Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 2
2 17. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR Vilhjálmur, ertu að bíða eftir gullvagninum? „Gullvagninn kemst ekki neitt á meðan forysta ASÍ teikar hann.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, segir samræmda launa- stefnu ASÍ og SA setja alla Íslendinga á sama láglaunavagninn. SPURNING DAGSINS  ms.is Ostur eins og krakkar vilja hafa hann HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisembætt- ið hefur engar tölulegar upplýsing- ar um fjölda brjóstastækkana, né annarra fegrun- araðgerða, sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt lögum um Land- lækni frá árinu 2007 skal emb- ættið halda skrá yfir allar aðgerð- ir sem gerðar eru, hvort sem þær eru fram- k v æ md a r á einkareknum læknastofum, heilsugæslum eða sjúkrahús- um. Geir Gunn- laugsson land- læknir segir að verið sé að kalla eftir upplýsing- unum frá læknastofunum, en það taki tíma að fá tölurnar og vinna úr þeim. „Það er sannarlega markmið okkar að hafa eins gott yfirlit yfir allar aðgerðir og hægt er. Við erum að reyna að byggja upp kerf- ið á rafrænni skráningu, sem er eitt af okkar stöðugu baráttumálum,“ segir Geir. „En við höfum sett fram tilmæli til læknastofa um þessar skráningar.“ Geir segir markmið embættis- ins að halda skrá yfir sjúkrasögur í rauntíma en slíkt krefjist mikilla fjárfestinga í rafrænum kerfum. „Ég vil geta sagt núna hversu margar brjóstastækkanir voru framkvæmdar í janúar 2011,“ segir Engar tölur til um brjóstastækkanir Engar tölulegar upplýsingar eru til hjá Landlækni um fegrunaraðgerðir hér á landi. Í lögum segir að embættið eigi að halda utan um slíkar tölur. Lýtalæknir segir ekki alla sammála um tilgang þess að opinbera fjölda aðgerða. GEIR GUNNLAUGSSON ÞÓRDÍS KJARTANSDÓTTIR Landlæknisembættið lét síðast gera samantekt á fjölda fegrunaraðgerða sem framkvæmdar voru hér á landi árið 2007. Tölurnar voru þá fyrir árið 2006. Þá voru starfandi átta lýtalæknar á landinu en í dag eru þeir ellefu. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni voru framkvæmdar um 700 fegr- unaraðgerðir árið 2006, þar af um 200 brjóstastækkanir. Brjóstastækkunum hefur fjölgað frá árinu 2006 og er talið að fjöldi þeirra hafi margfaldast. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til 600 þúsund krónur. Brjóstastækkunum fjölgar Geir. „Eina vandamálið við sjálf- stætt starfandi lækna er að þeir eru með mjög mismunandi rafræn kerfi. Hver og einn hefur sínar hug- myndir um það hvernig standa eigi að skráningu og umfang aðgerða er mjög misjafnt eftir læknum.“ Geir segir að sérstaklega erf- itt sé að ná utan um upplýsingar þar sem þátttaka Sjúkratrygginga Íslands sé engin, eins og í fegrun- araðgerðum. Þar sé einungis um að ræða viðskipti á milli þess ein- staklings sem sæki þjónustuna og þess læknis sem framkvæmi hana. Ríkið og skattpeningar komi þar hvergi nærri. Komi upp vandamál hjá konum eftir brjóstastækkanir leita þær þó í flestum tilvikum á ríkisrekin sjúkrahús eða heilsugæslur og fá þar viðeigandi meðferðir. SÍ taka þó ekki þátt í lækniskostnaði vegna leka í silíkonpúðum. