Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 6
6 8. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Gunnar Rúnar Sigurþórs- son, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst á síðasta ári, sendi unnustu Hannesar samúðarkveðjur og hringdi í hana eftir verknaðinn. Þetta kom fram í máli Jóns Egils- sonar, réttargæslumanns foreldra Hannesar Þórs, við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæruvaldið og verjandi Gunn- ars Rúnars tókust á um sakhæfi hans við flutning málsins. Sigríð- ur Elsa Kjartansdóttir saksóknari krafðist sextán ára fangelsisdóms yfir Gunnari Rúnari og til vara vistunar á viðeigandi stofnun. Hún taldi ekki hafa verið sýnt fram á að hann væri ósakhæfur. Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi sak- borningsins, krafðist þess að hann yrði sýknaður á grundvelli ósak- hæfis eða að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar. Kaus að tjá sig ekki Þrír geðlæknar, sem mátu sak- hæfi Gunnars Rúnars, mættu fyrir dóminn og gáfu skýrslu. Sjálfur mætti Gunnar Rúnar og staðfesti lögregluskýrslur varðandi málið. Hann kaus að tjá sig ekki fyrir dómi og jafnframt að vera ekki við- staddur réttarhöldin. Hann var því leiddur í burtu að því búnu. Geðlæknarnir þrír voru á einu máli um að Gunnar Rúnar væri ekki sakhæfur. Helgi Garðarsson, geðlæknir á Landspítalanum, sagði að Gunnar Rúnar hefði þróað með sér sjúklegt sálarlíf með djúpstæðu rofi á persónuleika í kjölfar þess að faðir hans svipti sig lífi þegar hann var níu ára. Fram til þess hefði hann verið ofureðlilegt barn. Síðar hefði hann þróað með sér tvo per- sónuleika, annars vegar verið hinn eðlilegi, heilbrigði og dagfarsprúði piltur en hins vegar persónuleiki á djúpu geðrofsplani. Sjúkleg þráhyggjuást Sú ást sem hann virtist hafa lagt á unnustu Hannesar Þórs hefði einkennst af sjúklegri þráhyggju á geðrofsgrunni. Hann hefði dreg- ið sig inn í einsemdina og ætlað sér að klára sitt líf upp á eigin spýtur. Hjá honum hefði sprott- ið upp mjög sjúkleg hugsun um að ryðja Hannesi úr vegi til að geta notið unnustu hans. Gunnar Rúnar hefði sett jafnaðarmerki milli hugsunar og verknaðar. Eftir verknaðinn hefði hann trúað því að bara ef hann hristi hausinn nógu lengi myndi hann losna við óhugnaðinn. Tómas Zoëga geðlæknir tók að mestu í sama streng og Helgi. Hann rakti hvernig Gunnar Rúnar myndaði félagsleg tengsl eftir að unnusta Hannesar Þórs, sem var bekkjarsystir hans, bauð honum í partí heima hjá Hann- esi og tók upp kunningsskap við hann. Gunnar Rúnar hefði orðið ástfanginn af unnustunni og borið eins konar ástaræði til hennar. Tómas greindi frá því að Gunn- ar Rúnar hefði sagt sér að hann hefði verið „brosandi og liðið vel“ þegar hann var á leiðinni að bana Hannesi. Varð hamslaus í viðtali Kristinn Tómasson geðlæknir greindi frá því að hann og Tómas hefðu orðið „hálfhræddir“ við Gunnar Rúnar þegar hann brotn- aði saman í viðtali við þá. Hann hefði orðið hamslaus. Allir geð- læknarnir voru á einu máli um að Gunnar Rúnar gæti verið hættu- legur umhverfi sínu í núverandi ástandi. jss@frettabladid.is FJÖLDI MANNS Fjöldi manns beið þess að dómsalurinn yrði opnaður í gær- morgun. Tveir dómsalir voru teknir undir aðalmeðferðina til að allir gætu hlýtt á hana sem þess óskuðu. Í JÁRNUM Gunnar Rúnar var leiddur í handjárnum í dómsal. Hann baðst undan því að sitja aðalmeðferðina. FRETTABLADID/GVA Vottaði unnustunni samúð eftir morðið Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafði samband við unnustu Hannesar Helgasonar eftir að hann myrti hann og vottaði henni samúð sína. Hann hefur orðið hams- laus í viðtölum og hrætt geðlækna. Brosti og leið vel á leiðinni á morðstaðinn. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Cisco CCNA ÖFLUGASTA GRÁÐAN Í DAG! 84 stundir - Verð: 289.000.