Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 48
 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Kári Friðriksson tenór, lagahöfundur og kórstjóri er fimmtugur í dag. Kári ólst upp á Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann segir ekki hafa blundað í sér að gerast bóndi norður í sveitum, hann hafi sungið frá því hann var krakki en þó endað í söngnámi í Reykjavík fyrir slysni. „Ég byrjaði að læra að syngja sem barn en hætti því. Þegar ég var 19 ára datt ég af hestbaki og varð hálf aðgerðarlaus. Þá fór ég að sækja aftur söngtíma á Húsavík og stóð mig nokkuð vel. Kennarinn, Hólmfríður Benediktsdóttir, hvatti mig áfram og við sendum kasettu suður í Söngskólann. Ég var þar í þrjú ár og svo áfram í söng- og kennaranámi.“ Kári býr í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Helgu Björk Sigurðardóttur sem rekur hárgreiðslustofuna Heru í Kópavogi, og þremur börnum, Heiðrúnu 23 ára, Kára Snæ 7 ára og Maríusi Baldri 5 ára. Kári hefur fengist við kórstjórn í fjölda ára og kenndi einnig tónmennt í yfir tuttugu ár. Hann segist því miður hafa þurft að hætta tónmenntakennslunni þegar kreppan skall á. „Nú hefur mikið verið skorið niður í skólum og víða er lítil eða engin kennsla í tónmennt lengur. Tónmenntakennsla er lögbundið fag og illt að heyra af því að ófagmenntað fólk fáist jafnvel við tónmenntakennslu, en svona er kreppan. Ég hef þó verið heppinn og hef verið að syngja talsvert,“ segir Kári sem stendur reglulega á sviði á veitingastaðnum Fjörukránni og skemmtir gestum. Kári fæst einnig við lagasmíðar og ljóðagerð og hnoðar saman vísum við ýmis tækifæri. Á næstu dögum er von á geisladisk frá Kára þar sem hann syngur vel valin lög. „Ég er ekki kominn með nafn á diskinn en þetta er allt að smella saman. Þarna eru ýmis lög, ítalskar aríur, létt klassík og dægurlög. Næsti diskur er þegar kominn í vinnslu hjá mér og á honum verða lög og ljóð eftir sjálfan mig, sem bæði ég mun syngja og kórar.“ Aðspurður segist Kári ekki ætla að blása til stórrar veislu þrátt fyrir tímamótin. „Ég verð nú á kóræfingu í dag en býð kannski upp á eitthvað með kaffinu.“ heida@frettabladid.is KÁRI FRIÐRIKSSON TENÓR: 50 ÁRA Fór í söngnám fyrir slysni UPPÁHALDSLÖGIN Á DISK Kári Friðriksson tónlistarmaður er með nýjan disk í smíðum sem kemur út á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 50 ARNALDUR INDRIÐASON rithöfundur er fimmtugur í dag „Sjálfur les ég aðallega ljóð mér til afþreyingar.“ Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, Áslaugar Stefánsdóttur frá Minniborg, Kringlunni 61, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Systkinin frá Minniborg. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Valgerðar Ólafíu Guðjónsdóttur frá Breiðabólsstað, Skógarströnd, Leirubakka 26, Reykjavík, sem lést umvafin ástvinum sínum á líknardeildinni í Kópavogi 26. desember. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Friðrik Eysteinsson Valgerður Oddsdóttir Sigríður Eysteinsdóttir Þorvaldur Stefánsson Sesselja Eysteinsdóttir Atli Már Ingvarsson Arnfríður Eysteinsdóttir Sigmundur H. Baldursson barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir sendum við ykkur öllum sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elínar Jónsdóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði, húsfreyju að Neðra-Hálsi í Kjós Fellsmúla 8, Reykjavík. Ágústa Oddsdóttir Sæbjörn Kristjánsson Ólöf Oddsdóttir Valborg Oddsdóttir Ólafur Oddsson Kristján Oddsson Dora Ruf Lilja Oddsdóttir Jóhann A. Kristjánsson Kristín Linda Ólafsdóttir Rae Stuart Alexander Rae barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, Björn Björnsson Holtagerði 13, Kópavogi, lést 22. janúar, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 2. febrúar kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Landspítalans s. 543 1159 eða Krabbameinsfélag Íslands. Anna G. Egilsdóttir Elísabet Björnsdóttir Eva Björnsdóttir Jóhanna María Björnsdóttir Hlynur Jónsson Jóhanna María Björnsdóttir Jón Björn Vilhjálmsson Margrét Elimarsdóttir Ásta Björnsdóttir Ólafur Björnsson Rósa Ingvarsdóttir Elísabet Gunnlaugsdóttir Egill Guðmundsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru Aðalheiðar Sigurðardóttur Skólastíg 14 a, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi fyrir frábæra umönnun. Jófríður Sveinbjörnsdóttir Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir Stefán Sveinbjörnsson 80 ára afmæli Gunnar Yngvason Breiðholti-Garðabæ, verður áttræður 31. janúar. Af því tilefni býður hann vinum og vandamönnum að gleðjast með sér í samkomuhúsinu Garðaholti á morgun, laugardaginn 29. janúar frá kl. 20. Allir velkomnir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Salvör Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. janúar sl. Útförin hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Gunnhild Olafsdóttir Finnbogi G. Kristjánsson Edda Olafsdóttir Ágúst Þórðarson Jóhanna Guðnadóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Guðrún Johnson Morristown, New Jersey, er látin. Minningarathöfn í Reykjavík verður auglýst síðar. Thor Ólafur Johnson Nikki Johnson Pétur P. Johnson Sigurborg Sigurbjarnadóttir Christian, Tor Nicholas og Margrét Halla. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts Péturs Jónssonar Árskógum 8, Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðlaugar S. Jónsdóttur Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls. Jón Sigurjónsson Kristrún Sigurðardóttir Svala Sigurjónsdóttir Lárus Örn Óskarsson Björn Ágúst Sigurjónsson Vilborg Anna Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Óli G. Jóhannsson listmálari, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 31. janúar kl. 13.30. Lilja Sigurðardóttir Örn Ólason Christina E. Nielsen Sigurður Ólason Áshildur Hlín Valtýsdóttir Hjördís Óladóttir Björn L. Þórisson Hrefna Óladóttir Sverrir Gestsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.