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir segir ekki alla vera sammála um að opinbera eigi tölur um fjölda fegrunaraðgerða. „Þó að landlæknir geti kannski lagalega kallað eftir þessum upp- lýsingum kemur á móti trúnaður læknis og sjúklings,“ segir Þórdís. „Þar að auki vantar opinbera vinnu- ferla um hvað eigi síðan að gera við þessar upplýsingar og hvaða til- gangi þær þjóna. Trúnaður lækn- is og sjúklings má ekki gleymast.“ sunna@frettabladid.is Í AÐGERÐ Ólík skráningarkerfi torvelda utanumhald aðgerða. NORDICPHOTOS/GETTY SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn- unin hefur lagt til 65 þúsund tonna aukningu á leyfilegum hámarks- afla í loðnu. Ráðlagður heildarafli er því 390 þúsund tonn en var 325 þúsund tonn fyrir nýjustu rann- sóknir og mælingar. Þetta er í annað sinn á þremur vikum að lagt er til að bæta verði við kvótann. 24. janúar var kvótinn aukinn úr 200 þúsund tonnum í 325 þúsund tonn. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson hefur fylgst með loðnu- göngum við austan- og sunnan- vert landið frá 4. febrúar og með rannsóknum lagt mat á stærð veiðistofnsins. Samkvæmt þess- um mælingum eru 608 þúsund tonn af kynþroska loðnu á ferð- inni. Áður en ofangreind mæl- ing fór fram er áætlað að veidd hafi verið 180 þúsund tonn af loðnu og því er áætluð stærð stofnsins, sem lögð er til grund- vallar aflamarksútreikningum, 788 þúsund tonn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum, telur að 65 þúsund tonn af loðnu verði metin til rúmlega þriggja milljarða króna í útflutningsverðmætum. „Þetta er búhnykkur fyrir samfélagið.“ Hann er bjartsýnn á loðnuveiðar og vinnslu til næstu ára og útilokar ekki að stór loðnuvertíð sé skammt undan. Mælingar Hafró sýni ört batnandi ástand stofnsins sem hugsan lega taki að gæta í ráðgjöf strax á næstu vertíð. - shá Hafrannsóknastofnunin leggur til 65 þúsund tonna viðbót á loðnukvóta: Þriggja milljarða búhnykkur LOÐNU DÆLT ÚR NÓTINNI Kap VE, skip Vinnslustöðvarinnar í Eyjum, á veiðum í mars 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR ATVINNUMÁL Nýtt félag dagfor- eldra í Reykjavík, Barnið, var stofnað síðustu viku. Sigrún Edda Laufdal, formaður Barns- ins, segir að það hafi lengi vantað slíkt hagsmunafélag. Um 50 manns mættu á stofn- fundinn og segir Sigrún Edda mörg mikilvæg verkefni fram undan. Taka á upp viðræður við borgaryfirvöld varðandi breyt- ingar á reglum um starfsemi dag- foreldra, en hún segir þá hafa verið beitta þrýstingi til að sam- þykkja ýmsar breytingar. - sv Dagforeldrar stofna nýtt félag: Vilja afturkalla verklagsreglur Lægstu skattarnir Sveitarfélög sem leggja á lægra útsvar en heimilt er: Ásahreppur 12,44% Skorradalshreppur 12,44% Fljótsdalshreppur 13,20% Garðabær 13,66% Kjósarhreppur 13,73% Grímsnes- og Grafningshr. 13,94% Tjörneshreppur 14,05% Seltjarnarnes 14,18% Hvalfjarðarsveit 14,23% Reykjavík 14,40% Heimild: Fjármálaráðuneytið STJÓRNMÁL Gangi áform meiri- hluta borgarstjórnar Reykja- víkur um hækkun útsvars eftir, aukast tekjur borgarinnar um 115 milljónir króna á árinu 2011. Hækkunin á að taka gildi um mitt ár og er fyrst og fremst ætlað að mæta kostnaði af skólahaldi. Reykjavík er eitt tíu sveitar- félaga sem ekki nýta lögbund- ið hámarksútsvar, sem er 14,48 prósent. Útsvarið í Reykjavík er 14,40 prósent. 