Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 16
16 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Þegar sonur minn var að hefja grunn-skólagöngu hélt skólastjórinn í skól- anum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hve margir karlkennarar störfuðu við skól- ann. Skólastjórinn var hálfvand- ræðaleg þegar hún svaraði „enginn“. Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarf- inu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum „það dýrmætasta sem við eigum“ þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjara- bótum að karlmönnum fjölgar í faginu. Spáið aðeins í það. Léttur jafn réttur Öðlingurinn Haraldur F. Gíslason leikskólakennari Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Bragðgott tyggjó með 100% náttúrulega sætuefninu Xylitol sem stuðlar að betri tannheilsu Spry TYGGJÓ 100% Xylitol Fyrir alla sem vilja forðast sykur í matvælum! Xylitol er ekki aðeins bragðgott sætuefni heldur stuðlar það hreinlega að betri tannheilsu! Heilbrigðissamtök víða um heim mæla eindregið með Xylitoli sem sætuefni í tyggigúmmí. Brosum og verum hraust! Fæst í heilsubúðum & apótekum Allt að Gróa Jóhannesdóttir, læknir á Akureyri, er ekki hress með ríkis- stjórnina. Í erindi á Læknadögum sagði hún, samkvæmt mbl.is, að breytingastjórnun, mannauðsstjórn- un og forystustjórnun hefðu brugðist hjá ríkisstjórnininni, gegnsæi við ákvarðanatökur væri ekki nægjanlegt og skortur væri á faglegum vinnu- brögðum í stjórnkerfinu. Að hennar mati þarf miklu betri stefnumótun og framtíðarsýn enda einkennir stefnuleysi aðkomu stjórnvalda að heilbrigðismálum. Meðalstjórnar- andstöðuþingmaður hefði ekki orðað þetta betur. Óhjákvæmilegt Eins og stórfyrirtæki sæmir lætur Eimskipafélagið sig velferð starfs- fólks síns varða. Sagt var í fréttum frá uppsögnum þriggja þerna á Herjólfi. Þeim var gert að vinna meira fyrir óbreytt kaup en vildu ekki una því og voru því reknar. Í yfirlýsingu segir Eimskip að óhjákvæmilegt hafi verið að segja þeim upp. Gangi ykkur vel Eimskip tekur líka fram að þeim hafi verið sagt upp með kjarasamn- ingsbundnum fyrirvara. Félagið hafi enda ávallt lagt sig fram um að virða ákvæði kjarasamninga. Að því sögðu kveðst Eimskip ekki munu ræða frekar um störf einstakra starfsmanna og óskar þernunum þremur vel- farnaðar í framtíðinni. Þær ganga eflaust frá borði fullar þakk- lætis fyrir þær góðu óskir. bjorn@frettabladid.isÞ að eru út af fyrir sig engin ný tíðindi að ófremdarástand sé í fangelsismálum á Íslandi. Undanfarið hefur hins vegar keyrt um þverbak, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá í vikunni. 165 afplánunarfangar eru vistaðir í 150 plássum í fang- elsum landsins. Tvímennt er í afplánunarklefum. Gæsluvarðhalds- föngum fer fjölgandi og stundum er ekki pláss fyrir þá í fangels- unum, heldur þarf að geyma þá á lögreglustöðvum. Það gerist oft í viku að fresta þarf afplánun manna sem hafa verið boðaðir með löngum fyrirvara til að sitja af sér refsingu. Dæmi eru um að menn hafi mætt til afplánunar en verið vísað frá. Yfir 300 manns eru á boðunarlista Fangelsis- málastofnunar; hafa fengið dóm en ekki tækifæri til að sitja hann af sér. Sumir fangar sitja af sér dóma í ólöglegu og heilsuspill- andi húsnæði, sem alþjóðlegar eftirlitsnefndir með ómannúðlegri meðferð á föngum hafa dæmt óhæft og er á undanþágu frá Heil- brigðiseftirlitinu. Vegna þess að ekkert gæzluvarðhaldsfangelsi er í Reykjavík, þarf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aka með gæzluvarðhaldsfanga 120 kílómetra leið frá Eyrarbakka og aftur til baka til að færa þá til yfirheyrslu. Í meira en hálfa öld, eða frá 1960, hefur nýtt fangelsi í Reykjavík verið á teikniborðinu. Teikningarnar eru reyndar orðnar allmargar, því að hringlandinn í málinu hefur verið með ólíkindum. Nú hillir loksins undir að nýtt fangelsi verði byggt; innanríkisráðherrann hefur boðað að framkvæmdir við fangelsi á Hólmsheiði hefjist á þessu ári. Á þessari hálfu öld hafa risið alls konar byggingar á vegum ríkisins, sem hafa mun minna með grundvallarhlutverk þess að gera þótt margar séu þær miklu stærri, íburðarmeiri og dýrari en nýtt fangelsi. Það hlutverk ríkisins sem menn deila sízt um er að halda uppi lögum og reglu, tryggja öryggi borgaranna og að þeir sem ógna því séu teknir úr umferð og fái makleg málagjöld. Ástandið í fangelsismálum hefur brotið gegn rétti fórnarlamba afbrota og réttarvitund almennings, með því að menn sem hafa hlotið fangelsisdóm hafa gengið lausir misserum og jafnvel árum saman áður en þeir hafa loksins verið boðaðir í afplánun. Um leið er ástandið brot á mannréttindum þeirra sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Í sumum tilfellum er aðbúnaður þeirra ekki boð- legur og það er sömuleiðis mannréttindabrot þegar mönnum, sem hafa jafnvel verið komnir á beinu brautina eftir að hafa snúið baki við glæpum, búnir að stofna fjölskyldu og fá vinnu, er löngu eftir að dómur gekk kippt inn í afplánun. Bygging nýs fangelsis er því bæði réttlætis- og mannréttindamál. Þegar umfang vandans er haft í huga (300 manna boðunarlisti) og að plássin 28 í Hegningarhúsinu og í Kópavogi verða aflögð um leið og 56 pláss á Hólmsheiði komast í gagnið, blasir í raun við að ekki er nóg að gert. Í réttarríki þurfa fangelsismálin að vera í lagi. Bygging fangelsis er réttlætis- og mannréttindamál. Hálfrar aldar vandræðagangur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.