Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.01.2011, Blaðsíða 62
34 28. janúar 2011 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGSLAGIÐ „Hot Stuff með Donnu Summer er alveg gríðarlega hresst lag og er gott fyrir helgarfílinginn.“ Ýr Þrastardóttir fatahönnuður. „Hann er afar sjaldgæf mannvera, eins og fugl í útrýmingarhættu,“ segir Frosti Gringo sem frumsýnir í kvöld heimildar - myndina Enginn meðaljón, sem fjallar um Jón Sveinsson, bæjarstarfsmann í Garðabæ. „Hann er hálfgerð goðsögn í Garða- bænum. Hann hefur unnið fyrir bæinn frá því ég var lítill. Hann tínir rusl, en er ekki ruslakarl. Hann labbar um bæinn og hreinsar hann upp,“ útskýrir Frosti, sem lýkur brátt námi sínu við Kvikmynda- skóla Íslands. „Maður tók alltaf eftir því hvað hann var jákvæður og brosmildur, til í að tala við alla og lúmskur heimspekingur, þannig að mig langaði að gera um hann mynd.“ Frosti segir að Jón hafi komið sér á óvart á marga vegu þegar hann byrjaði að taka upp myndina. „Hann er rosalega samúðarfullur og skilningsríkur gagn- vart fólki og dýrum. Hann æfði línudans í sex ár og kann best við sig í kúrekaföt- um. Hann kallar þau sparifötin,“ segir hann. „Þessi mynd er skólaverkefni og ég hafði bara tvo daga til að eyða með honum. Þrátt fyrir það náði ég að gera fína hálftíma mynd úr því.“ Frosti hefur hug á að vinna meira með Jóni og gera um hann heimildar- mynd í fullri lengd. Fyrst ætla þeir félag- ar saman á frumsýninguna í kvöld, sem verður í Bíói Paradís klukkan 20 og er hluti af stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docs. - fb Eins og fugl í útrýmingarhættu Í ÁHALDAHÚSI GARÐABÆJAR Frosti Gringo og goðsögnin Jón Sveinsson í áhaldahúsi Garðabæjar. Heimildarmynd um Jón verður frumsýnd á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er eiginlega stærsta nafnið í bransanum,“ segir Jóhann Eyvindsson, sem rekur Jiu-Jitsu-skóla Íslands í Hafnarfirði. Brasilíski bardagakappinn og Jiu-Jitsu-meistarinn Royce Gracie kemur hingað til lands í næstu viku. Hann ætlar að halda tvö námskeið um aðra helgi en fyrst ætlar hann að þjálfa Jóhann í fjóra daga. Jóhann er með fjólubláa beltið í Gracie Jiu-Jitsu og svarta beltið í karate. „Ég hafði bara samband og bað hann um að koma. Hann var strax til. Ég hef það mikil tengsl við fjölskylduna hans því ég byrj- aði að læra hjá bróður hans,“ segir Jóhann. Hann hlakkar mikið til að hitta Gracie enda er sá síðarnefndi átrúnaðargoðið hans í blönd- uðum bardagaíþróttum. „Ef ég væri í golfi væri þetta Tiger Woods og ef ég væri í körfu væri þetta Michael Jordan. Það er enginn maður á plánetunni sem mig langar frekar að hitta en hann,“ segir Jóhann og getur ekki beðið eftir því að fá að æfa undir stjórn Gracies. „Ég held ekki vatni yfir þessu. Þetta er mikill heiður því það er ekkert sjálfsagt að hljóta þjálfun hjá þessum manni.“ Gracie er í frægðarhöll bardagasam- takanna UFC og hefur verið sagður upp- hafsmaður blandaðra bardagaíþrótta. Hann ætlar að gista heima hjá Jóhanni og hafa þeir sett stefnuna á afslöppun- arferð í Bláa lónið eftir erfiðar æfingar. Einnig ætla þeir að skoða Gullfoss og Geysi. „Hann hlakkar mikið til að koma hingað,“ segir Jóhann. Enn eru laus pláss í námskeið Gracies 5. febrúar sem er fyrir fólk sem vill kynna sér Gracie Jiu-Jitsu. - fb Átrúnaðargoðið í heimsókn GOÐSÖGN Royce Gracie er goðsögn í bardagaheiminum. NORDICPHOTOS/GETTY Á ÆFINGU Jóhann æfir sig af kappi fyrir komu Royce Gracie. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Plötusnúðurinn Jón Atli Helga- son flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Dan- mörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg,“ segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúð- ur en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spil- ar „house“-tónlist. Það er mun auð- veldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér,“ útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðs- nafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tísku- vikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus,“ segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkenn- ir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verk- efnið verður að velja úr fataskápn- um,“ segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is JÓN ATLI HELGASON: ERFIÐAST AÐ VELJA ÚR FATASKÁPNUM Hárdoktorinn kveður Ísland FLYTUR ÚT Jón Atli Helgason flytur búferlum til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann sinna tónlist og plötusnúðamennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eins og komið hefur fram komust lögin Nótt með silfurstjörnunni Jóhönnu Guðrúnu og Eldgos Matta Matt áfram í úrslit Söngva- keppni Sjónvarpsins síðasta laugar- dag. Hitt hefur hins vegar ekki komið fram að töluvert fleiri horfðu á keppnina um síðustu helgi en þá fyrstu. Aðeins 24 prósent þjóðarinnar horfðu á lögin Ástin mín eina og Ef ég hefði vængi tryggja sér sæti í úrslitum keppninnar en sú tala var hins vegar komin í 34 prósent á laugardaginn. Jón Gnarr hefur ekki setið á neinum friðarstóli í borgarstjórn og sitt þykir hverjum um stjórnmála- hæfileika hans. Hins vegar ráku margir upp stóru augu þegar Jón ákvað að gerast gestastjórnandi í sjónvarpsþættinum Tvímælalaust með góðvini sínum Sigurjóni Kjart- anssyni en þeir voru um árabil útvarps- og sjónvarpsdú- ettinn Tvíhöfði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á skoðunum borgar- stjórans því Tví- mælalaust komst ekki inn á topp tíu lista stöðvarinnar í síðustu viku. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Lau 29.1. Kl. 19:00 Fös 4.2. Kl. 19:00 Lau 5.2. Kl. 19:00 Mið 9.2. Kl. 19:00 Fös 18.2. Kl. 19:00 Lau 19.2. Kl. 19:00 Mið 2.3. Kl. 19:00 Mið 9.3. Kl. 19:00 Lau 12.3. Kl. 19:00 Fim 17.3. Kl. 19:00 Sun 30.1. Kl. 13:00 Sun 30.1. Kl. 15:00 Allra síð.sýn. U Fíasól (Kúlan) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Ö Sun 6.3. Kl. 13:00 Sun 6.3. Kl. 14:30 Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lér konungur (Stóra sviðið) Fim 3.2. Kl. 18:00 Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Sun 30.1. Kl. 20:00 Síð.sýn. Fim 10.2. Kl. 20:00 Aukasýning Fös 28.1. Kl. 20:00 Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Fim 17.2. Kl. 20:00 Fös 25.2. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Sun 6.2. Kl. 20:00 Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Sun 13.2. Kl. 20:00 Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö U U U Ö Ö U krakkar@frettabladid.is „Ég bjó einu sinni til plútóníum greiðu með sameindar-klofnum greiðutönnum … það fór allt í rugl“ Viðtal við Villa á morgun! Krakkasíðan er í helgar- blaði Fréttablaðsins FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.