Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 16
 10. janúar 2011 MÁNUDAGUR16 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is 61 Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, tilkynnti á þessum degi árið 1969 hvaða þrjá menn ætti að senda til tunglsins með það fyrir augum að lenda þar. Þeir sem völdust til ferðarinnar voru Neil Armstrong, foringi leiðangursmannanna, Michael I. Collins og Buzz Aldrin. Svo óvenjulega vildi til að allir voru þeir þá 38 ára. Ferðaplanið kallaðist Appolo-áætlunin og geimfarið sem flytja átti þá til tunglsins bar nafnið Appolo 11. Á þessum tíma var Neil Armstrong „óbreytt- ur“ borgari hjá NASA en Collins og Aldrin voru ofurstar í bandaríska flughernum. Neil Armstrong varð svo þeirra fyrstur til að stíga á tunglið, rúmu hálfu ári síðar, 29. júlí 1969. Hann varði um tveimur og hálfri klukku- stund á tunglinu ásamt félaga sínum Buzz Aldrin. Michael Collins var hins vegar á meðan á sporbraut fyrir ofan. ÞETTA GERÐIST: 10. JANÚAR 1969 Tunglfararnir valdir Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Sigurður Sigurjónsson, fagnar 35 ára leikafmæli á þessu ári og hefur í nægu að snúast. Þrátt fyrir að hafa ekki vikið úr starfi sínu sem leikari allan þennan tíma, leikið í sjónvarpi, kvik- myndum og leikhúsi jöfnum höndum prófar hann nýja hluti í leikhúsinu á föstudag þegar hann leikur einleik í Borgarleikhúsinu. Einleikurinn kall- ast Afi og er eftir Bjarna Hauk Þórs- son sem jafnframt leikstýrir Sigurði. „Tilfinningin er býsna góð, ég get ekki annað en verið þakklátur og þetta er búið að vera skemmtilegur tími. Ætli ég geti ekki alveg litið með þokkalegu stolti til baka,“ segir Sig- urður þegar hann er inntur eftir því hvernig tilfinning það er að hafa verið á fjölunum í 35 ár. Sigurður segir það tilviljun að hann hafi farið út í leiklistina upphaflega en hann byrjaði aðeins 17 ára gamall í skólanum eftir að vinir og félagar hans komu auga á að í honum væru leiklistarhæfileikar. Sjálfur segist hann ekki hafa haft minnsta grun um að hann gæti leikið. „Það er auðvitað margt sem stend- ur upp úr á þessum 35 árum og eru það þá sérstaklega kynni mín af þeim meisturum í leikhúsinu sem þá voru í fullu fjöri þegar ég byrjaði. Ég lærði auðvitað mikið í skólanum en minn eini og sanni leiklistarskóli voru menn eins og Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson. Ég minnist þess tíma með bros á vör.“ Fyrsta hlutverkið sem Sigurður minnist sem stærra hlutverks var bakaradrengurinn í Dýrunum í Hálsa- skógi. „Fljótlega á mínum ferli fór ég að leika í áramótaskaupum og Spaug- stofuævintýrinu. Karakterarnir þar hafa auðvitað „böggað“ þjóðina í öll þessi ár en ég er ekki síður stoltur af vinnu minni í leikhúsinu, þar á ég heima, ég byrjaði þar og enda vonandi. Hins vegar hvarflaði ekki að mér eitt sekúndubrot þegar ég var nýútskrif- aður leikari að ég myndi endast svona lengi á sviðinu, ég hef ekki þurft að fást við neitt annað síðan, sem er hollt og gott.“ Auk þess sem Sigurður leikur afa á tveimur vígstöðvum, heima sem og á sviðinu, er hann um þessar mund- ir meðal annars að æfa gamanleikinn Nei, ráðherra sem frumsýndur verð- ur í Borgarleikhúsinu 18. febrúar næstkomandi. „Það er mikill áhugi á leiklist á Íslandi og því er mjög gefandi að vinna þetta starf,“ segir Sigurður spurður út í viðhorf sitt til starfsins. „Það eru forréttindi að fá að starfa við það að gefa fólki eitthvað.“ juliam@frettabladid.is SIGURÐUR SIGURJÓNSSON LEIKARI: Á 35 ÁRA LEIKAFMÆLI Í ÁR Forréttindi að fá að gefa AFI Á TVEIMUR VÍGSTÖÐVUM Sigurður nýtur þess að leika afa á tveimur vígstöðvum um þessar mundir, í Borgarleikhúsinu og heima fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVERRIR GUÐJÓNSSON kontratenór er 61 árs í dag. „Mér finnst eins og oft sé mannúðinni og mennskunni ýtt til hliðar og þeir þættir gleymist.“ Merkisatburðir: 1927 Kvikmyndin Metropolis eftir Fritz Lang er frumsýnd. 1929 Ævintýri Tinna koma út í fyrsta sinn. Höfundurinn, Georges Prosper Remi, notar dulnefnið og rithöfundanafnið Hergé. 1940 Togarinn Hafsteinn bjargar 62 manna áhöfn af þýsku flutn- ingaskipi sem sekkur svo út af Látrabjargi. 1944 Laxfoss strandar í óveðri á skeri við Örfirisey. Farþegum og áhöfn, um 90 manns, er bjargað en skipið laskast illa og er endurbyggt. Það strandar aftur á Kjalarnesi árið 1948. 1974 Þjóðgarður er stofnaður í Jökulságljúfrum. 1994 Þyrlusveit varnarliðsins bjargar sex skipverjum af Goðanum í Vöðlavík á Austfjörðum. Einn maður ferst. Ástkær vinkona mín, móðir okkar og tengdamóðir Hafrún Ingvarsdóttir Suðurhólum 14 Reykjavík, lést á Landspítalanum 2. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 11. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elliði Magnússon Finnbogi Oddur Karlsson S. Ingibjörg Karlsdóttir Jakob Jónsson Jóhanna María Karlsdóttir Sigmundur Hagalín Sigmundsson Halldór Jónsson Sigurður Hólmar Karlsson Valgerður Lísa Gestsdóttir Björn Auðunn Magnússon Hlynur Þór Gestsson Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, Guðmundur Guðlaugsson Gvendur Eyja, lést að heimili sínu Hamraborg 26 þann 30. desember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. janúar klukkan 13.00. Björgvin Valur Guðmundsson Þóra Björk Nikulásdóttir Erna Valborg Björgvinsdóttir Haukur Árni Björgvinsson Axel Þór Björgvinsson Jesse Myree McGoldrick Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall bróður okkar Jóns S. Hallgrímssonar Sæviðarsundi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas og líkn- ardeilda Landspítalans í Kópavogi og á Landakoti. Þórarinn Hallgrímsson, Helgi Hallgrímsson og fjölskyldur. Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigrún Vilbergsdóttir Háagerði 43, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. janúar sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 15.00. Jóhanna Ögmundsdóttir Sigurbjörg Svavars Eyþór Örlygsson Sylvía Svavarsdóttir Ragnar Björnsson barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu Herdísar Antoníusardóttur frá Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd, Skúlagötu 20 Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunarlækningadeild- ar 4-B, á Landspítala Fossvogi, fyrir alúð og umhyggju við umönnun hennar Fyrir hönd fjölskyldunnar: Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir Sigurbergur Sigsteinsson Guðrún Hauksdóttir Oddný Sigsteinsdóttir Líney Rut Halldórsdóttir Sjöfn Sigsteinsdóttir Finnur Pálsson Þröstur Sigsteinsson Soffía Sturludóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.