Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 10
 10. janúar 2011 MÁNUDAGUR Við gerum Vínbúðina Skeifunni fallegri og betri Vínbúðin Skeifunni verður lokuð frá og með 10. janúar vegna endurbóta. Opnum fallegri og betri verslun 10. febrúar. Opnum aftur 10. febrúar Allir velkomnir Ísland í Evrópu Hádegisfundir Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon á þriðjudögum kl. 12–13 11. janúar Sveitarfélög, atvinna og Evrópa Dagur B. Eggertsson, varaform. Samfylkingarinnar og form. borgarráðs Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta fl okksins 25. janúar Landinn: ESB og fólkið í landinu Halldór Hermannsson, skipstjóri Ísafi rði Guðmundur Gunnarsson, formaður RAFÍS 8. febrúar Hvaða tækifæri felast í ESB-aðild fyrir börn? Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Eysteinn Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi 22. febrúar Hagstjórn Íslands og aðild að ESB Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra 8. mars ESB, tækifæri eða ógn fyrir kvennabaráttuna hér Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar Snærós Sindradóttir, námsmaður og formaður Ungra vinstri grænna 22. mars Loftslagsbreytingar og aðildarríkið Ísland Þórunn Sveinbjarnardóttir, form. þingfl okks Samfylkingarinnar 5. apríl ESB aðild? Hvaða aðrar leiðir eru færar? Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur Brynja Halldórsdóttir, laganemi og í stjórn Vinstri grænna í Reykjavík xs.is MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50BÍTIÐ með aukinni fiskneyslu Heilsuátak Fiskfars Fiskhakk kinnar Nýjar og nætursaltaðar Ýsuflök með roði 1.390kr.kg Stór og falleg flök, ekki ein- hverjir smátittir eins og fást í ákveðinni verslun. í sósu Fiskréttir 1.390kr.kg Karrýkókós, Mangósósa, Tikka masalasósa, Sinneps og graslaukur, Hvítlaukspiparsósa og fleiri og fleiri. 790kr.kg790kr.kg550kr.kg HROGN OG LIFUR Sjáumst eldhress á eftir, við erum tilbúnir að taka á móti mikilli traffík. Stutt bið, þó svo það séu 30 manns í röð. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 GELLUR OG KINNAR KAUPMANNAHÖFN, AP Dönsku kon- ungshjónin eru að vonum himin- lifandi yfir fæðingu tvíburanna, stráks og stelpu, sem krónprins- parið María og Friðrik eignaðist á laugardag. Drottningin Margrét Þórhild- ur heimsótti þau á Ríkisspítal- ann í Kaupmannahöfn ásamt Hin- riki prins. „Þetta er dásamlegur dagur,“ sagði hún. Spurð hverjum börnin líktust sagði hún að þau líktust hvort öðru. Hinrik sagð- ist stoltur og glaður yfir fæðingu tvíburanna. Bætti hann við í létt- um dúr að Friðrik og María skyldu ekki halda að hann ætlaði að passa þá ef þau þyrftu að bregða sér frá. Tvíburarnir eru fyrstu kon- unglegu tvíburarnir sem fæðast í Danmörku síðan 1626. Strákur- inn fæddist á undan en stelpan fylgdi í kjölfarið tæpum hálftíma síðar. „Þetta er kraftaverk,“ sagði Friðrik eftir fæðinguna. „Nú þarf að hafa auga með tveimur litlum hjörtum.“ María og Friðrik gengu í hjóna- band árið 2004. Þau eiga fyrir tvö börn, hinn fimm ára Kristján og hina þriggja ára Isabellu. - fb Konungshjónin himinlifandi með nýfædda tvíbura: Dásamlegur dagur FRIÐRIK KRÓNPRINS Friðrik krónprins tilkynnir fjölmiðlum um fæðingu tvíburanna á laugardag. MYND/AP KAUPMANNAHÖFN, AP Danskur her- maður fórst eftir að vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans í gær. Hermaðurinn var í eftirlits- ferð skammt frá bænum Gereshk í Helman-héraði þegar sprengjan sprakk. Hann var fluttur í þyrlu á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Þrjátíu og átta danskir hermann hafa farist í Afganistan síðan Danir gengu til liðs við alþjóðlegt herlið undir stjórn Bandaríkjamanna árið 2002. Rúmlega sjö hundruð danskir her- menn eru að störfum í Afganistan, flestir í Helmand-héraðinu. - fb Vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans: Danskur hermaður fórst AFGANISTAN Danskur hermaður fórst þegar vegasprengja sprakk í Afganistan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.