Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
Fimmtudagur
skoðun 16
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Allt
veðrið í dag
17. febrúar 2011
39. tölublað 11. árgangur
17. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR
1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
R akel Mjöll Leifsdóttir fangaði athygli margra sjónvarps-áhorfenda nú í febrúar þegar hún söng lagið Beint á ská í Söngvakeppni sjónvarpsins. Rakel er að læra djass-söng í Tónlistarskóla FÍH. „Ég er gamaldags og hef gaman af öllu er viðkemur kvenlegri tísku eftirstríðsáranna. Því blanda ég svo saman við nýtt,“ segir Rakel Mjöll og segist sér í lagi veik fyrir flaksandi kögri en ein af henn-ar tískufyrirmyndum er sjálf indíána-stelpan Pocahontas.„Eftir því sem ég eldist, verð ég ófeimnari við að þróa minn eigin stíl en ef ég ætti að nefna einhverjar tísku-fyrirmyndir má nefna Brigitte Bardot, söng-konuna Lykke Li og Mary Kate Olsen.“
Rakel Mjöll Leifsdóttir söngkona vakti athygli fyrir sérstæðan stíl í Söngvakeppni SjónvarpsinsHefur gamaldags smekk
Tónlistarkonan Nicki Minaj þótti fara nærri því að skjóta Lady Gaga ref fyrir rass
fyrir furðulegt útlit á Britt-tónlistarhátíðinni. Hún
mætti með risastóra og stórfurðulega hárgreiðslu
sem vakti umtal tískuspekúlanta.
RÝMINGARSALA
Síðustu dagar útsölu. Allt á að seljast!
60-80% afsláttur
Frábært úrval af nýrri vetrarvöru:
Kjólar - Buxur - Peysur - Úlpur - Blússur - Skyrtur - Jakkar - Skór - Stígvél.Stærðir 36-52
teg. DOTTY - mjúkur og yndislegur en heldur
vel, fæst í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH skálum á kr. 7.990,-
TIL BRJÓSTGJAFA:
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is
Vertu vinur
juliam@frettabladid.is
Saumar í bílskúrnum
Gunnhildur Stefánsdóttir
saumar undir merkinu
Gammur.
allt 2
Dani elskar EVE
Gitte Karpinski kemur til
landsins á sjöundu EVE-
aðdáendahátíðina sína.
fólk 38
Opið til 21 í kvöld
Nýtt kortatímabil
RIGNING eða slydda suðaustan-
lands en annars úrkomulítið og
bjartviðri suðvestan til. Fremur
hægur vindur af austri víðast hvar.
Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig.
VEÐUR 4
2
11
23
FÉLAGSMÁL Tvö þúsund börn á
Íslandi hið minnsta verða á hverju
ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi
stóri hópur er hins vegar afskipt-
ur og hafa félagsmálayfirvöld ekki
sinnt honum. Þær stofnanir sem
bera ábyrgð á börnum sem búa við
þessar aðstæður hafa takmarkað
samráð sín á milli og fagfólki kom
á óvart að málin væru í þeim ólestri
sem raun ber vitni.
Þetta er meðal niðurstaðna í
kolsvartri skýrslu Barnaheilla –
Save the Children á Íslandi á þeim
stuðningi sem í boði er fyrir börn
í Reykjavík.
Tölur fagfólks benda til að 2,5
prósent allra barna hér á landi verði
vitni að ofbeldi gegn móður sinni,
eða milli foreldra, á hverju ári. Lík-
legt er talið að sá fjöldi sé stórlega
vanmetinn sökum þess hversu dult
er farið með þessi mál.
Félagslega kerfið í Reykjavík
fær falleinkunn í skýrslu Barna-
heilla. Brýn þörf er talin á gagn-
gerri endurskoðun á málefnum
barna sem búa við ofbeldið. Flest-
ir innan kerfisins líta svo á að með
því að tilkynna mál til barnavernd-
ar sé tryggt að börn fái þann stuðn-
ing og öryggi sem þeim ber. „En í
raun og veru er gap á milli þeirra
væntinga sem viðmælendur hafa
til barnaverndar og þess hvernig
barnavernd tekur og getur tekið á
málum,“ segir í skýrslunni.
Viðmælendur í rannsókn samtak-
anna, fagfólkið sem kemur að mála-
flokknum, eru allir sammála um
að börn sem búi við svo dapurleg-
ar aðstæður sem um ræðir séu ekk-
ert síður fórnarlömb þess ofbeldis
sem foreldri þess sé beitt og slíkt
sé mannskemmandi.
Í fréttatilkynningu sem birt var
á heimasíðu Barnaverndarstofu
á mánudag eru kynntar aðgerð-
ir vegna heimilisofbeldis. Þar er
viðurkennt að barnaverndaryfir-
völd og aðrir hafi ekki gefið þess-
um hópi gaum og því verði leit-
að eftir samstarfi við lögreglu og
barnaverndarnefndir um tilrauna-
verkefni þar sem verður lagt mat
„á líðan, hugsanir og óskir barn-
anna með það fyrir augum að veita
þeim áfallahjálp og annan við-
eigandi stuðning strax í kjölfar
atburða af þessu tagi“.
