Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 20
„Besta leiðin til að byrja að ganga er að fara í rólega og auðvelda göngu, og bæta síðan smám saman við sig. Ánægjuleg gönguferð kall- ar oft á meiri hreyfingu því iðu- lega grípur fólk ferðabaktería, það vill sjá meira og kynnast landi sínu betur, en auk þess er félagsskap- urinn góður og heilsubótin líka,“ segir Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Á morgun blæs hann til fyrstu Háskólagöngunnar, sem farin verður í fylgd kennara í sjúkra- þjálfun á Úlfarsfell. Lagt verður af stað frá Leirtjörn klukkan 11.15. Gengið verður á Stórahnúk og þaðan fram á vesturbrún fjallsins þar sem er góður útsýnisstaður. „Allar göngurnar eru ókeypis og allir velkomnir að slást í för. Hver ferð er um tveggja tíma löng og á hvers manns færi, í mesta lagi einn skór á kvarðanum þar sem fjórir skór miðast við erfiðar jöklagöng- ur,“ segir Páll, sem fagnar mjög samstarfi HÍ og FÍ. „Ferðafélagið hefur lengi haft gott samstarf við Háskólann og margir fararstjórar félagsins komið úr röðum kennara þar, en í ferðunum verða einnig fararstjór- ar Ferðafélagsins til að halda utan um hópinn og gæta öryggis fremst- ir og aftastir eins og reglur kveða á um,“ segir Páll, en alls verða Háskólagöngurnar tólf um höfuð- borgarsvæðið og næsta nágrenni. „Í ferðunum er viðfangsefnið fjölbreytt og tengist sögu, menn- ingu og jarðfræði, eða lífeðlis- fræði eins og á morgun þegar farið verður yfir áhrif útiveru og gönguferða á heilsufarið. Mark- mið verkefnisins er síðan að færa almenningi afmælisgjöf sem felst í fræðslu og hollri útivist, um leið og áhugi er vakinn á fjölbreyttri starfsemi skólans og Ferðafélags Íslands,“ segir Páll, sem reiknar með mikilli þátttöku. Sjá nánar um Háskólagöngurnar á heimasíðu Ferðafélagsins, fi.is. thordis@frettabladid.is Ferðabakterían vakin Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands taka skólinn og Ferðafélag Íslands höndum saman og standa fyrir reglulegum gönguferðum á afmælisárinu. Fyrsta gangan verður farin í fyrramálið upp á Úlfarsfell. Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, sem út árið ætlar að ganga tólf léttar göngur með almenningi um forvitnilegar slóðir Reykjavíkur og nágrennis í samfylgd víðlesinna leiðsögumanna úr röðum fræðimanna Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fuglavernd hvetur almenning til að telja fugla í garðinum hjá sér, eða einhverjum garði, í einn klukkutíma um helgina. Allar nánari upplýs- ingar veittar á skrifstofu félagsins eða á Garðfuglavefnum. Slóðina má finna á www.fuglavernd.is en þar skal líka skrá niðurstöður. Lagersala Lín Design Malarhöfða 8 LAGERSALA 40-80% afsláttur Sængurfatnaður Barnavörur Handklæði Borðdúkar Rúmteppi Löberar Púðar & fleira Aðeins þessa einu helgi! www.lindesign .is ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Ferming 2011 vera ● Laugavegi 49 Sími 552 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.