Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 17. febrúar 2011 3 Brasilísku arkitektarnir Felipe Tassara og Daniela Thomas, hönn- uðu pappavegg sinn árið 2006. Þau benda á umfjöll- un á vefritinu www.podbr. com árið 2006 og á www.cool- hunting.com árið 2007 því til áréttingar að þau gætu ekki hafa stolið hönn- un Friðgerðar Guðmundsdótt- ur vöruhönn- uðar eins og Fréttablaðið gaf til kynna í fyrirsögn á fimmtudaginn var en pappaveggurinn Stuðlar var lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. „Félagi úr hönnunargeiranum rak augun í pappavegginn á netinu, í fréttinni af þeim Demi Moore og Ashton Kutcher, og fór að tala um líkindin á Facebook. Engum okkar datt annað í hug en að einhver hefði stælt Stuðlana, því eins og ég sagði seinast þá hafa Stuðlarnir sem ég hannaði haustið 2007 farið víða um heim og birst í hönnunar- tímaritum í Ameríku og Evrópu,“ segir Friðgerður og tekur skýrt fram að sjálf hafi hún ekki þekkt til verka arkitektanna þegar hún hannaði Stuðla. Hún segir líkindin ótrúlega tilviljun og rifjar upp orð kennara síns úr LHÍ Guðmundar Odds Magnússonar. „Goddur þreyttist ekki á að segja okkur að ekkert væri nýtt undir sólinni. Hugmyndirnar liggi í loftinu og oft sé fólk að gera sömu hluti á ólíkum stöðum í heiminum á sama tíma. Þrátt fyrir að hafa heyrt hann segja þetta margoft þá hvarflaði ekki að okkur sá mögu- leiki að það væri hægt að gera svona líka hluti á svipuðum tíma, hinum megin á hnettinum! Ég verð bara að hugsa: Great minds think alike,“ segir Friðgerður eða: „Miklir hugsuðir hugsa eins.“ heida@frettabladid.is Líkindin ótrúleg tilviljun Felipe Tassara og Daniela Thomas eru höfundar pappaveggjar sem sýndur var á tískuvikunni í Sao Paulo í febrúar en bent var á líkindi hans við íslenska hönnun hér í blaðinu fyrir viku. Hönnun arkitektanna er frá árinu 2006 en sú íslenska útskriftarverk frá LHÍ 2008. „Great minds think alike,“ segir Friðgerður. Pappavegginn á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum sýndu brasilísku arkitektarnir Felipe Tassara og Daniela Thomas fyrst árið 2006. NORDICPHOTOS/AFP Hugtakið emo náði fyrst aðeins yfir tegund pönktónlistar á níunda áratug síðustu aldar. Heitið er tilkomið vegna þess að sviðsframkoma emo-tónlistarmanna þótti oft tilfinningaþrungin (e. emotional). Smám saman víkkaði þó merking orðsins út og er það notað yfir fleira en bara tónlist, til dæmis tísku. visindavefur.is Í tilefni af 40 ára afmæli tískuhússins Kenzo breytti hönnuðurinn Antonio Marras seinni hluta sýningarinnar á haust- og vetrarlínunni í fjölþjóðlegt ferða- lag og skapaði lifandi fataturna með tilvísun í hönnun Kenzo yngri sem eldri. FERMING Í FLASH Við erum á HANSKADAGAR NÚ ERU SÍÐUSTU HANSKADAGAR VETRARINS 30% afsláttur á randsaumuðum dömu- og herrahönskum, bláum flugfreyjuhönskum og fleiri góðum leðurhönskum frá fimmtudegi til laugardags Tískuverslun fyrir stelpur og konur. fermingakjólar Árshátíðarkjólar verð frá 5.900 Opið mán.föstud.Laug og sund. Suðulandsbraut 50 Bláu húsin við Faxafen 108 Reykjavík Tel: 5884499 mostc@mostc.is Við erum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.