Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 10. janúar 2011 27 Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt barninu þínu ógleymanlega upplifun. Tveir krakkar á aldrinum 7-9 ára verða dregnir út og fara ásamt fylgdarmanni á leik í UEFA Champions League og leiða leikmenn inn á völlinn í boði MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Til að taka þátt þarf að nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá 10. jan.-1. feb. 2011. Dregið vikulega um skemmtilega aukavinninga. UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn í leik í UEFA Champions League Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is HANDBOLTI Þó svo að Þýskaland hafi tapað báðum æfingaleikjun- um sínum gegn Íslandi í Laugar- dalshöllinni um helgina þarf það ekki endilega að þýða að liðið sé í slæmum málum. Þvert á móti segir sagan að þá sé von á góðu hjá Þjóðverjum á HM í Svíþjóð sem hefst á fimmtudaginn. Þjóðverjar höfðu tvívegis komið hingað til lands skömmu fyrir stórmót og í bæði skiptin, rétt eins og nú, töpuðu þeir báðum leikjunum. En í bæði þessi skipti komust þeir í undanúrslit á næsta stórmóti. Í fyrra skiptið var það í jan- úar árið 1995. Þá vann Ísland báða leikina með litlum mun (22-20 í íþróttahúsi UBK og 22-21 í Laugardalshöllinni). Um vorið fór svo HM í hand- bolta fram hér á landi og komust Þjóðverj- ar í undanúrslit. Þeir enduðu þó í fjórða sæti eftir tap fyrir verðandi heimsmeist- urum Frakka í undan- úrslitum. Enn athyglisverðara er að rifja upp þegar liðin mættust árið 2002. Ísland hafði betur í tveimur leikjum í Laugardalshöllinni 12. og 13. janúar, skömmu áður en Evr- ópumeistaramótið, sem ein- mitt var haldið í Svíþjóð, hófst. Þá komust bæði Ísland og Þýskaland í undanúr- slit. Þjóðverjar höfðu betur gegn Dönum og komust í úrslita- leikinn gegn Svíum. Sá var æsi- spennandi og réðst ekki fyrr en í framlengingu en að lokum voru það heimamenn sem höfðu betur og urðu Evrópumeistarar. Eins og frægt er máttu Íslendingar sætta sig við fjórða sæti mótsins. Ef bæði lið komast upp úr sínum riðlum í Svíþjóð nú mæt- ast Ísland og Þýskaland í milli- riðlakeppninni, rétt eins og þau gerðu árið 2002. Það sem meira er – Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari Íslands og Hein- er Brand landsliðsþjálfari Þýska- lands, rétt eins og nú. - esá Fall í Laugardalshöllinni fyrir stórmót í handbolta er fararheill fyrir þýska landsliðið: Veit á gott fyrir Þjóðverja að tapa á Íslandi HEINER BRAND Þjálfaði einnig þýska landsliðið árið 2002. HANDBOLTI Ungverjaland virðist mæta sterkt til leiks á HM í Svíþjóð en Ísland mætir Ung- verjum í fyrsta leik B-riðils á föstudaginn kemur. Ungverjar unnu um helgina sterkt æfingamót sem fór fram í Póllandi en liðið gerði jafntefli, 31-31, við heimamenn í lokaleikn- um. Fyrir hafði liðið unnið bæði lið Slóvakíu og Tékklands. Ungverjaland gekk ekki vel á EM í Austurríki og varð í 14. sæti eftir að hafa verið í neðsta sæti D-riðils. Liðinu gekk þó vel á HM í Króatíu fyrir tveimur árum og varð þá í sjötta sæti. Ungverja- land hefur einu sinni unnið til verðlauna á stórmóti er liðið varð í öðru sæti á HM í Sviss árið 1986. - esá Æfingamót í Póllandi: Ungverjar í góðum málum HANDBOLTI Noregur bar sigur úr býtum á Yellow Cup-mótinu í Sviss þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Rúmeníu í lokaleik þess í gær, 32-31. Noregur hafði þegar unnið sigur á Slóveníu og Sviss á mótinu. Noregur er með Íslandi í riðli á HM í Svíþjóð sem hefst á fimmtu- daginn og mætast liðin í loka- umferð riðlakeppninnar. Robert Hedin landsliðsþjálfari leyfði mörgum óreyndari leikmönnum að spila í gær og æfði til dæmis liðið í að spila sóknarleikinn án markvarðar síðustu fimm mínútur leiksins. - esá Æfingamót í Sviss: Noregur fagn- aði sigri í Sviss HANDBOLTI Austurríska landsliðið lauk undirbúningi sínum fyrir HM í Svíþjóð með því að tapa stórt fyrir Serbum í Belgrad, 39-27. Serbar komust strax tólf mörkum yfir í fyrri hálfleik og unnu því öruggan sigur. Þetta var fyrsta tap austur- ríska landsliðsins undir stjórn Svíans Magnus Andersson sem tók við liðinu af Degi Sigurðs- syni. Í síðustu viku lék liðið tvo æfingaleiki við Portúgal og vann þá báða. Ísland er með Austurríki í riðli á HM í Svíþjóð sem hefst á fimmtudaginn kemur. - esá Æfingaleikir hjá Austurríki: Stórt tap fyrir Serbum ÖFLUGUR Gyula Gal, línumaður Ung- verja. NORDIC PHOTOS/AFP NORÐMENN STERKIR Eivind Tangen, leikmaður Noregs, skýtur að marki. NORDIC PHOTOS/AFP EFTIRMAÐUR DAGS Magnus Andersson, þjálfari Austurríkis. NORDIC PHOTOS/BONGARTS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.