Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 52
24 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR24 . j r menning@frettabladid.is Tónlist ★★★★ Meistari Kristinn Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson fluttu tónlist úr ýmsum áttum Magnaður Mozart Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson fluttu tónlist úr ýmsum áttum. Kristinn Sigmundsson er magnaður söngvari. Hann var samt á lágu nótunum lengst framan af á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var. Þar kom hann fram ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Fyrst á dagskrá voru lög eftir Beethoven við ljóð eftir Pietro Metastasio. Það voru fremur innhverfar tónsmíðar sem þeir félagar túlkuðu fallega en voru kannski dálítið hikandi. Þeir voru greinilega ekki komnir almennilega í gang svo snemma á tónleikunum. Ákefðin var ekki miklu meiri í lögunum sem á eftir komu, enda róleg og afslöppuð og eftir sjálfan píanóleikarann. Þau komu út í nótnabók fyrir skemmstu. Lögin voru athyglisverð, enda þekkti maður fæst þeirra. Laglínurnar voru ekkert sérstaklega grípandi við fyrstu áheyrn, en samt var margt fallegt sem bar fyrir eyru. Píanóleikurinn var að minnsta kosti litríkur, inntak ljóðanna, sem voru eftir mismunandi skáld, end- urspeglaðist í píanóinu. Greina mátti fuglasöng, jafnvel sólskin, ský og önnur náttúrufyrirbæri. Tónmálið var fremur hefðbundið, rómantískt og þægileg áheyrnar. Ég spái því að mörg laganna eigi eftir að heyrast oft í framtíðinni. Kristinn kynnti það sem hann söng, en þó ekki sjö lög eftir John A. Speight, við ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Það var synd, ég hugsa að margir hefðu viljað vita meira um lögin, um tilurð þeirra, um ljóðin og samband texta og tónlistar. En tónlistin var alltént falleg, dálítið kuldaleg eins og margt eftir tónskáldið, en djúp og hrífandi. Og flutningurinn var glæsilegur, söngurinn áleitinn og tilfinningaþrunginn; píanóleikurinn litríkur og fullur af merkingu. Að lokum voru nokkrar aríur eftir Mozart á dagskránni, úr Brúðkaupi Fígarós, úr Don Giovanni og konsertarían KV 541. Kristinn hefur náð ein- stökum árangri á óperuvettvanginum erlendis, og það sópaði að honum hér. Auðvitað hefur maður heyrt þessar aríur margoft, en túlkun Kristins var samt fersk og röddin einstök. Og krafturinn ótrúlegur. Mikið væri nú gaman að sjá Kristin í óperuhlutverki hér á landi! Jónas Sen Niðurstaða: Tónleikar Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar voru góðir, tónlistin athyglisverð og túlkunin litrík. Leikhús ★★★★ Súldarsker Leikhópurinn Soðið svið. Sýnt í Tjarnarbíói. Höfundur: Salka Guðmundsdóttir. Leikstjóri: Harpa Arnardóttir. Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Tón- list: Ólafur Björn Ólafsson. Mikið er nú gaman að fara í leik- hús þegar leikhús er leikhús. Tvær leikkonur en ógrynnin öll af fólki. Heilt samfélag. Gamall maður, ung sjoppustúlka, leiðindasveitar- stjórnarkerling, blaðakona, mann- fræðingur í leit að horfnum föður, álfastúlka, misþroska dvergkona og bakandi kvenfélagskona og vafalít- ið fleiri persónur koma fyrir í þess- ari dimmu en sprenghlægilegu sýningu. Þessari björtu en þó svo sótsvörtu sýningu þar sem leikur- inn er í forgrunni og aðaluppistaðan er flakk leikkvennanna milli hlut- verka þó svo að sagan sjálf sé bæði spennandi og ekki síst lýsandi fyrir ákveðið samfélag. Súldin er ekki góð, það ber að varast hana þar sem hún getur villt mönnum sýn. Tvær stúlkur lenda eins og meira fyrir tilviljun uppi á eyju þar sem er að hefjast mikil hryssingshátíð þar sem boðið er upp á hoppukastala og hagyrðingakvöld. Gestir eru greini- lega