Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 12
12 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR B iðin tekur á taugarnar. Í desem- ber var ég orðin mjög svartsýn á að ég fengi jákvætt svar en auðvitað vona ég það besta,“ segir Jussanam Da Silva, sem hefur lifað í óvissu undanfarna mánuði um hvort draumur hennar um að búa á Íslandi áfram muni rætast. „Frestur dómsmálaráðuneytisins til að svara því hvort ég fæ dvalarleyfi rennur út á föstudag [í dag, 28. janúar] þannig að ég fæ vonandi svar þá,“ segir Jussanam, sem missti dvalar- og atvinnuleyfi sitt þegar hún skildi að borði og sæng við íslenskan eigin- mann sinn til tveggja ára. Umsókn hennar um atvinnuleyfi var synjað af Vinnumála- stofnun og sömuleiðis synjaði Útlendinga- stofnun umsókn hennar um dvalarleyfi. Báðir úrskurðir voru kærðir til ráðuneyta, sá fyrri til félagsmálaráðuneytisins og sá síðari til dómsmálaráðuneytisins, og Jussan- am leyft að vera hér á landi þar til ráðuneyt- in kveddu upp sinn dóm. „Ég og Jóhannes Eiríksson, lögfræðingurinn minn, teljum að það hafi verið ólöglegt að hafna umsókninni því að lögskilnaður var ekki genginn í gegn hjá mér og manninum mínum, og er reynd- ar ekki enn,“ segir Jussanam, sem vonar að umsókn hennar hljóti náð fyrir augum embættismanna. „Svo erum við að undirbúa umsókn um ríkisborgararétt, bæði fyrir mig og dóttur mína sem býr hér líka.“ Langaði frá Brasilíu En hvernig kom það til að brasilísk lista- kona settist að á Íslandi? „Mig langaði til að flytja til Evrópu. Það er mjög erfitt að búa í Brasilíu, mikið af vandamálum í samfélag- inu. Ég bjó í Ríó, sem er milljónaborg með mikilli fátækt. Íslenskur vinur minn benti mér á að leita fyrir mér á Íslandi og ég sló til og gerði það.“ Þetta var í ársbyrjun 2008 en um haust sama ár höfðu ástir tekist með Jussanam og vininum og þau gengu í hjónaband. Í sinni fyrstu heimsókn komst Jussanam að því að vinnu var að hafa á íslenskum frístunda- heimilum, en hún hafði starfs- reynslu af skapandi starfi með börnum og langaði að vinna við það hér á landi. „Ég hef skrifað fyrir börn og vann verkefni með börnum í skólum í Ríó,“ segir Jussanam, sem hefur yndi af því að vinna með börnum. „Ég var komin með tvö atvinnutilboð þegar ég fór aftur til Brasilíu og þegar ég svo flutti til Íslands hóf ég störf á Hlíðaskjóli, frístunda- heimili Hlíðaskóla. Þar vann ég ýmiss konar skapandi verkefni með börnum og það gekk mjög vel,“ segir Jussanam, sem auk vinnunnar þar varð strax áber- andi í íslensku tónlistarlífi. Frábært tónlistarlíf „Þegar ég kom til Íslands fyrst hitti ég Tómas R. Einarsson og við ákváðum að spila saman. Hann er minn tónlistarlegi guð- faðir hér á landi,“ segir Juss- anam, sem hefur spilað með mörgum íslenskum djasstón- listarmönnum. „Bossanova, brasilíski djassinn, er mín tón- list,“ segir Jussanam, sem hefur sungið víða á Íslandi. „Árið 2009 tók ég þátt í öllum stóru menningarhátíð- unum hér á landi. Ég hef starfað með svo mörgum frábærum tónlistarmönnum hér, Tómasi auðvitað en líka Hauki Gröndal, Ásgeiri Ásgeirssyni og Agnari Má Magnús- syni svo einhverjir séu nefndir. Ég er mjög hrifin af íslensku tónlistarlífi og finnst það ótrúlega öflugt miðað við hve fáir búa hér,“ segir Jussanam, sem næstu laugardaga mun kom reglulega fram á Café Haítí með hljómsveitinni Afró-Kúba. Jussanam er lífleg og glaðleg þegar hún segir sögur af íslensk- um vinum og félögum, en á þess- um þremur árum sem liðin eru síðan hún kom hingað fyrst hefur hún aðlagast íslensku samfélagi vel. Tvítug dóttir hennar fluttist til hennar í desember 2009 og er að ljúka stúdentsprófi við Fjöl- brautaskólann í Ármúla. „Hún vill alls ekki fara aftur til