Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 Korkur er frábært gólfefni sem allar kynslóðir aðhyllast og nú sem aldrei fyrr. „Korkur er alltaf jafn vinsæll og sækir nú mjög í sig veðrið enda einstakt gólfefni með fágæta eiginleika,“ segir Alexander Þórs- son, sölumaður hjá Þ. Þorgrímssyni í Ármúla 29 sem byrjaði að selja ein- angrunarkork árið 1953 og kork sem gólfefni það herrans ár 1967. „Korkur er mjúkur undir fót, hljóðdempandi og einangrandi og 100 prósent náttúrulegt gólfefni af sjálfbærum eikartrjám. Hann er tekinn utan af stofni trésins á níu ára fresti og vex til fullnustu aftur á því árabili, sem er einkar umhverfisvænt,“ segir Alexander sem býður yfir hundrað útfærslur korkgólfa í verslun Þ. Þorgríms- sonar með fjölbreyttri litaflóru, munstrum og þykktum, en aðal- stærðir korkplatna eru 30x60, 45x45 og 45x60 sentimetrar. „Áður fyrr völdu Íslendingar kork að mestu á eldhúsgólf, enda þægilegt undirlag þegar staðið er við vinnu í lengri tíma. Nú hefur landslagið hins vegar gjörbreyst og fólk farið að leggja kork á alla íbúðina, sem kemur stórkostlega út. Margir trúa vart eigin augum þegar þeir skoða úrval korkgólfa í dag en sumar útfærslur eru eins og náttúrusteinflísar á að líta,“ segir Alexander um endingargott gólfefnið sem dugað getur manns- aldur. „Nú er vinsælt að setja kork á barnaherbergi enda ákjósanlegur kostur vegna hlýju sinnar og nota- legheita. Þá dregur hann mjög úr hættu á alvarlegum slysum vegna mýktar sinnar og mörgum þykir kostur að hann dregur úr hávaða þar sem til dæmis er skarkað í leikföngum,“ segir Alexander. „Æ fleiri uppgötva nú hversu flottur korkur er sem fljótandi gólfefni á allt heimilið. Við finn- um fyrir aukinni eftirspurn yngra fólks sem nú er að hefja búskap og ólst upp við kork, en það vill hafa gólfið eins og það var hjá mömmu,“ segir Alexander. „Okkar korkur kemur frá portúgalska framleiðandanum Amorim sem er einn sá stærsti í heiminum, með 130 ára starfs- reynslu. Íslendingar þekkja gæðin vel enda höfum við versl- að með hann í hartnær fimmtíu ár, og nú þykir ekki verra hversu orkusparandi hann er,“ segir Alexander og upplýsir vinsælustu litina nú. „Í korkinum eru dekkri litir, alveg út í svart, sem og alveg út í hvítt vinsælastir, og sígildir nátt- úrulegir, ljósbrúnir litir.“ Þ. Þorgrímsson er í Ármúla 29. Heimasíða er www.korkur.is. Mjúkur, hlýr og notalegur Hér stendur Alexander Þórsson, sölumaður hjá Þ. Þorgrímssyni, á spennandi og fjölbreyttu úrvali korkplatna frá portúgalska framleiðandanum Amorim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Meðal heitustu nýjunga í gólfefnum nú er vín- ylkorkur, sem er eins konar smelluparket með vínylhúð,“ segir Alexander Þórsson, sölumaður hjá Þ. Þorgrímssyni sem er eini aðilinn á gólfefnamark- aði sem selur þessa nýstárlegu gólflausn. „Vínylkorkur samanstendur af tveimur lögum af korki, smellubúnaði eins og fólk kannast við í park- eti, en efsta lagið er úr vínylhúð, sem er gríðarsterkt efni. Við byrjuðum að selja vínylkork úr Alaskaeik í fyrra og vissum ekkert hvað við værum að fara út í, en hún varð strax svo vinsæl að við ákváðum að bæta við línuna, sem nú fæst í fimm litum: alaska- eik, hvíttaðri eik, reyktri eik, Provence-eik og evr- ópskri eik,“ upplýsir Alexander um þetta sjóðheita gólfefni. „Vínylkorkur er afar flottur, nýr fyrir augað og aðeins öðruvísi en fólk á að venjast, en þó með mjög sjarmerandi og gamaldags útliti að sjá. Við veðj- um á að hann verði æ vinsælli valkostur og fólk af öllum kynslóðum fellur fyrir honum. Hann hentar hvarvetna þar sem viðarárferð kemur fallega út og það er leikur einn að leggja hann, en það þykir fólki mikilvægt í dag,“ segir Alexander og víst er að ekki skemmir fyrir að vínylkorkur kemur með áföstu undirlagi svo ekki þarf að fjárfesta aukalega í því, lími og öðru sem gjarnan fylgir gólfefnakaupum. „Vínylkorkur er skemmtileg, hlý og notaleg afurð frá Amorim í Portúgal sem enn eykur á útfærslu korkgólfa og þróar nýjar gólflausnir.“ Vínylkorkur það heitasta Vínylkorkur er slitsterkur og fallegur, með gamaldags viðar- gólfsútliti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.