Barnaverndarstofa býður í dag
eitt hópúrræði fyrir börn sem
orðið hafa vitni að heimilisofbeldi.
Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri
meðferð er að ofbeldi sé ekki leng-
ur til staðar á heimili og barnið sé
eldra en fimm ára og tali íslensku.
- shá
Börn afskipt í ofbeldismálum
Ný skýrsla opinberar að börn sem verða vitni að heimilisofbeldi fá litla ef nokkra aðstoð frá félagslega
kerfinu í Reykjavík. Varlega áætlað verða tvö þúsund börn hér á landi vitni að heimilisofbeldi á ári hverju.
Þrjú börn hnífakastara biðu í hálft ár
AÐ ATKVÆÐAGREIÐSLU LOKINNI Forystumenn flokkanna voru að vonum misánægðir með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í
gær. Af sumum var þungu fargi létt en aðrir telja samningana hið mesta óráð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tekur dæmi í skýrslunni:
Á Íslandi kom upp barnaverndarmál árið 2009 þar sem faðir beitti þrjú
börn sín hrottalegu ofbeldi. Kastaði hann hníf í son sinn, handjárnaði dóttur
sína við ofn og drap heimilisköttinn fyrir framan hana. Þau voru níu til fimmt-
án ára. Fimm til sex mánuði tók að koma börnunum í viðeigandi meðferð.
„Hefði verið um kynferðisofbeldi [að ræða] þá hefðu þau verið komin degi
síðar í Barnahús … og meðferðin hafist í sömu viku og málið uppgötvaðist.“
VIÐSKIPTI Sérstakur saksóknari hefur hætt
rannsókn á þætti fjárfestisins Magnúsar
Ármann í svokölluðu Ímon-máli. Magnúsi
barst bréf þess efnis frá saksóknaranum
9. febrúar. Þetta kemur fram í grein sem
Magnús skrifar í Fréttablaðið í dag.
Magnús er eigandi Ímons, sem keypti
fjögurra prósenta hlut í Landsbankanum á
fimm milljarða nokkrum dögum fyrir hrun.
Þessi viðskipti hafa verið til rannsóknar
síðan haustið 2008.
„Ég hef þurft að sæta því í meira en tvö
ár að vera dæmdur sekur af dómstóli götunnar og
stimplaður glæpamaður í fjölmiðlum vegna
Ímon-málsins. Mannorð mitt, og reyndar
allrar fjölskyldu minnar, hefur beðið mikinn
hnekki,“ segir Magnús og kveðst ekki hafður
fyrir sök í neinu öðru máli. Í hnotskurn seg-
ist hann hafa verið tjónþoli í Ímon-málinu,
ekki brotamaður.
Magnús segir lögmann sinn ítrekað hafa
reynt að fá réttarstöðu hans breytt úr sak-
borningi í vitni en án árangurs. Hann gagn-
rýni þó ekki seinagang saksóknara og segist
skilja mikinn áhuga fjölmiðla á málinu þótt
umfjöllunin hafi oft farið yfir strikið. - sh / sjá síðu 19
Rannsókn sérstaks saksóknara á eiganda Ímons hefur verið hætt:
Magnús ekki lengur til rannsóknar
MAGNÚS ÁRMANN
Brotið skip endurbyggt
„Endurskoðun stjórnarskrár
á umbrotatímum er
stundum líkt við að smíða
skip úti á rúmsjó,“ segir
Þorvaldur Gylfason.
Í dag 17
ALÞINGI Alþingi samþykkti í gær
Icesave-frumvarp fjármálaráð-
herra sem lög með 44 atkvæð-
um gegn 16. Þrír sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Allir stjórnarliðar, fyrir utan
Lilju Mósesdóttur og Ásmund
Einar Daðason úr Vinstri græn-
um, greiddu atkvæði með frum-
varpinu auk meirihluta þing-
flokks sjálfstæðismanna.
Lögin bárust forseta Íslands til
staðfestingar innan við klukku-
stund eftir að þau voru samþykkt
á þingi. „Það er mjög óvenju-
legt,“ segir Örnólfur Thorsson
forsetaritari. Ekki fékkst uppgef-
ið hvenær forsetinn hygðist til-
kynna hvort hann staðfesti lögin
eða vísi þeim í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Fyrir rúmu ári lá hann
undir feldi í sex daga.
36 þúsund nöfn höfðu í gær
verið rituð undir áskorun á
kjosum.is um að málinu yrði
vísað til þjóðarinnar. - sh / sjá síðu 6
Þingið afgreiðir Icesave-lög:
Icesave á ný í
hendur forseta
Sigur hjá Arsenal
Arsenal gerði sér lítið
fyrir og skellti Barcelona í
Meistaradeildinni í gær.
sport 34