Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 28
4 • TÓNLIST ALDREI! Gríðarleg stemning skapast á Aldrei fór ég suður-hátíðinni á hverju ári eins og þessar myndir sýna.Framhald af síðu 2 sinni, enda er hann ekki einvaldur. „Maður breytir ekki því sem virkar,“ segir hann. „En við þróum hátíðina alltaf, að einhverju leyti. En það eru engar drastískar breytingar fram undan. Nema að við ætlum að virkja samfélagið á Ísafirði meira með okkur. Við ætlum að halda borgarafund og erum með alls konar hugmyndir sem við ætlum að kynna fyrir bæjarbúum.“ Ertu tilbúinn að upplýsa hvaða hljómsveitir koma fram í ár? „Nei, uppröðunarnefndin hefur ekki skilað af sér. Ég verð að leyfa þeim að klára það. En þetta er eins og venjulega, mun fleiri vilja vera með en komast að. Við eigum við það lúxusvandamál að stríða. Hljómsveitirnar eru tilbúnar að koma og gefa vinnuna sína. Kannski allt í lagi að taka fram, að það eru allir að gefa vinnuna sína.“ FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI AFÞREYING Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. WHITE LIES RITUAL Dánlódaðu: Strangers og Turn the Bells. Ritual er önnur plata hljómsveitarinnar White Lies. Fyrsta platan, To Lose My Life … kom út árið 2009 og naut tals- verða vinsælda í Bretlandi. Hljómsveitin blandar leikvangarokki U2 og Coldplay saman við drunga níunda áratugarins með nokkuð misjöfnum árangri, en fyrsta platan var fín. Ekkert meira en það. Eins og smáskífulagið Bigger than Us gefur til kynna býður White Lies upp á meira af því sama á Ritual. Hljómsveitin var augljóslega með fagmenn með sér í hljóðverinu því platan hljómar vel. Hún er öflug, notkun hljóðgervla er skemmti- leg – hvort sem þeir eru notaðir til að framkvæma aukahljóð eða bassa. En það er ekki nóg að vera með tæknina með sér í liði til að gera góða plötu og lagasmíð- arnar draga Ritual niður. Þó eru nokkur góð lög á plötunni. Það besta er vafalaust Strangers, sem blandar saman hreinræktuðu 80s-poppi og nú- tímarokki á snilldarlegan hátt. Æðislegt lag. Smáskífan Bigger than Us er líka flott og Turn the Bells hefði alveg eins getað komið út fyrir tuttugu árum. Þið þurfið bara að hlusta á byrjun lagsins til að trúa mér. Platan er að öðru leyti ekki nógu góð og hljómar hreinlega eins og hún sé framleidd í verksmiðju. Þá eru textarnir oftar en ekki tilgerðarlega drungalegir eins og texti lagsins Streetlights sannar: „Hold tight for heartbreak – buckle up for loneliness“. Þessi lína framkallaði meiri kjánahroll en allir þættirnir af Íslenska bachelornum til samans. Ritual er plata sem hægt er að hlusta á, jafnvel njóta í smá stund, en meðal- mennskan er hreinlega of áberandi. Þegar tæknileg atriði eru betri en sköpunin er eitthvað mikið að. - afb HELGISIÐIR WHITE LIES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.