Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 14
14 10. janúar 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Þegar tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn fara fram samningavið- ræður til að móta sameiginlega stefnu og á þeim grunni er gerður stjórnar- sáttmáli. Við gerð hans fá ólík sjónarmið að koma fram og fólk ræðir sig til niðurstöðu um ákveðnar lausnir. Engin skoðanakúgun á sér stað, held- ur reyna aðilar að finna lend- ingu sem myndar grundvöll samstarfs. Slíkt átti sér stað við gerð stefnuplaggs ríkis- stjórnar VG og Samfylkingar. Við sem erum hægra megin í stuðningsliðinu höfum hins vegar stundum verið ósátt við stefnu ríkisstjórnarinn- ar. Markviss uppbygging í atvinnulífi, mikilvægi erlendr- ar fjárfestingar og áhersla á sparnað í ríkisrekstri í stað skattahækk- ana hafa gjarnan mætt litlum skilningi samstarfsflokksins og málamiðlunin sem fylgir samstarfinu er manni ekki alltaf að skapi. En stoltur getur maður hins vegar staðið á bakvið mörg verk þessarar stjórnar. Við höfum náð ótrúlegum árangri í rekstri ríkisins og á tímum mestu efnahagsþrenginga sögunnar hefur ríkisstjórninni tekist að tryggja að þeir tekjulægstu verða fyrir minnstu skerðingu kaupmáttar. Þá eru útgjöld til velferðarmála hærri 2011 en þau voru 2007. Í stjórnarsáttmálanum var kveðið á um að sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu og bera síðan samninginn undir þjóðaratkvæði. Öllum var það ljóst að það var lykilforsenda Samfylkingar til að taka þátt í myndun þessarar ríkisstjórn- ar. Stjórnarsáttmálinn var síðan samþykktur í viðeigandi stofnunum hjá báðum flokkun- um. Að okkar mati var löngu orðið tímabært að kanna mögu- leika á hagstæðum samning- um við ESB um sjávarútveg og land- búnað, um leið og við freistuðum þess að losa þjóðina undan oki verðtrygging- ar og hárra vaxta. Umsóknin um ESB er mikilvægasta hagsmunamál almennings og fyrirtækja á Íslandi og þess vegna munum við jafnaðarmenn aldrei hlaupa frá því verkefni. Ríkisstjórnarsamstarfið Stjórnmál Magnús Orri Schram alþingismaður Samfylkingarinnar Umsóknin um ESB er mikilvægasta hagsmuna- mál almenn- ings og fyrir- tækja … Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F í t o n / S Í A Verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica hotel þann 11. janúar kl. 19.30. Dagskrá : Lagabreytingar. Önnur mál. Tillögur til breytinga á lögum VR liggja frammi á skrifstofum félagsins. Félagsmenn hvattir til að mæta. Framhalds- aðalfundur VR Allt í sóma Leiðtogar Vinstri grænna voru nokk- uð kokhraustir að loknum þing- flokksfundi á síðasta miðvikudag. Vonir manna stóðu til að þar myndi takast að sætta svæsinn ágreining sem upp kom þegar þrír þing- menn flokksins neituðu að styðja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það var einsdæmi. Eftir fundinn pukruðust menn með minnis- blað um ágreininginn en báru sig þokkalega og formaðurinn sagði að þótt tekist hefði verði hart á styddu allir ríkis- stjórnina eftir sem áður. Eða hvað? Nú, þegar hinir svokölluðu órólegu þremenningar hafa sent fjölmiðlum afrit af yfirlýsingu sem þeir lögðu fram á fundinum sem svar við fyrri greinargerð Árna Þórs Sigurðssonar, er ljóst að lítil sem engin inni- stæða var fyrir stórum orðum um stuðning við stjórnina. Stór orð Í yfirlýsingunni er talað um korn sem fylla mæla, kúvendingar stjórnarinnar í mikilvægum málum, skort á sátta- vilja, fálæti, óbilgirni og ofríki. Óásætt- anlegt sé að skera niður grunn- þjónustu á sama