Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 18
 8. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Minn besti vinur og eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi Valgarð Guðni Ólafsson lést á LSH í Kópavogi þann 28. janúar sl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk Valla. Sólveig Steinsson Esther Jóhanna Valgarðsdóttir Silja Rún Valgarðsdóttir Árni Snorri Eggertsson Selma Dögg Valgarðsdóttir Oddur Jóhannesson Arna Guðný Valgarðsdóttir Fríða Margrét Guðjónsdóttir Guðrún Ansnes Anton Örn, Viktor Guðni, Atli Hrafn, Fróði Már, Aron Valur, Valgarð Guðni og Anita Sól. MOSAIK Ástkær móðir okkar og tengdamóðir Sólborg Kristín Jónsdóttir Furugerði 1, lést á Landspítalanum Fossvogi 4. febrúar s.l. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Margrét Guðmundsdóttir Björgvin H. Kristinsson Valgeir Ó. Guðmundsson Jóhanna L. Gísladóttir María Guðmundsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erna Bjargey Magnúsdóttir Dalalandi 16, Reykjavík, lést þann 26.1.2011. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Oddur Kristinn Gunnarsson Hrafnhildur B. Halldórsdóttir Ásgeir Örn Gunnarsson Þórdís Gunnarsdóttir Jóhann Vilbogason Margrét Þóra Gunnarsdóttir Hjálmar S. Elíesersson barnabörn og langömmubörn Faðir okkar, afi og vinur Bragi Garðarsson prentari, lést fimmtudaginn 3. febrúar á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Garðar Þór Bragason Baldur Magni Bragason Kristinn Bragi Garðarsson Auður Björg Baldursdóttir Alex Snær Baldursson Vilborg Guðjónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Soffía Guðmundsdóttir Eyrarvegi 27, 600 Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 31. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 10. febrúar klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Frímannsson Ingibjörg Eiríksdóttir Frímann Frímannsson Sigríður Árnadóttir Gunnar Frímannsson Áslaug Kristjánsdóttir Grettir Frímannsson Margrét Þórðardóttir Guðrún Frímannsdóttir og öll ömmubörnin. ANNA NICOLE SMITH fyrirsæta lést þennan dag árið 2007. „Ég finn sterka tengingu við Marilyn Monroe og finnst líf okkar og örlög að mörgu leyti samtvinnuð.“ „Ég varð himinlifandi þegar ég heyrði að hluti arfsins hefði farið í kaup á slík- um dýrgrip og veit að Einar og Knút- ur hefðu orðið jóðlandi glaðir,“ segir Guðrún Bergsveinsdóttir, kær vin- kona menningarunnendanna Einars G. Eggertssonar og Knúts R. Einarssonar sem arfleiddu Hörpu að öllum eigum sínum en rausnarlegur arfur þeirra gerði Hörpu kleift að kaupa afbragðs Steinway konsertflygil. Ævilöng vinátta Guðrúnar við sam- býlismennina Einar og Knút hófst þegar þau keyptu íbúðir í nýbyggingu við Ljósheima árið 1964. „Báðir voru stóryndislegir náungar en Knúti kynntist ég öllu betur. Hann fæddist í Danmörku, skírður Knud Broberg Larsen en leiðir þeirra Einars lágu saman þegar Einar var á ferða- lagi í Kaupmannahöfn. Seinna gerð- ist Knútur íslenskur ríkisborgari, hóf sambúð með Einari og tók sér nafnið Knútur Reynir Einarsson, en í þá tíð var ástarsamband karla ekki opin- bert á Íslandi. Því mátti líta á sambúð þeirra sem feðgasamband fyrir þá sem ekki vissu betur, en á þeim var sextán ára aldursmunur,“ segir Guð- rún sem saknar vina í stað því Knútur varð henni sem besti bróðir. „Knútur var mikill barnakall og dýravinur. Báðir unnu þeir verslun- arstörf og var Einar verslunarstjóri í Andersen og Lauth alla sína starfs- ævi eftir að við kynntumst en Knútur vann þar líka um tíma, sem og í Fálk- anum og Jónsvali. Báðir voru miklir tónlistarunnendur, fastagestir á tón- leikum Sinfóníunnar þar sem Jóhann- es, bróðir Einars, lék á selló en systir hans, Margrét, var söngkona og einn af stofnendum Söngskólans. Sjálfur lærði Einar söng í Austurríki, söng í fyrstu uppfærslu Rigoletto í Þjóðleikhúsinu og var alla tíð í karlakór Fóstbræðra,“ segir Guðrún um sína mætu nágranna sem síðar urðu miklir heimilisvinir og reyndust henni vinir í raun. „Dóttir mín hefur verið nýrnasjúk frá barnsaldri og þurfti ung í nýrna- ígræðslu. Við foreldrarnir þurftum að fylgja