Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 18
18 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR Eitt mikilvægasta verkefni stjórn-málanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá eink- um hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta árs- fjórðungi 2010 samkvæmt mæling- um Hagstofu Íslands. Tölur Vinnu- málastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því eng- inn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu fram- haldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 ein- staklingar eða tæp 40% atvinnu- leitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skil- greina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsókn- ir sýna að ungt fólk er sérstak- lega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleit- enda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstakl- inga sem í hlut eiga, sú leið er lík- legust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðar- ins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikil- vægt er að skapa margvísleg tæki- færi, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri fram- haldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verkleg- um greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örust- um vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tækni- menntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skort- ur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Sam- taka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könn- uninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskóla- fólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með mark- vissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hug- verkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinn- ar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn. Menntun gegn atvinnuleysi Atvinnusköpun Skúli Helgason formaður menntamálanefndar Alþingis Hátt hlutfall ungra atvinnu- leitenda með litla form- lega menntun er því samfélags vandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Samkvæmt íslensku stjórnar-skránni er bara ein leið til að gera á henni breytingar. Hún er sú að Alþingi samþykki slíkar breyt- ingar tvisvar, með þingkosningum á milli. Í kjölfar búsáhaldabylting- arinnar var gerð tillaga á Alþingi um breytingu á stjórnarskrá sem átti að tryggja aðkomu þjóðkjörins stjórnlagaþings að samningu nýrr- ar stjórnarskrár. Vegna málþófs í þinginu náðist ekki að samþykkja hana. Afleiðing þess að við búum við óbreytt ákvæði um breytingar á stjórnarskrá er að Alþingi hefur bæði rétt og skyldu til að fjalla efnislega um slíkar breytingar. Það getur valið um ólíkar leiðir til að undirbúa breytingar á stjórnar- skrá, en það getur ekki afsalað sér þeirri ábyrgð sem stjórnarskráin leggur því á herðar. Ýmsar leið- ir hafa verið farnar til að undir- búa stjórnarskrárbreytingar, þar á meðal skipun stjórnarskrárnefnda. Þótt breytingar hafi verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina hefur þessi leið ekki náð að skila þeirri heildarendurskoðun sem samstaða var um að gera í fram- haldi af setningu stjórnarskrár- innar 1944. Með lögum um stjórnlagaþing ákvað Alþingi að leita álits þjóðar- innar um skipun þings sem hefði það hlutverk að semja frumvarp að breyttri stjórnarskrá. Með því var ný og athyglisverð leið farin við samningu á stjórnarskrá, þótt ýmislegt hefði mátt betur fara við undirbúning málsins. Eftir sem áður liggur hin formlega og efn- islega ábyrgð á samþykkt nýrrar stjórnarskrár alfarið hjá Alþingi. Það 85,1% kjósenda sem kaus til Alþingis í apríl 2009 var öðrum þræði að kjósa fulltrúa sem bæru ábyrgð á því hlutverki. Nú hefur komið í ljós að fram- kvæmd kosningarinnar til stjórn- lagaþings var ekki í samræmi við lög og kosningin því, samkvæmt dómi Hæstaréttar, ógild. Við þær aðstæður þarf Alþingi að huga að því hvort það vill endurtaka kosn- inguna eða fara aðrar leiðir við að leita sér ráðgjafar við samningu stjórnarskrárfrumvarps. Á það hefur verið bent að þótt aðfinnsl- ur Hæstaréttar við framkvæmd kosningarinnar séu vissulega alvarlegar bendi ekkert til þess að slök framkvæmd hafi haft áhrif á niðurstöðurnar. Ein af þeim leiðum sem Alþingi getur farið til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin er að skipa sjálft nýtt stjórnlaga- þing. Verkefni þess og formleg staða þyrftu ekki að vera í neinu frábrugðin þeim sem stefnt var að með fyrri lögum um stjórn- lagaþing. Meti Alþingi það svo að ólíklegt sé að misbrestir í framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings hafi haft áhrif á niðurstöðurnar er því að sjálf- sögðu frjálst að fara fram á það við þá einstaklinga sem þar fengu stærsta atkvæðahluti að þeir taki sæti á nýju stjórnlagaþingi. Stjórnlagaþing í boði Alþingis Stjórnlagaþing Gunnar Helgi Kristinsson prófessor AFSLÁTTUR af Ambra 20 den og Ambra 40 den um helgina. BORGAR FYRIR 1 EN FÆRÐ 3 fyrir3 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.