Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 10. janúar 2011 3 Hingað til hefur verið óljóst hvað veldur skalla hjá körlum. Þó hefur verið talið að karlhormónið testósterón og erfðir spili þar einhvern þátt. Rannsóknar- teymi frá háskólanum í Pennsylvaniu telur sig hafa fundið aðra orsök. Það fylgdist með körlum sem gengust undir hárígræðslu. Þeir báru saman hár- sekki á skallablettum saman við hársekki þar sem hárið var þétt. Þá kom í ljós að á skallablettunum var sami fjöldi stofnfrumna sem eru til þess gerðar að búa til hár og í venjulegum hársverði. Hins vegar var hlutfall svokall- aðra „progenitor” frumna lægra á sköllóttum svæðum. Þannig eru hárin á skallablettum enn til staðar en eru bara mjög fíngerð og vart sýnileg. Rannsakendur binda vonir við að hægt verði að finna upp efni eða krem sem hægt verði að bera á hárlausa hluta sem örva muni stofnfrumur hársins og virkja þær á ný þannig að þær fari að framleiða þykkara og betra hár. Skallavandinn leystur? SÉRFRÆÐINGAR TELJA AÐ ORSÖK SKALLAMYNDUNAR HJÁ KÖRLUM SÉ AÐ LEITA TIL VANVIRKRA STOFNFRUMNA OG MEGI Í FRAMTÍÐINNI LEYSA MEÐ EINFÖLDU KREMI. Margir hyggja á sólarlandaferðir í kuldanum, líka verðandi mæður. Sérstaklega mikilvægt er fyrir þær sem eru með barni að huga að því að hlífa sér við hita og sól. Mikill hiti getur valdið fósturskaða og því mikilvægt að skýla sér með léttum klæðn- aði, halda sig innandyra yfir mesta hitatíma dagsins og drekka vel af vökva. Þá er hættara við að húðlitarefnið hlaupi í kekki þegar sól skín beint á húðina með þeim afleiðingum að húðin verður oft flekkótt. - jma Ferðast á meðgöngu ALLIR ÞURFA AÐ VERJA SIG FYRIR SÓL OG HITA Á FERÐALÖGUM, EKKI SÍST ÓFRÍSKAR KONUR. Candida sveppasýking, einkenni og lyfjalaus meðferð, er heiti á fyrstu bók Sölku sem komin er út á árinu. Vegna mikillar eftirspurnar er þessi bók endurútgefin en líka betrumbætt og endurskrifuð í ljósi nýrra rannsókna um þennan algenga en leynda nútímakvilla. Skallinn er sjaldan vinsæll meðal karla og því vísast margir sem myndu fagna lausn á vandamálinu. Ófrískar konur á leið í sól ættu að huga vel að hlífðar- klæðnaði. „Þetta hefur gefið mjög góða raun, þátttakendur eru í betra líkamlegu ástandi í lokin og sumir hafa tekið framförum í hreyfifærni,“ segir Anna Lilja Magnúsdóttir hjá Ás styrktarfélagi sem hefur í sam- vinnu við World Class staðið fyrir átaksnámskeiðum fyrir einstakl- inga með þroskahömlun síðustu þrjú ár. Námskeiðið kallast Breyttur lífsstíll og á því spreyta þátttak- endur sig á fjölbreyttum æfingum, spinning, lyftingum, dansi, útiæf- ingum og -leikjum og fleiru, undir leiðsögn reynds einkaþjálfara á vegum World Class, Nönnu Guð- bergsdóttur og þroskaþjálfa frá Ási, Önnu Kristjánsdóttur. „Fólk- ið fær þarna góða útrás og fræðslu um næringu, setts fram með þeim hætti sem því gæfist kannski ann- ars ekki kostur á,“ segir Anna Lilja og kann þeim Nönnu og Önnu bestu þakkir fyrir. Anna Lilja segir námskeiðið hins vegar því miður vera þeim annmörkum háð að töluvert færri komist að en vilja hverju sinni. „Það komast ekki nema í mesta lagi svona tíu í einu. Svo vilja ef til vill sumir halda áfram eftir eitt námskeið, þannig að nýir komast kannski ekki að. Við höfum reynt að bregðast við þessu með því að lengja tímabilið. Fyrsta námskeiðið var átta vikna langt en nú eru þetta orðnar ein- hverjar fjórtán vikur. En betur má ef duga skal.“ Að sögn Önnu Lilju og Gígju Þórðardóttur, deildarstjóra heilsu- ræktar hjá World Class, er sameig- inlegur áhugi og vilji fyrir því að bregðast við þessum vanda og sjá þær fjölgun námskeiða sem helstu úrlausn hans. „Við erum klárlega tilbúin að halda fleiri námskeið, útvega einkaþjálfara og aðstöðu. Það þyrfti þá að skoða útfærsluna,“ segir Gígja og Anna Lilja bætir þá við. „Það mætti til dæmis halda tvö námskeið í einu, eitt sem væri fyrir byrjendur og þá sem þurfa lengri tíma til að aðlagast og annað fyrir lengra komna og þá sem geta gert meira.“ Þær segja hins vegar allt saman stranda á fjárskorti. „Þroskaþjálf- inn er tilbúinn að taka þátt í fleiri námskeiðum en við höfum hins vegar ekki fjármuni til að greiða launin, verðum þar að treysta á sjálfsaflafé sem dugar ekki til þess. Vonin er því sú að fá fleiri til liðs við okkur í þessu,“ segir Anna Lilja. „Það hefði alveg heilmikið að segja.“ roald@frettabladid.is Sjáum miklar framfarir Ás styrktarfélag og World Class bjóða upp á sérsniðin átaksnámskeið fyrir einstaklinga með þroska- hömlun. Talsmenn beggja sjá ástæðu til að fjölga námskeiðum og bæta þannig þjónustu við fatlaða. Að sögn Önnu Lilju fá þátttakendur útrás og fræðslu um næringu á námskeiðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.