henni utan en bróðir hennar var úti í námi og yngri systir í barna- skóla. Þá gerði Knútur sér lítið fyrir og flutti inn á heimilið til að hugsa um dóttur mína í þrjá mánuði, þannig að allir geta séð að maðurinn var einstak- ur,“ segir Guðrún sem seinna launaði Knúti vináttuna með svipuðum hætti þegar hann bað hana að hjálpa sér í gegnum síðasta áfanga lífs síns. „Einar fæddist 5. ágúst 1921 en Knútur 5. maí 1937. Þegar aldurinn færðist yfir fékk Einar Alzheimers og annaðist Knútur hann á Skjóli þar til Einar lést 9. september 2006. Á þeim tíma var nýra dóttur minnar að gefa sig og aftur bauðst Knútur til að sjá um heimilið og hundana okkar meðan við fylgdum henni í aðgerð. Ég gerði þó aðrar ráðstafanir því Knútur var að verða sjötugur og ég gat ekki hugsað mér að hafa af honum afmælið. Hann fór um vorið til Kanaríeyja en kom heim í byrjun júní orðinn veikur af krabbameini. Knútur dó úr því meini 9. september 2007 svo þeir sálufélag- arnir dóu á sama degi með aðeins árs millibili,“ segir Guðrún sem eftir útför Knúts kom erfðaskrá þeirra Einars til sýslumanns, en báðir voru barnlausir og án lögerfingja. „Í upphafi áttu eignir þeirra að renna til Söngskólans og Íslensku óperunnar en það var áður en óperan fór í Gamla bíó. Að Einari látnum tal- aði Knútur oft um hversu illa honum leist á bruðlið í Hörpu og ef honum hefði enst aldur til hefði hann senni- lega breytt erfðaskránni. Sjálf hafði ég séð arfinn fyrir mér í áföllnum silf- urskildi á hurðarkarmi efstu hæðar Hörpu þar sem vera áttu einkaskrif- stofur Björgólfs og því stórkostlega létt að heyra um flygilskaupin því það hefði verið verulega í þeirra anda og er algjörlega frábær lausn. Í gjöfinni liggur ævistarf tveggja einstaklinga sem voru miklir menningarunnendur og yndislegar manneskjur, en arfur- inn er hvergi tæmdur og því gaman að fylgjast með áfram og sjá hvað verður gert við það sem eftir stendur, en þeir Einar og Knútur höfðu líka gælt við að það færi í stóla Hörpu.“ thordis@frettabladid.is GUÐRÚN BERGSVEINSDÓTTIR: UM GEFENDUR STEINWAY- FLYGILSINS Í HÖRPU Hefðu orðið jóðlandi glaðir GUÐRÚN OG HARPA Guðrún Bergsveinsdóttir er alsæl með ráðstöfun arfs þeirra Einars og Knúts vegna kaupa á konsertflygli Hörpu, en hann verður vígður á opnunartónleikum Hörpu í maí næstkomandi þegar Víkingur Heiðar leikur á flygilinn ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkisatburðir 1696 Fimmtán menn verða úti norðanlands og vestan í stríðu norðanfjúki og frosti. 1925 Togaranir Leifur heppni og Robertson farast á Halamiðum með 68 menn innanborðs. 1935 Enski togarinn Langanes frá Grimsby strandar í ofviðri við Svalvogahamra og fjórtán manns farast. 1980 Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tekur við völdum. 1980 Kvikmyndin Veiðiferðin eftir Andrés Indriðason frumsýnd. 1992 Kvikmyndin Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen frumsýnd. María Stúart, drottning af Skotlandi (1542 til 1567), var tekin af lífi þennan dag fyrir 424 árum. María var aðeins sex ára þegar faðir hennar lést og var krýnd drottning níu mánuðum síðar. Hún giftist franska ríkisarfanum Francis 1558 en var Frakklandsdrottning í aðeins tvö ár þegar maður hennar lést. Þá sneri hún aftur til Skotlands og giftist frænda sínum Henry Stúart eða Darnley lávarði, en hann fannst kyrktur í garði þeirra hjóna veturinn 1567. Fljótlega giftist María James Hepburn, jarli af Bothwell, sem almennt var talinn banamaður Darnleys. Í kjölfar uppreisnar gegn þeim hjónum var María fangelsuð í Loch Leven-kastalanum. Eftir misheppnaða tilraun til að endurheimta hásætið flúði María til Englands á náðir móðursystur sinnar, Elísabetar I. drottning- ar, en þar vonaðist hún eftir að taka við krúnunni enda lögmætur þjóðhöfðingi Englands að mati kaþólskra. Elísabet lét handtaka frænku sína og eftir nítján ár í varðhaldi var réttað yfir Maríu og hún tekin af lífi fyrir föðurlandssvik og meinta þátttöku við að ráða Elísabetu af dögum. ÞETTA GERÐIST 8. FEBRÚAR 1587 María Stúart aflífuð fyrir landráð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.