af skornum skammti enda virð- ast hátíðarhaldarar ekki hafa gert neitt til þess að lokka fólk að. Stúlk- urnar tvær þekkjast ekki og eru ekkert sérlega hrifnar hvor af ann- arri í upphafi en eftir eina nótt á skringidýrasafni ákveða þær að halda hópinn og rannsaka hvað hafi í raun og veru gerst þegar vitinn brann, eða hvað sé í raun og veru að gerast akkúrat núna. Plottið minnir svolítið á ýmsar af gömlu Dularfullu-bókunum eða hvað þessar spennubækur hétu allar fyrir utan að pjattrófuhætti nútímans og verðmætamati sem við þekkjum úr okkar nánasta umhverfi er fléttað inn í atburðarrásina. Til þess að bjarga þessu guðsvolaða skeri á að byggja þar kasettuverksmiðju. Með því að þylja upp ofurtrúna á kasettu- verksmiðjuna og hvernig hún muni í einhverri framtíð bjarga öllu sem bjargað verður, verður til enduróm- ur sem við þekkjum nú ansi vel úr okkar daglegu fréttatímum. Harpa Arnardóttir hefur hér farið mjög skemmtilega leið til þess að lenda einmitt ekki í endursköpun þess samfélags sem við lifum í. Samspil leikkvennanna minnir í sumum atriðum á þá Gög og Gokke þegar þeir voru að bítast á um athyglina og eins er eins og svart/hvít myndskeið þöglu myndanna taki stundum yfir- höndina. Aðalbjörg á ekki í nokkr- um vandræðum með að bregða sér í allra kvikinda líki, einkum var hún sniðug í hlutverki sjoppustúlkunnar sljóu sem í raun og veru vildi verða ljóðskáld. Allur leikurinn gengur út á sam- leik þeirra tveggja, í hvaða hlutverki sem þær nú eru. Þær stökkva milli karaktera án þess að blikna eða blána og Maríanna Clara Lúthers- dóttir smýgur inn í hlutverkin eins og hún sé einmitt búin til á klippi- borði. Þær ferðast á vagni og gam- all maður sem hét Sigvarður keyrði þær. Maríanna leikur gamalmennið svo áreynslulaust að skiptin milli ungrar glæsipæju með blaðamanna- drauma og örvasa gamalmennis karlkyns urðu eins og dansatriði. Kannski hefur handritið í höndum leikstjórans líkst partítúr hljóm- sveitarstjórans og Harpa með hjálp tónsprotans lokkað fram öll þessi blæbrigði. Þær eru báðar sterk- ar og skondnar þessar leikkonur. Maríanna sýnir hér enn einu sinni svo ekki verður um villst að hún er hæfileikakona umfram það venju- lega, sama má segja um Aðalbjörgu sem virðist geta rúllað augunum í hringi ef því er að skipta. Leikmynd- in var líka skemmtileg og gaf mikla möguleika á hughrifum. Endalaus segulbönd hangandi ofan úr loftinu sem í senn glampaði á og veitti eins konar hátíðarstemmningu og eins kolsvartur þaraskógur eða flækja af einhverjum dýrum. Leikstjórnin er mjög markviss, eltingaleikurinn eða hlaupakeppnin sem þær taka þátt í kemur öllu á fljúgandi fart. Kannski var það einmitt tempóið sem gerði sýninguna svona góða. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Unnendur leiks á leik- sviði ættu ekki að láta þessa snjöllu sýningu fram hjá sér fara. SEGULSÆLA Í SÚLDINNI Súldarsker AUKASÝNING 29. JAN! Nýtt leikverk eftir Sölku Guðmundsdóttur Uppistand í Tjörninni NÆSTA VIKA: Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík Út í kött Barnaleikhús Sveinn Skotti LJÓÐLEIKUR OG SÖNGDANS 30 28 3. FEB KAFFIHÚSIÐ MAJÓNES OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR 29 30 Örfá sæti laus Það er siminn.is G re ið a þa rf m án að ar gj al d sk v. v er ð sk rá . G ild ir e kk i um s ím tö l í er le nd s ím at o rg . Öll símtöl úr heimasíma til útlanda eru á 0 kr. frá klukkan 19 til 24 í kvöld. Sama hvort hringt er í erlendan heimasíma eða farsíma. Ertu með heimasíma hjá Símanum? Pssst! Frábærir föstudagar með Símanum E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 8 5 1 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.