Fréttablaðið - 28.01.2011, Side 1

Fréttablaðið - 28.01.2011, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Föstudagur skoðun 16 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Ís-krossi fer fram á Mývatni á morgun. Keppt verður í opnum flokki, vetrar- dekkjaflokki, kvennaflokki, unglingaflokki og 85cc-flokki. Nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu Vélhjóla- íþróttaklúbbsins, www.motocross.is. Þ ráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari land-aði sjöunda sæti í Bocuse d´Or í Lyon í Frakklandi, eins og greint er frá á vefmiðl-inum Freisting.is. Bocuse d’Or hefur oft verið kölluð hin eina sanna heimsmeistara-keppni í matreiðslu og var Þrá-inn að vonum ánægður með góðan árangur, og örlítið eftir sig, þegar Fréttablaðið náði tali af honum ígær. s æ t i MYND/GUÐJÓN ÞÓR STEINSSON Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari gerir það gott í virtri matreiðslukeppni í FrakklandiJafnast á við maraþon að taka þátt í Bocuse d´Or föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 28. janúar 2011 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • JANÚAR 2011 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur Popp veðrið í dag 28. janúar 2011 23. tölublað 11. árgangur Lagasmíð og ljóðagerð Kári Friðriksson tenór er fimmtugur í dag og gefur út disk. tímamót 20 Nýstárlegar göngur HÍ og FÍ bjóða upp á gönguferðir með fróðleik. allt 2 létt&laggott Hringdu núna í síma 907 1020 og þú styrkir HM liðið okkar um 2.000 kr. TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG STYÐJUM TIL SIGURS! STRÁKANA OKKAR Goðsögn í Garðabæ Frosti Gringó frumsýnir mynd um Jón Sveinsson bæjarstarfsmann. fólk 34 SAMFÉLAGSMÁL Barnaverndarstofu berast um tíu tilkynningar á viku frá heilbrigðisstofnunum landsins þar sem grunur leikur á að börn hafi verið beitt ofbeldi. Heilbrigðis- stofnanir tilkynntu um 634 tilvik árið 2009, en það er 30 prósentum meira en árið áður, þegar fjöldinn var 450. Steinunn Bergmann, félagsráð- gjafi hjá Barnaverndarstofu, segir tilkynningum almennt hafa fjölg- að umtalsvert milli áranna 2008 og 2009. „Ég tel þetta stafa af því að heil- brigðisstarfsmenn séu meðvitaðri um tilkynningaskylduna,“ segir Steinunn. Um helmingur allra tilkynn- inga sem berast til stofnunarinn- ar er skoðaður nánar, en nær allar tilkynningar sem berast frá heil- brigðisstofnunum. „Það er langoft- ast ástæða til þess að skoða þær frekar,“ segir Steinunn. Um 90 prósent þeirra tilvika sem Barnaverndarstofa telur ekki ástæðu til að kanna frekar eru til- kynningar frá lögreglu. Jón M. Kristjánsson, formaður Félags slysa- og bráðalækna, segir mikinn áhuga vera fyrir því að efla samstarf heilbrigðisstofn- ana og Barnaverndarstofu enn frekar. Nauðsynlegt sé að koma á skýrari vinnureglum um í hvaða tilvikum tilkynning sé send til barnaverndaryfirvalda. „Oft kemur upp vafi varðandi hvað beri að tilkynna og hvað ekki,“ segir Jón. „Erfiðasti hlut- inn af greiningunni er þegar um minni sjáanlega áverka á börn- unum er að ræða, sem við sjáum tiltölulega oft.