Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 10
10 17. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR Þegar Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mætti á fund hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 5. febrúar árið 2003 dró hann úr pússi sínu gögn sem áttu að sanna að stjórn Saddams Hussein í Írak hefði yfir eiturefnavopnum að ráða. „Við höfum lýsingar frá fyrstu hendi á lífefnavopna- verksmiðjum á hjólum,“ sagði Powell meðal annars og sýndi teikningar af slíkum verksmiðjum, sem byggðar voru á lýsingum Janabis. „Heimild okkar var sjálfur sjónarvottur,“ sagði Powell, „íraskur efnaverkfræðingur sem hafði umsjón með einni þessara verksmiðja. Hann var líka á staðnum þegar slys varð árið 1998. Tólf tæknimenn létu lífið.“ Íraski efnafræðingurinn Janabi hlustaði á Powell í íbúð sinni í Erlangen í Þýskalandi og þekkti strax lygarnar. Upplýsingarnar voru frá honum komnar. Rúmum mánuði síðar hófu Bandaríkjamenn og Bretar, með stuðningi Íslendinga og fleiri ríkja, innrás í Írak. Powell spilar út trompi í öryggisráðinu ÞÝSKALAND „Ég varð að gera eitt- hvað fyrir landið mitt, svo ég gerði þetta og ég er ánægður með það, því nú er enginn einræðisherra lengur í Írak,“ sagði Rafid Ahmed Alwan al-Janabi í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Janabi er fæddur 1967 í Bag- dad. Hann er með próf í efnaverk- fræði og hafði starfað hjá iðn- fyrirtæki í Írak. Hann flúði til Þýskalands árið 1999 og fékk þar hæli sem flóttamaður í mars árið eftir. Nokkrum mánuðum síðar höfðu þýskir leyniþjónustumenn samband við hann og vildu fá að vita hvað hann vissi um áform efnavopnaframleiðslu á vegum stjórnar Saddams Hussein. Janabi greip tækifærið og næstu mánuðina spann hann upp lygavef sem þýska leyniþjónustan féll flöt fyrir. Hún sendi upplýsingarnar beint til bandarísku leyniþjónust- unnar CIA, sem einnig kokgleypti uppspunann. Árið 2003 voru upplýsingarnar frá Janabi, sem nefndur var Curveball í skýrslum leyniþjón- ustumanna, notaðar til þess að réttlæta innrásina í Írak. Janabi hefur áður komið fram í löngu viðtali. Það var á sjón- varpsstöðinni CNN árið 2007 þar sem hann var í fyrsta skipti nafn- greindur. Þar neitaði hann þó að hafa logið og þóttist ekkert vita um þátt sinn í því að réttlæta innrásina í Írak. Hann leysti loks frá skjóðunni nú í janúar og hafði sjálfur samband við blaðamenn frá The Guardian í von um að saga hans yrði efni í bók eða kvikmynd. The Guardian hefur eftir Tyron Drumheller, fyrrverandi yfir- manni CIA í Evrópu, að játning Janabis sé fagnaðarefni. Drum- heller hafði frá upphafi efasemd- ir um sanngildi þess sem Janabi sagði, og skýrði æðstu yfirmönn- um CIA í Bandaríkjunum frá þess- um efasemdum sínum áður en þeir sannfærðu Colin Powell og aðra bandaríska ráðamenn um mikil- vægi upplýsinganna frá Janabi. Á þessar efasemdir var hins vegar ekki hlustað. Stríðsátökin í Írak hafa nú, nærri átta árum síðar, kostað meira en hundrað þúsund saklausa borgara lífið, en Janabi segist ekki fá alvar- lega bakþanka við þá tilhugsun. „Ég fékk þetta tækifæri til að spinna lygavef til að steypa stjórn- inni,“ sagði Rafid Ahmed Alwan al-Janabi í viðtali við breska dag- blaðið Guardian. „Ég og synir mínir erum stoltir af því, og við erum stoltir af því að hafa fært Írak vott af lýðræði.“ gudsteinn@frettabladid.is Segist stoltur af lygunum Íraskur flóttamaður í Þýskalandi hefur játað að hafa logið að þýskum leyniþjónustumönnum um reynslu sína af efnavopnaframleiðsu í Írak. Banda- ríkjamenn réttlættu innrás með upplýsingunum. EFNAVOPNA LEITAÐ Bandarískir hermenn á vettvangi í Írak nokkrum vikum eftir að innrásin hófst. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Konstantín II., landlaus kon- ungur Grikklands, kemur til Íslands í dag og dvelur fram yfir helgi. Hann sækir hér stjórnarfund Alþjóðasiglingasambandsins sem fram fer í Reykjavík um helgina. Konstantín II. er heiðursforseti sambandsins ásamt Haraldi Nor- egskonungi og sinnir því starfi af mikilli kostgæfni. Hefur hann stundað íþróttina í fjöldamörg ár og vann meðal annars gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Að sögn Úlfs Hróbjartssonar, for- manns Siglingasambands Íslands, er mikill fengur fyrir íþróttina að fá konunginn fyrrverandi og stjórn- arfund Alþjóðasambandsins hingað til lands. Stjórnarfundir sambandsins eru haldnir tvisvar á ári og sækja um 20 manns fundinn. „Markmiðið er að fá aðalfundinn hingað einhvern daginn, það er um 200 til 300 manna ráðstefna,“ segir Úlfur. Spurður hvort koma Konstantíns II. verði lyftistöng fyrir ástundun siglinga á Íslandi segir Úlfur að óneitanlega sé frábært að til skuli vera fólk sem gefi sinn tíma í það að sinna íþróttinni og öllu því starfi sem fylgi uppbyggingu hennar. „Konstantín ann siglingum og er enn að keppa og sinna íþróttinni og er það mikill fengur.“ - kag Stjórnarfundur Alþjóðasiglingasambandsins haldinn um helgina: Konstantín II. til Íslands í dag KONSTANTÍN II. Missti konungstitil sinn þegar gríska ríkið lagði niður konung- dæmið árið 1973. NORDICPHOTOS/AFPBOÐSKAPUR LISTAMANNS Spænski listamaðurinn Javier Calleja vinnur að uppsetningu sýningu sinnar á alþjóð- legu listahátíðinni FARCO í Madrid. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Greint er frá niður- skurði á fyrirhuguðu flugi Ice- landair til Kanada í TravelWeek, víðlesnasta fagtímariti ferðaiðn- aðarins þar í landi, í gær. Fram kemur að Icelandair hafi ætlað að lengja tímabil og fjölga ferðum til Toronto en til að upp- fylla skilyrði loftferðasamnings Íslands og Kanada hafi í staðinn þurft að draga úr flugi. Frá 13. apríl verður flogið fjórum sinn- um í viku í stað daglega og ferð- ir felldar niður í nóvember og desember. - óká Icelandair dregur saman segl: Dregið úr fyrir- huguðu flugi KÖNNUN Traust á Hæstarétti hefur minnkað, að því er fram kemur í nýrri könnun MMR. Kannað var traust fólks til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Um 35 prósent bera lítið traust til Hæstaréttar, miðað við 29 pró- sent í október í fyrra. Þá hefur traust á Fangelsismálastofnun minnkað. Lítið traust til hennar bera 22 prósent, miðað við 17,5 prósent í fyrra. Rúm 80 prósent treysta hins vegar Landhelgis- gæslunni og tæp 60 prósent sérstökum saksóknara. - áe Könnun MMR um traust: Traust minnkar til Hæstaréttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.