Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 28
24 8. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Hvað er besta ráðið gegn öldrun? Það er að umgangast börn. Vísast er öfl- ugasta meðalið til lífsgæða að eignast líka börn seint og á efri árum! Öldrun er ekki aðeins það að missa heilsuna. Fyrir slíku geta allir orðið á öllum aldursskeiðum. Nei, verst er þegar heilsugott fólk hrynur inn í sjálft sig, verður svo upptekið af sínu, að það sér vart út yfir smáhring eigin þarfa og aðstæðna. Sögurnar verða nærsýnar og harmhneigðar. Með ellinni veikjast varnir og hverfa jafnvel. Gallar koma í ljós, sál- arsprungur stækka og gleypa lífsgæðin. Þá fjarar lífið út en grjótið verður eftir í fólki. Skriður eru hættulegar og því best að halda þeim grónum og stöðugum. BÖRN eru dásamlegir afréttarar og líf- hvatar. Afstaða og tilraunir barna þjóna þroska þeirra. Leikjasókn þeirra er ekki aðeins í þeirra þágu, heldur megum við læra af þeim og efla spuna í lífi okkar, sem eldri erum. Leikur í hjóna- lífi þeirra, sem hafa verið gift lengi, er meðmælanlegur. Prufið bara og aldrei of seint. Fáir deyja af undr- un og fögnuði. Gáski í tjáskiptum gerir oft kraftaverk. Fróðleikssókn er í anda lífssóknar barna. Verkefni hvers manns er vinna að hamingj- unni. OKKAR eldri er að setja mörk og markmið, en börnin kenna okkur líka stórkostlegar kúnstir og sýna okkur aðferðir lífsleikninnar. JESÚS Kristur miðlaði trausti, hann var barnavinur. Hann hafði ekki aðeins þá afstöðu að börn væru leir til að móta, held- ur byggi hæfni í ungmennum, sem væri til eftirbreytni. Temjum okkur því opna og einlæga sókn þeirra. Hvernig er himna- ríki? Það birtist í gleðileik barnanna. LEIKUM okkur alla ævi því þá opnum við dótakassa himinsins. Gleði, spuni og hlátur vakna í þeim gjörningi, enda gjafir lífgjaf- arans. BÖRN og ástvinir eru flestum mestu dýr- mæti lífsins. Þau gefa lífi okkar lit, sögur, ævintýri og auðvitað líka vandkvæði. Líf án skugga er blekking. Brandarar, spenn- ingur yfir veðri og náttúru, tilraunir, spurnargleði, vilji til að skoða og þroskast eru einkenni bernskunnar. VIÐ megum gjarnan temja okkur undr- un. Börn eru hæfir kennarar í símenntun hinna eldri. Lærum gagnvirkni og sam- skipti þeirra. Að vera með börnum skerpir okkur til lífs. Til að vera nálægur börn- um og tengjast þeim verðum við að þola hið bernska, að hrífast, gleðjast, gráta og hlæja. Þetta varðar fólk á öllum aldri, líka þig. Börn opinbera undur lífsins. Leikur er list lífsins. Undur lífsins ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. lipurð, 6. í röð, 8. samhliða, 9. form, 11. í röð, 12. étur allt, 14. stoðvirki, 16. í röð, 17. kvk. nafn, 18. ennþá, 20. tveir eins, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. úða, 3. 999, 4. tréspíritus, 5. svelg, 7. þrútinn, 10. gegnsær, 13. að, 15. lækka, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. fimi, 6. áb, 8. með, 9. mót, 11. tu, 12. alæta, 14. grind, 16. hi, 17. lóa, 18. enn, 20. ll, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. háma, 3. im, 4. metanól, 5. iðu, 7. bólginn, 10. tær, 13. til, 15. dala, 16. hes, 19. nú. Er það rétt skilið hjá mér að þið hjónin hafið verið sæmilega hrifin af Páskaeyju? Það skiptir ekki máli hvað þetta er, spýttu því út og í höndina á mömmu. Hvernig líst þér á Vittu? Vittu? Já, já, hún er svo sem alveg sæt stelpa. Nei, ekkert þannig. Þannig að þú hefur ekkert á móti því að ég bjóði henni í bíó í kvöld? Gjörðu- svo vel! „Snákatemjar- inn snýr aftur“? Sorrí, ég er að fara á hana með Kjartani í kvöld! Mér fannst þú eitthvað vera að gefa henni auga með Casanova- gleraugunum í enskutímanum áðan! Ég var að labba fram hjá póstkassanum og sá póst þar svo ég kippti honum með inn. Án þess að nokkur hafi beðið um það! Jeiiiiiiii Mikið getur verið erfitt að gera mæðrum til geðs. ÞAÐ SEM ÞÚ SÉRÐ EFTIR AÐ HAFA SAGT UM LEIÐ OG ÞÚ MISSIR ÞAÐ ÚT ÚR ÞÉR Tilboð kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Vinsælasta ryksugan frá Miele Miele Tango Plus Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.