“ Jón minnist þar á brot á útlimum ungbarna og þegar börn hafa verið hrist. Það fari þó mikið eftir eðli og tegund brota og áverka á börnunum, aldri þeirra og ástæðum áverkanna. Jón var fundarstjóri á fyrir- lestri um málið á Læknadögum í gærdag, þar sem einnig kom fram að mikilvægt væri fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana að fá einhvers konar endurgjöf um stöðu þeirra barna sem hafi orðið fyrir ofbeldi. Mikilvægt sé að starfsfólk fái að vita hvernig börnunum reiði af. Á grundvelli þess geti barnaverndar- yfirvöld þá skilað skýrslu til heil- brigðisstofnana á ársfjórðungs fresti. - sv Tvær tilkynningar á dag um ofbeldi gegn börnum Barnaverndarnefndir fá um tíu tilkynningar á viku frá heilbrigðisstofnunum um hugsanlegt ofbeldi gegn börnum. 634 tilkynningar bárust Barnaverndarstofu frá heilbrigðisstofnunum árið 2009 en 450 árið áður. Tilkynningum heilbrigðis- stofnana um ofbeldi gegn börnum hefur fjölgað um 30 prósent. 30% ÉLJAGANGUR sunnan- og vestan- lands og strekkingsvindur en hæg- ari vindur og nokkuð bjart austan til. Vægt frost inn til landsins en frostlaust með ströndum. VEÐUR 4 3 0 1 1 1 Fimmta sætið í húfi Guðjón Valur Sigurðsson býst við beittu og grimmu liði Króata í lokaleiknum á HM í Svíþjóð. sport 30 FÓLK „Ég hef haft úr litlu að moða og þurft að lifa á framlögum og ölmusu frá fólki. Það er niðurdrep- andi andlega,“ segir hin brasilíska Jussanam da Silva sem reynir að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn Jussanam um atvinnu- leyfi sem hún sendi inn eftir að hafa skilið við íslenskan eigin- mann sinn. „Ég hef alltaf verið mjög sjálf- stæð, unnið fyrir mér síðan ég var átján ára en ég hef ekki mátt vinna síðan í haust,” segir Jussanam. Útlendingastofnun synjaði sömuleiðis umsókn Jussanam um dvalarleyfi. Hún kærði þessa úrskurði og dómsmálaráðuneytið féllst á að hún fengi að vera hér á meðan umsóknirnar væru metnar í ráðuneytinu. Frestur þess til að svara rennur út í dag. „Ég er vongóð,“ segir Jussan- am sem viðurkennir að biðin hafi tekið á taugarnar. „Í desember var ég orðin mjög svartsýn á að ég fengi jákvætt svar en auðvitað vona ég það besta.” Jussanam segir enn fremur að hún sé að undirbúa umsókn um ríkisborgararétt fyrir sig og dóttur sína sem einnig býr hér á landi. Tónlistaráhugamenn hér á landi hafa fengið að kynnast söng Jussanam en hún hefur komið fram með mörgum íslenskum djasstónlistarmönnum. „Ég er mjög hrifin af íslensku tónlistarlífi og finnst það ótrúlega öflugt miðað við hve fáir búa hér.“ - sbt / sjá síðu 12 Hin brasilíska Jussanam da Silva hefur þurft að þiggja ölmusu síðustu mánuði: Vonast til að fá dvalarleyfi MANNLÍF Í MIÐBORG Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hefur ákveðið að Austurstræti, frá Lækjartorgi að Pósthússtræti, verði göngugata til frambúðar. Þá verður gangandi gert hærra undir höfði annars staðar í miðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SKIPULAGSMÁL Austurstræti, frá Lækjargötu að Pósthússtræti, verður gert að göngugötu til frambúðar samkvæmt ákvörð- un umhverfis- og samgöngu- ráðs borgarinnar. Þá verður Austurstræti að Ingólfstorgi gert að göngu- götu um sumur sem og Pósthús- stræti. Lækjargata verður að hluta til sameiginleg fyrir gangandi, hjólandi og akandi og Pósthússtræti skilgreint sem gönguleið að Hörpunni. Ráðið lagði einnig til að gangandi yrði gert hærra undir höfði á Laugavegi, Skóla- vörðustíg og í Bankastræti í samráði við verslunar- og þjónustuaðila og íbúa í nánasta nágrenni. - sh Fleiri göngugötur á sumrin: Austurstræti að göngugötu árið um kring JUSSANAM DA SILVA Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en hún vonast eftir lausn sinna mála í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.