- völdnámskeið 1. mars - 14. apríl + 1 verklegur sunnudagur CCNA gráðan er af mörgum talin ein öflugasta gráðan í upplýsingatækni sem völ er á. Ef þú hefur áhuga á að verða sérfræðingur í uppbyggingu á tölvunetum og þeim tækjum sem notuð eru í samskiptum í netheiminum í dag, þá er þetta námskeiðið fyrir þig. Námið er undirbúningur fyrir prófið 640-802 sem er CCNA prófið frá Cisco og er það innifalið í verði námskeiðisins. Þetta er nám sem gerir talsverðar kröfur til nemenda, en styrkir án efa stöðu þeirra á vinnumarkaðinum. Kennari námskeiðsins er Þorsteinn Einarsson. Hann býr yfir 15 ára reynslu í Networking og er með CCIE gráðu (Cisco Certified Internetwork Expert). SAMKEPPNI Afgreiðsla Flugmálastjórnar Íslands á flugréttindum hér á landi raskar samkeppni í áætlunarflugi til og frá landinu, að því er fram kemur í nýrri ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins. „Skilyrði nýlegrar ákvörðunar Flugmála- stjórnar um leyfi til Astraeus, sem er flug- rekstraraðili Iceland Express, hefðu að óbreyttu komið í veg fyrir að félagið gæti boðið upp á áætlunarflug milli Keflavíkur og Winnipeg í Kanada næsta sumar,“ segir í tilkynningu Sam- keppniseftirlitsins, sem hefur beint bindandi fyrirmælum til Flugmálastjórnar um að breyta verklagi sínu við veitingu flugréttinda með það að markmiði að auka samkeppni í flugi. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að skilyrði Flugmálastjórnar styðjist ekki við heimild í lögum og hafi skaðleg áhrif á sam- keppni. „Á það sérstaklega við í þessu máli þar sem ákvörðun Flugmálastjórnar hindrar Iceland Express sem er helsti keppinautur Icelandair í áætlunarflugi til og frá Íslandi að efla starf- semi sína og fjölga áfangastöðum. Er því nauð- synlegt að Flugmálastjórn breyti verklagi sínu með það að markmiði að efla virka samkeppni til að nýir eða minni keppinautar geti með sem minnstum takmörkunum hafið flug til og frá Íslandi og aukið samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur.“ - óká Á VELLINUM Samkeppniseftirlitið beinir því til Flugmála- stjórnar að upplýsa ekki flugrekendur hér um sam- keppnisáform annarra flugrekenda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkeppniseftirlitið segir afgreiðslu Flugmálastjórnar á flugréttindum raska samkeppni í millilandaflugi: Flugmálastjórn breyti verklagi og efli samkeppni Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Hefur þú gist fangageymslur lögreglunnar? Já 18,2% Nei 81,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú séð uglu berum aug- um í náttúrunni? Segðu þína skoðun á visir.is BRETLAND, AP Geoffrey Robertson, lögmaður Julians Assange, segir að verði Assange framseldur til Svíþjóðar eigi hann á hættu að brotið verði á réttindum hans. Bæði sé það brot á alþjóðaregl- um að halda réttarhöld fyrir lukt- um dyrum, auk þess sem hætta sé á að Assange verði annaðhvort framseldur eða fluttur ólöglega til Bandaríkjanna, þar sem hann gæti átt yfir höfði sér þunga refsingu vegna bandarískra leynigagna sem birt voru á Wikileaks. Þá sagði Robertson fyrir rétti í London í gær að Svíar gætu ekki gert kröfu um framsal til Svíþjóð- ar vegna þess að Assange hefði enn ekki verið ákærður, auk þess sem ásakanir um „minni háttar nauðgun“ gæti ekki talist nauðgun samkvæmt breskum og evrópsk- um lögum. Clare Montgomery, lögmaður Svía, segir ekkert hæft í þessum ásökunum. Ekkert verði bogið við réttarhöld í Svíþjóð og enginn vafi leiki á því að framsalskrafa eigi rétt á sér í þessu máli. - gb Julian Assange kom fyrir rétt í London í gær vegna kynferðisbrotamáls í Svíþjóð: Treystir ekki réttarkerfi Svía JULIAN ASSANGE Nokkrar vikur gætu liðið áður en breski dómarinn tekur ákvörðun í framsalsmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.