Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 22
augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 HVERSDAGSLEG Leikkonan Jess- ica Alba lenti í Parísar í byrjun vik- unnar til að vera viðstödd tískuvikuna þar í borg. NORDICPHOTOS/GETTY S ænski fatahönnuð- urinn Carin Rode- bjer var valin hönn- uður ársins af sænska Elle nú í janúar. Þetta er í þriðja sinn sem Rod- ebjer er kosin hönn- uður ársins af Elle en hún hlaut þann titil fyrst árið 2002 og aftur árið 2005. Rodebjer hóf að hanna undir eigin nafni árið 1999 þegar hún stundaði enn nám í New York. Hún flutti aftur til heima- landsins að námi loknu og hélt áfram að þróa fatalínu sína. Hönn- un hennar þykir mjög skandinavísk, einföld, klassísk og hrein. - sm Hversdags- legt Hönnun Rodebjer er einföld en skemmtileg, hún notar meðal annars mynst- ur til að hressa upp á flíkurnar. Sumarlegt Fallegur jakki við hvítar stuttbuxur og bol. Ein- staklega sumarlegt og fallegt. Blátt sem hafið Fal- legur og látlaus sumar- kjóll frá Rodebjer. Full- kominn fyrir sunnu- dagsgöngutúrinn í sólinni í sumar. MYNDIR/CARIN RODEBJER SÆNSKA ELLE VELUR HÖNNUÐ ÁRSINS: Rodebjer var best B rynhildur Þórðardóttir hannar flíkur undir heitinu Lúka Art & Design. Hún er mennt- uð í textíl– og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og stofnaði merkið ásamt tvíbura- systur sinni árið 2009. Hún er nú ein með fyrirtæk- ið þar sem systir hennar neyddist til að draga sig út úr því vegna anna. Brynhildur segir reksturinn ganga ágætlega en viðurkennir að hún eigi enn eftir að finna rétta takt- inn eftir brotthvarf Gunnhildar systur sinnar. „Það er vissulega erfiðara að standa í þessu einn og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir hún og bætir við: „Eiginmaður minn, Rúnar Leifsson, mun þó koma inn í reksturinn innan skamms og aðstoða mig með viðskiptahliðina þannig þetta heldur áfram að vera fjölskyldufyrirtæki,“ segir hún og hlær. Vörulína Lúka er fjölbreytt og inniheldur meðal annars skartgripalínu, ullarjakka, peysur og skikkj- ur svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Brynhildar hafa við- tökur manna verið góðar og fást vörurnar nú í fimm verslunum hér á landi. Brynhildi hafði boðist að taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem fer fram í næstu viku en vegna skorts á fé gat hún ekki þegið boðið. „Ég var að sjálf- sögðu mjög svekkt en það kostar sitt að fara á sýn- ingu sem þessa. Ferðakostnaður, pressuefni, hótel, flug og uppihald kostar allt sitt og þetta er mikill peningur sem maður hristir ekki fram úr erminni,“ útskýrir Brynhildur sem er þó bjartsýn á framtíð- ina. „Ég held að árið verði gott og ég er sérstaklega spennt fyrir því að framleiða mína fyrstu vor- og sumarlínu en hingað til höfum við aðeins gert eina línu á ári,“ segir hún að lokum glaðlega. Hönnun Lúka má skoða á heimasíðu merkisins www.luka- artdesign.is. - sm BRYNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR HANNAR UNDIR HEITINU LÚKA ART & DESIGN: GAT EKKI ÞEGIÐ BOÐ Á TÍSKUVIKU Finnur taktinn Brynhildur Þórðardóttir hannar undir nafninu Lúka Art & Design. Hún er að finna rétta taktinn eftir brotthvarf systur sinnar úr fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BURT MEÐ ÞURRKINN Í kuldanum í vetur á húðin það til að verða þurr og líflaus. Andlitsskrúbb og rakakrem frá L‘Occitane sem inniheldur shea-butter mýkir húðina og gerir hana fallega þrátt fyrir kuldabolann. hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur BOLIR/TOPPAR 990,- HETTUPEYSUR 1.990,- GALLABUXUR 3.500,- JAKKAR 4.195,- LEGGINGS 1.195,- TÖSKUR – KJÓLAR – PEYSUR – HÚFUR – SKART – SILLY BANDZ 100,- PK., OFL. OFL. 50% afsláttur SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16 - sími 553 7300 Opið mán-fös 14–19. Laugd. 12–17 ALLT Á AÐ SELJAST SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.