Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 24
 17. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR4 Þó sífellt fleiri setji spurningarmerki við bótoxið og önnur efni sem sprautað er í hrukk- ur í andliti þá eiga fegrunar- læknar góða daga fram undan. Þjóð félag okkar er þjáð af æsku- dýrkun þar sem æ fleiri reyna að vinna gegn ellimörkum. En einnig má nefna að almenningur lifir lengur en áður og mun í framtíðinni verða lengur á vinnumarkaðnum, því er mikil- vægt að eldast vel. Lýtalæknar hafa nú fundið stóran viðskiptavinahóp þar sem karlar láta nú laga eitt og annað sem lætur á sjá með árunum. Í Bandaríkjunum fjölgar karlkyns- viðskiptavinum lýtalækna um níu prósent á ári og í Frakklandi sjá læknar svipaða þróun. Í vor verður í fyrsta sinn haldið læknaþing í Barcelona á Spáni þar sem eingöngu verður fjallað um fegrunaraðgerðir karla. Aðgerðirnar eru ekki þær sömu og konur gangast oftast undir. Konur færa sig æ meira að smáaðgerðum sem eru ekki eins róttækar eins og þegar sprautað er í hrukkurnar því þær vilja gjarnan geta mætt í vinnu eins og ekkert sé eftir að hafa jafnað sig yfir helgina. Karlmenn vilja hins vegar, sam- kvæmt sérfræðingum, ganga hreint til verks. Þeir hika ekki við stærri aðgerðir sem bera meiri sýnilegan árangur og eru þess virði að fara út í en til þess þarf að velja rétta tímann, til dæmis sumarfríið til að andlitið geti jafnað sig áður en snúið er til vinnu. Karlmenn láta taka af undirhökunni, fjarlægja poka af augnalokum og svo má ekki gleyma björgunarhringnum sem margir vilja láta hverfa. Síðast en ekki síst er hárígræðsla vin- sæl hjá körlum, nokkuð sem er nærri óþekkt hjá konum. Karl- menn skiptast á símanúmerum og upplýsingum um lækna, þar sem þeir stunda íþróttir eða ann- ars staðar þar sem þeir koma saman. Og þeim mun yngri sem þeir byrja, þeim mun óhræddari eru þeir. Ástæður þess að karlmenn vilja nú líta út fyrir að vera yngri en þeir eru eru í raun margþættar. Til dæmis má nefna að hér í Frakklandi var eftirlaunaaldur hækkaður á síð- asta ári og því er líklegt að menn verði lengur í vinnu en áður og þurfi að keppa við sér yngri menn á útlitssviðinu eins og ann- ars staðar. Oft er því um að ræða menn í ábyrgðarstöðum sem eru hræddir um að vera hallærisleg- ir við hliðina á yngri kynslóðum. Einnig eru háskólaprófessorar nefndir sem nýir viðskiptavinir læknanna þar sem þeir eru í návígi við ungt fólk og stöðugt undir augnaráði annarra. Það merkilega er þó að með auknu jafnrétti í vestrænu sam- félagi nota karlar fegrunarstaðla samfélagsins á sjálfa sig í stað þess að frelsa konur undan þeim. bergb75@free.fr Karlar undir hnífnum ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Einn aðallitur sumarsins verður blátt í öllum mögulegum og ómögulegum litabrigðum, ef marka má vor- og sumarlínur tískuhönnuða, og gildir það jafnt um kven- og karlmanna- fatnað. Skærbláir straumar léku um tísku- pallana á sýningum hönnuðanna fyrir vor og sumar 2011. Efnin eru mjúk og flæðandi; silki, siffon, satín og svo auðvitað dením. Oft er blátt og svart parað saman, til dæmis himinbláar buxur og svartir jakkar, eða breið svört belti við kvenlega bláa kjóla. Karlmennirnir fara ekki var- hluta af hinu bláa því hver tísku- hönnuðurinn á fætur öðrum sýndi skærblá jakkaföt, oft með svört- um eða rauðum skyrtum við. Það er því ekki úr vegi að kíkja á vorlínurnar, sem eru að birt- ast í verslunum þessa dagana, og verða sér úti um himinbláa flík á meðan við bíðum eftir vorinu. - fsb Blátt á blátt ofan Roberto Cavalli sýndi þessi skærbláu jakkaföt, sem lífga upp á stíl karlmanna. Diane Von Furstenberg er líka hrifin af bláa litnum. Verslun Sævars Karls er flutt úr Bankastrætinu á Hverfisgötu 6. Hin gamalgróna verslun Sævars Karls, sem lengi hefur verið við Bankastræti 7, verður opnuð á nýjum stað klukkan 17 í dag. Sá staður er við Hverfisgötu 6, beint á móti Arnarhóli þar sem verslunin Max Mara var áður. „Við hoppuðum bara yfir húsið og lentum hinum megin,“ segir Ellen Blomsterberg, starfsstúlka í fyrirtækinu, hlæj- andi þegar haft er orð á að búðin sé á sömu lengdargráðu og áður. Ellen segir verslunina vera fulla af nýrri og glæsilegri vor- og sumarvöru fyrir herra og dömur því nýjar sendingar hafi borist frá D&G, Schumacher, Cambio, JOOP, Rocco P, Baldessarini, Marc Cain Sport og Stenströms. Allt eru það þekkt merki í versluninni. Píanóleikarinn Jónas Þórir mun leika létta tóna við opnun- ina og klukkan 18 mun Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran syngja nokkur vel valin lög. Allir eru velkomnir. - gun Verslun Sævars Karls flytur Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGS- VERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2011 GÓÐVERKI? SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM. 1 2 3 4 5 SAMFÉLAGSVERÐLAUN Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags- verdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í apríl. að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 21. febrúa r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.