Bras- ilíu, finnst svo gott að vera hér og á marga vini. Sama segi ég; samstarfsfólk mitt í Hlíðaskjóli er til dæmis mjög góðir vinir mínir og við hittumst síðast í gær,“ segir Jussanam, sem fékk mikinn stuðning frá starfsfólki ÍTR, sem rekur frístundaheim- ilin, þegar umsókn hennar um atvinnuleyfi var hafnað. „Ég fékk bestu meðmæli og átti von á fast- ráðningu. Vinnumálastofnun vís- aði bara í atvinnuleysistölur, 7,5 prósenta atvinnuleysi, en það eru bara tölur á blaði. Í sömu viku og ég þurfti að hætta þurfti að aug- lýsa eftir fólki til starfa á mörgum frístundaheimilum.“ Gaman að vinna með börnum Jussanam hlakkar til að byrja aftur að starfa í Hlíðaskjóli, fái hún jákvæð svör um atvinnuleyfi. „Það er svo gaman að vinna með börnum. Vonandi bíður starfið mín,“ segir Jussanam og eftirgrennslan Frétta- blaðsins leiðir í ljós að svo er. „Mér líkar ótrúlega vel á Íslandi við fólk- ið og samfélagið, það hefur allt gengið svo vel fyrir utan samskiptin við Útlendinga- stofnun og Vinnumálastofnun,“ segir Juss- anam og hlær. Alvörusvipur færist þó yfir þegar talið berst að síðustu mánuðum. „Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð, unnið fyrir mér síðan ég var átján ára, en ég hef ekki mátt vinna síðan í haust. Ég hef því haft úr litlu að moða og þurft að lifa á framlögum, ölmusu frá fólki. Það er niðurdrepandi and- lega. Ég er fullfrísk manneskja sem langar að vinna og gæti verið með vinnu. Það er erfitt að vera í þessari stöðu.“ FÖSTUDAGSVIÐTALIÐföstudagu r Jussanam da Silva tónlistarkona Niðurdrepandi að lifa á ölmusu Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Jussanam Da Silva. Í marga mánuði hefur hún beðið eftir því að fá svar um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og hefur því þurft að framfleyta sér með aðstoð velgjörðarmanna. Hún sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá lífinu á Íslandi, draumavinnunni á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og tónlistaráhuganum. Ásgerður Bergsdóttir var yfirmaður Jussanam í Hlíðaskjóli. Hún segir Jussanam strax hafa náð til barnanna á frístundaheimilinu, þrátt fyrir að tala ekki íslensku. „Hún hefur sett upp jólaleik- rit og sumarleikrit með börnunum og þetta skarð hefur ekki verið fyllt,“ segir Ásgerður og bætir við að ekki sé hlaupið að því að ráða hæft fólk til framtíðarstarfa á frístundaheim- ilinum, þó að það gangi betur nú en fyrir kreppu. „Við réðum manneskju til tímabund- innar afleysingar fyrir Jussanam,“ segir Ásgerð- ur, sem reyndar er í fæðingarorlofi en hefur fylgst vel með framvindu mála Jussanam. Bíða eftir Jussanam Ásthildur Kjartansdóttir kvikmyndagerðar- kona las um mál Jussanam í fréttum í haust og fékk áhuga á að vita meira. „Ég hringdi í hana og ræddi málin og úr varð að ég ákvað að gera heimildarmynd um hana, líf hennar hér og málareksturinn í kringum umsókn hennar um atvinnu- og dvalarleyfi. Ég hef fengið að fylgja henni eftir og svo hef ég líka tekið viðtöl við fólk sem hún þekkir til að taka alla fleti á lífi hennar,“ segir Ásthildur, sem á að baki nokkrar heimildarmyndir, meðal annars um listakonuna Rósku og Ernu Ómarsdóttur dansara. Gerir heimildarmynd um Jussanam JUSSANAM OG TÓMAS R. EINARSSON Verið var að mynda Jussanam og Tómas R. Einarsson fyrir heim- ildarmynd um Jussanam í vikunni. Jussanam er Tómasi mjög þakklát fyrir að hafa kynnt hana fyrir íslensku tónlistarlífi þegar hún kom hingað fyrst. JUSSANAM DA SILVA Bíður eftir svörum um framtíð sína á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég hef því haft úr litlu að moða og þurft að lifa á framlögum, ölmusu frá fólki. Það er niðurdrep- andi and- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.