Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 24
4 föstudagur 28. janúar Skartgripahönnuðurinn Jóhanna Metúsal- emsdóttir hefur hálfa ævina búið í ys og þys New York borgar. Hún heimsækir þó reglulega heimahagana og passar að sletta ekki þegar hún talar íslensku. Viðtal: Sara McMahon Ljósmynd: Stefán Karlsson J óhanna er uppalin í Reykjavík en flutti átján ára gömul til Banda- ríkjanna þar sem hún starfaði fyrst um sinn sem au pair. „Einfaldasta leiðin út var að gerast au pair. Þannig gat ég sannfært foreldra mína um að leyfa mér að flytja til Bandaríkj- anna,“ segir Jóhanna kímin. „Ég gerðist au pair hjá fjölskyldu í New Haven í Connecticut og fannst það alveg sjúklega leiðinlegt. Ég fór eins oft og ég gat að heimsækja systur mína sem þá bjó á Manhattan og eyddi þar öllum vikulaununum,“ segir hún og hlær. Jóhanna segist ekki hafa tollað lengi sem au pair og flutti þess í stað til New York og dvaldi þar í tvö ár áður en hún fór aftur heim til Ís- lands. Útþráin sagði þó fljótt til sín og nokkrum mánuðum síðar var Jóhanna aftur flutt til New York og vann bæði sem sölumaður á flóa- mörkuðum og á hinum ýmsu mat- sölustöðum til að byrja með. Síðar fór hún að vinna sem stílisti og starfaði sem slíkur í nokkur ár. Aðspurð segist Jóhanna hafa verið fljót að aðlagast hinu nýja lífi í New York enda sé borgin nokk- urs konar alþjóðlegur hrærigraut- ur. Hún kynntist fyrri manni sínum þegar hún var tvítug og nokkrum árum síðar eignaðist hún sitt fyrsta barn, Indíu. „Um leið og Indía kom í heiminn var einhvern veginn aldrei í boði að flytja frá Bandaríkjunum, fannst mér. Hún er fæddur og upp- alinn New York-búi og eftir að við hjónin skildum gat ég ekki hugsað mér að taka hana frá pabba sínum,“ útskýrir Jóhanna. KRÍA Jóhanna hefur hannað skartgripi undir heitinu Kría frá árinu 2008 og hefur hönnun hennar vakið þó nokkra athygli enda ólík öllu öðru. Upphafið að línunni segir Jóhanna mega rekja til þess er hún var í sumarfríi á Íslandi, þá ólétt af yngri dóttur sinni, og fann bein af kríu á göngu sinni. Hún heillaðist af formi beinanna og ákvað að hirða þau. „Ég sauð beinin og flutti þau svo með mér til Bandaríkjanna. Mað- urinn minn var ekki hrifinn af hug- myndinni því hann var hræddur um að við gætum annaðhvort smit- ast af fuglaflensu eða verið hand- tekin,“ segir hún og hlær. Þegar heim var komið settist Jóhanna niður, skoðaði beinin og hugmyndin að Kríu-skartinu fædd- ist. Skartgripahönnun var henni ekki alveg ókunnug því hún hafði á sínum yngri árum stundað nám í skartgripahönnun við Fashion Institute of Technology í New York og vann einnig sem lærlingur hjá skartgripahönnuðinum Me and Ro. Jóhanna segist hafa byrjað á því að hengja skartið á allar vinkon- ur sínar sem hafa verið dugleg- ar að koma því á framfæri í gegn- um vinnu sína, en margar þeirra starfa með einhverjum hætti innan tískuheimsins. Skartið hefur fengið mjög góðar viðtökur og þá sérstaklega hér heima og viður- kennir Jóhanna að það efli sjálfs- traustið. „Kreppan er í raun bæði besti og versti tíminn fyrir mig til að standa í þessu. Það slæma er að verslunarfólk er hræddara við að kaupa eitthvað nýtt inn sem það er ekki viss um að eigi eftir að selj- ast. En það góða er að ég get farið hægt af stað sem hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikill áhættufíkill og þú sæir mig til dæmis aldrei í Las Vegas að veðja peningum,“ segir hún brosandi. ÍSLENSKT FJÖLSKYLDULÍF Jóhanna kynntist núverandi eigin- manni sínum, bandaríska listamn- ninum Paul Weil, í gegnum vinkonu sína, stílistann Hrafnhildi Hólm- geirsdóttur, og hefur parið verið saman í ein níu ár. „Hann hefur verið duglegur að hjálpa mér með allt í kringum Kríu og sá meðal annars um útlit heimasíðu minnar. Það er mikill stuðningur í honum og hann er alltaf með manni í liði sem er alveg ómetanlegt. Honum verður sko ekki skilað,“ segir Jóhanna brosandi. Líkt og áður hefur komið fram á Jóhanna tvær dætur, þær Indíu og Lolu. Aðspurð segir Jóhanna ekki erfitt að ala börn upp í New York enda þekki hún ekkert annað. „Ég hef aldrei prófað að ala börn upp annars staðar. Ég veit að það er að mörgu leyti auðveldara að ala börn upp hér á Íslandi og ég öfunda það stundum, en ég bý í mjög barnvænu hverfi í Brooklyn og líður vel þar,“ segir hún og bætir við: „Brooklyn er mjög stór og þar er að finna falleg hverfi, hættuleg hverfi, ljót hverfi og allt þar á milli. Hverfið sem við búum í er mjög gott, en ég man að þegar ég gekk með eldri dóttur mína og sagði fólki að ég byggi í Brooklyn þá ráku margir upp stór augu og höfðu miklar áhyggjur af mér.“ Jóhanna á stóran vinahóp í borg- inni og eru margar vinkonur henn- ar íslenskar. Hún segir hópinn samheldinn og viðurkennir að það sé gott að eiga einhvern að sem hægt sé að tala íslensku við. „Við fórum nokkrar saman með börn- in á íslenskt jólaball núna fyrir jól og það var alveg rosalega gaman! Við klæddum okkur í okkar fínasta púss, dönsuðum í kringum jóla- tré og hittum íslenska jólasveina,“ segir hún og hlær. Jóhanna segist passa vel upp á að dætur sínar læri íslensku en viðurkennir að það geti verið erfitt að halda tungumálinu við þegar EKKI MIKILLÁHÆTTUFÍ Jóhanna Metúsalemsdóttir hannar skart undir heitinu Kría. Skartið þykir með eindæmum fallegt og hefur slegið í gegn hjá íslenskum konum. ✽ m yn da al bú m ið Þarna er ég með dóttur minni Indíu í dýragarð- inum í Bronx. Ég er um tuttugu og fimm ára gömul og hún er tveggja ára. Þarna er ég þrettán eða fjórtán ára gömul. Og já, með mullet. Hér er ég uppi í sveit hjá ömmu og afa á Helga- vatni um fjögurra ára aldurinn. Hér er ég um það bil fjögurra ára gömul á Þingvöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.