67 sveitarfélög leggja á hámarksútsvar. Útsvar má, lögum samkvæmt, lægst vera 12,44 prósent. Tvö sveitarfélög innheimta lágmarks- útsvarið: Ásahreppur og Skorra- dalshreppur. - bþs Meirihluti vill hækka útsvarið: Hækkun skilar 115 milljónum HÁTÍÐAHÖLD Þjóðhátíðardagur Litháa var haldinn hátíðlegur í Reykjavík í gær. Velunnarar Lit- háens af margvíslegu þjóðerni söfnuðust saman við Gróttu af því tilefni. Börn og fullorðnir sungu saman þjóðsöng Litháens og áttu saman skemmtilega stund. „Við erum stolt af því að vera Litháar á Íslandi og viljum taka virkan þátt í íslensku samfélagi,“ segir Vaida Karinauskaite, sem er í forsvari fyrir nýju félagi Litháa. Í ár eru 20 ár liðin frá því að Ísland viðurkenndi fyrst þjóða sjálfstæðisyfirlýsingu Litháens. - kag 20 ár frá sjálfstæði Litháens: Litháar komu saman í Gróttu Í GRÓTTU Litháar á Íslandi komu saman í Gróttu í gær til að fagna þjóðhátíðar- degi sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Fjármálaráðuneytið braut persónuverndarlög með því að segja þátttakendum í könnun á einelti meðal ríkisstarfsmanna að könnunin væri nafnlaus. Í ljós kom að svörin voru auð- kennd með nafni þátttakenda í tölvukerfi fyrirtækisins Miðlun- ar, sem vann úr niðurstöðunum. Þetta komst upp eftir að lögreglu var tilkynnt um að starfsmaður fyrirtækisins hefði tekið gögnin ófrjálsri hendi. Athugunin laut aðeins að ráðuneytinu. Tekið verður á þætti Miðlunar síðar. - sh Hið opinbera sveik loforð: Lög brotin við eineltiskönnun ALÞINGI Samtals 214 starfsmenn eru í þeim fjórtán sendiráðum sem erlend ríki, auk Evrópusam- bandsins, starfrækja á Íslandi. Í þeim vinna 140 útlendingar og 74 Íslendingar. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur Framsóknarflokki. Flestir vinna í sendiráði Banda- ríkjanna. Þar eru 60 starfsmenn, þar af 24 erlendir og 36 íslenskir. Í sendiráði Rússlands starfa 43, allt útlendingar. Í sendiráði Evr- ópusambandsins, sem notar heitið sendiskrifstofa um starfsemina á Íslandi, vinna sextán manns, þar af fimm Íslendingar. Sjá má í svarinu að starfsmönnum erlendra sendiráða á Íslandi hefur fjölgað um 29 frá byrjun árs 2009. Munar þar mestu um sextán starfs- menn ESB sem ekki hafði bækistöð á Íslandi 2009. Átta af sendiráðunum fjórtán eru í eigin húsnæði en sex leigja. Rúmast er um Japana sem starfa í 765 fermetra leiguhúsnæði en Bret- ar hafa 260 fermetra til umráða. Hjá íslenskum sendiráðum og ræðismannsskrifstofum í útlönd- um starfa samtals 122. 52 eru flutn- ingsskyldir Íslendingar, staðráðn- ir Íslendingar eru 29 og erlendir starfsmenn eru 41. - bþs 214 vinna í erlendum sendiráðum á Íslandi – 122 vinna í íslenskum sendiráðum: 60 vinna í sendiráði Bandaríkjanna SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA 60 vinna í bandaríska sendiráðinu sem starfar á 531 fermetra. MENNTUN Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram til- lögu á borgarstjórnarfundi á þriðjudag að samráð í skólamál- um yrði stóraukið við foreldra, starfsfólk og stjórnendur. Tillög- unni var vísað til borgarráðs. Stjórn foreldra- og kennara- félags Engjaskóla hefur boðað til göngu frá Skólavörðuholtinu að Ráðhúsinu í dag klukkan 16.30. Minnt er á að boðuð 200 milljóna fjárveiting þýði að skorið verði eftir sem áður um 350 milljónir á síðustu mánuðum ársins. - shá Kröfuganga boðuð í dag: Ganga til varnar skólagöngu barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.