Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 8
8 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR 12. mars 23. júní 10. september 29. október 12. nóvember Á morgun – 29. janúar Leiðsögn: Leiðsögumenn frá FÍ og kennarar námsbrautar í sjúkraþjálfun. Lagt af stað frá Leirtjörn kl. 11.15. 19. mars 7. apríl 10. apríl 14. maí 28. maí 12. febrúar Með fróðleik í fararnesti – gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands taka höndum saman og standa fyrir reglulegum gönguferðum á aldarafmælisári skólans. Reynsla og þekking leiðsögumanna Ferðafélagsins og kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhuga verðum gönguferðum um höfuðborgar svæðið og nágrenni. Hver gönguferð tekur um 2 klukkustundir. Aðrar gönguferðir á afmælisárinu Sjá nánar í viðburðadagatali á www.hi.is Gengið á Úlfarsfell Þorpið í borginni – Árbæjarhverfi, vöxtur Reykjavíkur og myndun borgar Fjaran – gósenland – gengið um fjörur á Álftanesi Skólaganga – á slóðir menntunar og fræðslu í höfuðborginni Hvers virði er náttúran? Tugthúsmeistarinn, strípibúllur og fyrsti dómsalurinn Goð og garpar í fornum heimildum Plöntuskoðunarferð á Esjuna – hvað leynist undir yfirborðinu? Tjörnin, lífríki og möguleikar Jarðfræði Reykjavíkur Byggingar og hugmyndafræði Guðjóns Samúelssonar Fæðuhringurinn í miðborg Reykjavíkur – saga matar frá landnámi til okkar daga TÆKNI Íslenska sprotafyrirtækið MindGames varð í desember fyrsta fyrirtækið í heiminum til að setja á markað forrit fyrir iphone, sem nýtir hugarorku notandans. Forritið, sem er eins konar leik- ur, nefnist Tug of Mind og notast við heilabylgjur notanda sem eru beislaðar með heilabylgjutæki sem situr á höfði líkt og heyrnartól. Takmarkið með leiknum er einn- ig að ná einbeitingu og slökun. Spil- ari tekur mynd af manneskju sem veldur honum streitu, til dæmis yfirmanni. Svo setur hann upp höfuðbúnaðinn, tengir við símann og horfir á myndina sem sýnir fyrst um sinn reiðilegan svip. Haldi spilari hins vegar ró sinni, verður myndin á skjánum smátt og smátt blíðari á svip og endar brosandi. Mindgames hlaut nýverið styrki frá Tækniþróunarsjóði og iðnaðar- ráðuneytinu og var einnig tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, en sú tilnefning tengist næsta verkefni fyrirtækisins. Það er fjölspilunartölvuleikur fyrir Facebook, Gods and Mortals, sem er sá fyrsti sinnar tegundar þar sem stjórnað er með hugaraflinu einu saman. - þj Íslenskt sprotafyrirtæki í fremstu röð við gerð forrita sem nota hugarorku: Beisla hugarorku fyrir iPhone HUGARORKAN Starfsfólk Mindgames með heilabylgjutækið góða. Forrit fyrir- tækisins, Tug of War, er hið fyrsta sinnar tegundar fyrir iphone. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. Hvað heitir Egyptalands- forseti? 2. Hver hlaut íslensku mynd- skreytiverðlaunin 2010? 3. Hvað heitir ameríska útgáf- an af kvikmyndinni Reykjavík- Rotterdam? SVÖR 1. Hosni Mubarak. 2. Karl Jóhann Jóns- son myndlistarmaður. 3. Contraband. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU EVRÓPUMÁL Mörkuð hefur verið „sú stefna, að breyta ekki íslenskri stjórnsýslu, eða lögum fyrr en fyrir liggur að aðildarsamningur hafi verið samþykktur í þjóðarat- kvæðagreiðslu,“ segir í yfirlýsingu fulltrúa Íslands gagnvart ESB, sem flutt var á fjögurra daga löngum rýnifundi um landbúnaðarmál í Brussel í vikunni. Á hinn bóginn munu stjórn- völd sækja um Taiex-sérfræðiað- stoð til að kynna sér landbúnaðar- stjórnsýslu ESB-ríkja. Þannig geti íslenskir sérfræðingar greint íslenska stjórnsýslugetu og „teikn- að upp“ landbúnaðargreiðslustofn- un í takt við þær sem finnast ytra. Tekið er fram að einfaldra og hag- kvæmra lausna verði leitað, en lög- gjöf ESB geri ráð fyrir viðamikilli stjórnsýslu. Bændasamtökin hafa lengst af haldið því fram að umsóknarferli Íslands sé réttnefnt aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og gengu minnst fimm bréf milli þeirra og utanríkisráðherra um þetta á síðasta ári. Formaður Bændasamtakanna, Haraldur Bene- diktsson, segir að með þessari yfirlýsingu sé verið að „forðast að nefna hlut- ina réttu nafni“. Enginn munur sé á undirbún- ingi og aðlögun. „Menn eiga bara að segja hlutina eins og þeir eru. Stjórnvöld verða að kannast við að þau eru að undirbúa sig fyrir aðild að Evrópu- sambandinu. Þau eru að undirbúa breytingar með því að átta sig á hvað þurfi að gera. Það er aðlög- un,“ segir Haraldur. Samtökin séu ekki andsnúin aðlögun sem slíkri. „Við höfum aldrei sagt að það væri ekki gott að það væri aðlögun, ef menn bara vita hvað þeir eru að gera,“ segir hann. Sendinefnd ESB vill ekki tjá sig um þetta sem stendur og ekk- ert hefur náðst í samningamenn Íslands í vikunni. klemens@frettabladid.is Ísland hyggst ekki aðlagast Íslensku landbúnaðarkerfi verður ekki breytt fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Bændur segja undirbúning það sama og aðlögun. HARALDUR BENEDIKTSSON RÝNIFUNDI UM LANDBÚNAÐ LOKIÐ Stjórnvöld hyggjast ekki laga íslenska kerfið að kerfi ESB fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Bændur segja að enginn munur sé á undirbúningi fyrir aðild að ESB og aðlögun að ESB. MYND/ÚR SAFNI DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur ómerkt dóm héraðsdóms yfir manni sem reyndi að smygla dýru Rolex-úri, fimm silkihálsbindum, tuttugu og einum silkihálsklút og leðurhandtösku í gegnum tollinn. Verðmæti góssins nam ríflega einni milljón króna. Tollgæslan fann varninginn við leit. Hæstiréttur vísaði dómnum aftur heim í hérað, þar sem sak- borningur kvaðst hafa verið ákærður fyrir tiltekið ákvæði tollalaga en dæmdur eftir öðru ákvæði. Hefði þetta komið niður á vörn sinni fyrir dómi. - jss Hæstiréttur ómerkir dóm: Silkibindin aft- ur í héraðsdóm VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.