tíma og útgjöld vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu aukist. Kallað er eftir opinberri afsökunarbeiðni Árna Þórs Sigurðssonar og vísað til ríkisstjórnarinnar sem „hinnar svokölluðu velferðarstjórnar“. Svona talar ekki fólk sem styður ríkisstjórn. stigur@frettabladid.isR íkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að framlengja átakið Allir vinna, en í því felst að einstaklingar geta fengið endurgreiddan allan virðisaukaskatt af vinnu við viðhald íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ráðast í framkvæmdir fá sömuleiðis frádrátt frá tekjuskatti. Þetta hefur stuðl- að að auknum umsvifum í byggingageiranum, iðnaðarmenn sem ella hefðu haft lítið eða ekkert að gera hafa fengið nóga vinnu og fólk sem á annað borð á peninga til að setja í framkvæmdir fékk hvatningu til að koma þeim í umferð. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lét í tilefni af þess- ari ákvörðun hafa eftir sér að mat skattayfirvalda væri að átakið hefði „fært upp á yfir- borðið“ starfsemi sem áður hefði ekki verið gefin upp til skatts og þannig kæmi meira í ríkiskassann vegna þessarar skattaívilnunar. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur, en hlýtur engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um það af hverju ríkisstjórnin sér ekki fleiri tækifæri til þess að auka skatttekjurnar með því að lækka skattana eða gefa ívilnanir á borð við þær sem fylgja átakinu Allir vinna. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gerði skattastefnu stjórnvalda að umtalsefni í áramótagrein í Viðskipta- blaðinu og tók dæmi af skattlagningu á áfengi, en þar hafa íslenzk yfirvöld slegið eigið heimsmet í skattpíningu. Orri nefnir að ríkið taki til sín 93 prósent af útsöluverði vodkafleygs af innlendri teg- und. „Enda sýna opinberar tölur mikinn samdrátt í áfengisneyslu. Kannanir sýna á móti að ólöglegt brugg og landaneysla hefur snaraukist,“ skrifar hann. Þetta er gott dæmi um að rétt eins og skattaívilnanir leiddu til þess að starfsemi í byggingariðnaðinum kom upp á yfirborð- ið, leiðir skattpíning til þess að starfsemi færist undir yfirborðið. Íslenzka ríkið fær ekki skatttekjur af heimabruggi og smygli, enda er tekjuaukinn sem ríkið fær af skattpíningunni minni en sá sem reiknaður var í upphafi, þegar gert var ráð fyrir að fólk myndi ekki breyta kauphegðun sinni neitt til að forðast ofurskatta ríkisins. Hærri tekjuskattar leiða af sér meiri svarta vinnu. Hærri áfeng- is- og tóbaksgjöld ýta undir smygl og ólöglega framleiðslu. Afdrátt- arskatturinn svokallaði hafði í för með sér að erlend félög, sem skráð voru hér á landi, flúðu af landi brott, sum til skattaparadís- arinnar Svíþjóðar eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Þar með varð ríkissjóður af hundraða milljóna króna tekjum, en erlendir ríkissjóðir græddu á móti. Skattastefna stjórnvalda hefur seinkað framkvæmdum við gagnaver um einhver misseri. Skattapólitík hefur sömuleiðis fælt mögulega fjárfesta frá olíu- og gasrannsókn- um á Drekasvæðinu og þar með dregið úr líkum á að ríkið fái tekjur af vinnslu þar í framtíðinni. Þannig mætti áfram telja. Ríkisstjórnin ætti að endurskoða skattapólitík sína í ljósi reynslunnar af hinu vel heppnaða átaki í byggingariðnaðinum. Skattpíning er ekki líklegust til að skila tekjum í ríkissjóð. Ríkisstjórnin ætti að draga lærdóm af vel heppnuðum skattaívilnunum í byggingariðnaði. Ríkið tapar á skattpíningu Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.