Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 22
 8. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 mælenda á málþingum sem Nátt- úrulækningafélag Íslands heldur í þessari viku með yfirskriftinni Jafnvægi og vellíðan – Líf án streitu. Hið fyrra verður á Grand Hóteli í kvöld klukkan 20 og hið síðara í Kjarna í Kjarnaskógi í Eyjafirði á fimmtudaginn klukkan 20. Þar kveðst hún meðal annars ræða um hvað veldur streitu, mis- munandi viðbrögð við streituálagi og ólíkar afleiðingar þess. „Mikið álag er ekki endilega ávísun á streitu, allt fer eftir því hvernig fólk upplifir álagið. Aðalatriðið er að hafa stjórn á aðstæðum, þá er minni hætta á síþreytu, kvíða og fleiri þáttum streitu,“ segir hún en tekur fram að fjárhagsáhyggj- ur séu versti streituvaldurinn. Þar liggja Íslendingar eflaust nokk- uð flatir fyrir um þessar mund- ir. Ingibjörg telur þá samt þolnari en Svía. „Íslendingar eru betri í að hrista hluti af sér en Svíarnir – upp að vissu marki.“ Konur leita meira til heilsugæsl- unnar en karlar. Þær eru þó ekki lífeðlisfræðilega veikara kyn held- ur er almennt meira álag á þeim. Þetta kemur fram í nýlegri dokt- orsritgerð sem gerð var í Svíþjóð um mismunandi heilsufar kynj- anna. Ingibjörg segir útkomuna staðfesta rannsóknir sem gerðar hafi verið við hennar rannsókn- arstöð. „Konur fóru út á vinnu- markaðinn og vinna þar yfirleitt 100% vinnu en hefur ekki tek- ist að minnka álagið heima fyrir á móti. Þetta er nokkuð sem eng- inn hefur viljað tala um en afleið- ingarnar eru að koma mjög skýrt í ljós. Þunglyndi, síþreyta og ýmsir álagskvillar eru algengari meðal kvenna en það er ekki kynferðinu að kenna heldur er það staðreynd að þær vinna meira en karlar.“ gun@frettabladid.is Hreyfing er flestra meina bót, það á bæði við um líkamlega og andlega heilsu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framhald af forsíðu  Stafgöngunámskeið hefjast 15. Febrúar 2011 stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind. Hæðasmára 4 Góð kennsla, þjónusta við nemendur, íþróttir, afþreying og skemmtun eftir skóla, sem og gisting eftir þínu vali. www.namsferdir.is Klapparstíg 25 • Sími 578 9977 miðvikudag & fimmtudag frá kl. 9:00 - 18:00. Fulltrúi frá EF málaskólunum verður á svæðinu. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÉTTIR BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.