áramót ákvað allsherjarnefnd Alþingis að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Vigdís segir innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararétt- arins og vill fá skýringu á mál- inu. Vigdís segir fulltrúa dóms- málaráðuneytisins hafa varað allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita Jóel ríkisborgararétt á grundvelli sam- komulags sem unnið er að í sam- vinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngu- mæðrun á Indlandi. Nauðsynlegt sé fyrir foreldra Jóels að fá viðeigandi vottun um að þau séu í raun foreldrar barns- ins, en hingað til hefur einungis verið sýnt fram á gögn frá þeirri læknamiðstöð þar sem þungunin var framkvæmd. - sv Þingmaður óskar eftir fundi vegna málefna íslenskrar fjölskyldu á Indlandi: Vill fá skýringu á ríkisborgararétti VIGDÍS HAUKSDÓTTIR Nýherji hf. Borgartúni 37 www.nyherji.is Í tilefni af HM í handbolta bjóðum við Panasonic sjónvarpstæki á einstöku tilboðsverði í verslun Nýherja, Borgartúni og á netverslun.is. Njóttu þess að horfa á strákana okkar á úrvalsskjá frá Panasonic. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. VERÐ FRÁ 99.990 KR. STÆRÐ FRÁ 32”-50” HM TILBOÐ PANASONIC SJÓNVÖRP Á FRÁBÆRU VERÐI! Við leitum að hæfileika- ríkum krökkum til að leika, dansa og syngja í Galdrakarlinum í Oz Við efnum til hæfileikadaga þar sem við leitum að krökkum til að taka þátt í uppfærslu á Galdrakarlinum í Oz sem frumsýnt verður næsta haust. Við leitum að krökkum sem geta leikið, dansað, sungið, farið í flikk-flakk, heljarstökk – eða allt hvað eina sem kemur sér vel á ferðalaginu til Oz. Allir á aldrinum 8–18 ára geta tekið þátt. Vinir eða hópar geta mætt í prufurnar saman en að sjálfsögðu geta einstaklingar líka spreytt sig á sviðinu. Skráning í prufurnar fer fram í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 19. janúar kl. 16.15–17.30. Skráningarblað og nánari upplýsingar á heimasíðu okkar, borgarleikhus.is. ARIZONA, AP Læknar sem með- höndla bandarísku þingkonuna Gabrielle Giffords, sem var skot- in í höfuðið á laugardag, voru í gær bjartsýnni en áður um að hún myndi halda lífi. Hún gat brugð- ist við tilmælum lækna meðal ann- ars með því að sýna tvo fingur eða kreista hendi. Að sögn læknanna fór byssukúla í gegnum höfuð Giffords og í gegn- um vinstri hluta heilans. Þeir eru engu að síður bjartsýnir á að hún nái bata. „Það gerist ekki betra en þetta. Þegar þú færð skot í höf- uðið og kúlan fer í gegnum heil- ann í þér eru mjög litlar líkur á að þú lifir af. Líkurnar á því að þú vaknir og getir svarað skipunum eru enn minni. Vonandi getur hún áfram svarað skipunum,“ sagði einn læknanna. Hin fertuga Giffords, sem er í Demókrataflokknum, var skot- in fyrir utan stórmarkað í borg- inni Tucson í Arizona. Hún var á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrir utan stórmarkaðinn þegar 22 ára maður hóf skothríð með hálfsjálfvirkri byssu. Sex dóu, þar á meðal ríkisdómari Arizona, og fjórtán særðust. Árásinni lauk eftir að tvær nærstaddar mann- eskjur náðu að yfirbuga byssu- manninn Jared Loughner, sem var í kjölfarið handtekinn. Leit stóð í gær yfir að hugsanlegum vitorðs- manni hans, sem var á staðnum á sama tíma. Ekki er vitað hvers vegna Loughner hóf árásina en honum hefur verið lýst sem ein- fara sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Giffords hafði verið harðlega gagnrýnd af hægrimönnum vegna stuðnings síns við breytingafrum- varp á heilbrigðiskerfinu á síðasta ári. Skemmdir voru unnar á skrif- stofu hennar sama dag og fulltrúa- deild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, sagði árásina sorgar- viðburð fyrir þjóðina. David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, var á sama máli og bætti við að hann tæki undir orð Obama um að ofbeldi sem þetta megi ekki koma í veg fyrir opinbera pólit- íska umræðu. Fidel Castro, forseti Kúbu, steig einnig fram og sagði árásina hræðilega. Hin níu ára Christina-Taylor Green var ein þeirra sem létust í skotárásinni. Hún fæddist 11. september 2001 og minnst var á hana í bókinni „Andlit vonarinn- ar“ þar sem fjallað var um eitt barn frá hverju ríki Bandaríkj- anna sem fæddist sama dag og hryðjuverkaárásirnar á Banda- ríkin voru gerðar. freyr@frettabladid.is Læknar bjartsýnir á bata þingkonunnar Læknar í Arizona vonast til að þingkonan Gabrielle Giffords sé á batavegi. Brjálaður byssumaður skaut hana í höfuðið á útifundi í borginni Tucson. GABRIELLE GIFFORDS Bandaríska þingkonan var skotin í höfuðið á útifundi í borg- inni Tucson á laugardaginn. MYND/AFP Þegar þú færð skot í höfuðið og kúlan fer í gegnum heilann í þér eru mjög litlar líkur á að þú lifir af. Líkurnar á því að þú vaknir og getir svarað skipunum eru enn minni. EINN AF LÆKNUM GABRIELLE GIFFORD

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.