Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 30
 17. FEBRÚAR 2011 FIMMTUDAGURBona Sprey Moppan Nýtt á Íslandi Gólfefnaval ehf • Vatnagarðar 14 • 104 Reykjavík • Sími 517 8000 Tilboðsve rð í febrúar 5 .900,- Innifelur: S prey mopp u, festiplötu m.rifslás, Örtrefjamo ppu og ph hlutlausa s ápu. Auðvelt að fylla á. Rétt blönduð sápa. Skilur ekki eftir ský á gólfi. Hentar öllum gerðum af viðargólfum, flísum og gólfdúkum. Takmarkar vatn á parketi. Umhverfisvænt. Ofnæmisprófað. Yfir 1.500.000 stk seld í USA. • • • • • • • • Gallerý Gólf er ný sérverslun með parket og flísar. Verslunin sérhæfir sig í stórum stærðum, plankaparketi og gegnheilum flísum. „Ég opnaði síðastliðið sumar versl- un þessa og við sérhæfum okkur í stærri einingum, eins og flísum í stærð 60x60 cm og 45x90 cm. Að sjálfsögðu erum við með minni stærðir eins og 30x60 cm. Einn- ig getum við boðið flísar í ennþá stærri stærðum eins og 90x90 cm og 60x120 cm. Sýnishornin í versl- uninni eru einnig stærri en gengur og gerist og við skerum okkur úr að því leyti,“ segir Sigurður Vilhelms- son, eigandi Gallerý Gólfs. Ein af nýjungunum í verslun- inni er gegnheilar flísar frá ít- alska framleiðandanum Cercom sem Sigurður segir reynast mjög vel. „Þetta eru gæðaflísar, gegn- heilar og afréttar, hægt að leggja með mjög grannri fúgu og má nota bæði úti og inni. Nýja línan frá Cercom inniheld- ur mjög fallegar flísar í hlýjum jarðlitum. Jarðlitir eru mjög vin- sælir í dag hjá arkitektum. Það er heldur ekkert því til fyrirstöðu að leggja þessar flísar á veggi þó að þær séu framleiddar sem gólfflísar. Við sjáum mikið af því að arkitekt- ar velji þessar gólfflísar á veggi og láti þær til dæmis flæða frá gólfi og upp á veggina inni á baðher- bergum,“ segir Sigurður og segir flísarnar einnig þægilegar hvað viðhald varðar. „Þær þurfa ekkert viðhald, ólíkt náttúrusteininum sem þarf reglu- lega að bera á; það er nóg að strjúka yfir þær með volgu vatni og örlítilli sápu.“ Úrvalið af plankaparketi í Gallerý Gólfi er breitt. Sigurð- ur segir útlit parkettsins alltaf að verða fjölbreyttara í litum þó að viðartegundum fjölgi ekki. „Viðartegundum sem slík- um hefur fækkað. Framleiðend- ur nota mikið eik og lita hana á ýmsan máta, í dökku eins og hnotu, hvíttaða og burstaða sem gefur grófa og náttúrulega áferð. Það er hægt að fá alls konar áferð- ir og útlit á eikina og við erum til dæmis með fimmtán mismunandi útfærslur á eikinni hjá okkur. Við erum einnig með gott úrval, bæði af hefðbundum plönkum og svo- kölluðum antikplönkum með gróf- ara yfirborði. Eins bjóðum við skemmtilega línu með mismun- andi breiðum borðum, til dæmis 10 sentimetra, 15 og 20 sentimetra breið, hvíttuð og olíuborin.“ Sigurður segir verslunina hafa gengið vel frá opnun. „Við hjá Gall- erý Gólfi bjóðum upp á góða vöru á góðu verði.“ Sigurður er einnig hafsjór af upplýsingum þegar kemur að ráð- leggingum hvað varðar gólfefna- val. „Ég hef starfað við þetta í tæpa fjóra áratugi en ég byrjaði árið 1973 í Málaranum í Bankastræti. Hef sérhæft mig í gólfefnum eins og parketti og flísum síðastliðin tuttugu ár.“ Gegnheilar ítalskar flísar „Við hjá Gallerý Gólfi bjóðum upp á góða vöru á góðu verði,“ segir Sigurður Vilhelms- son, eigandi Gallerý Gólfs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hægt er að fríska upp á gömul og slitin parketgólf með heildar lausnum Bona frá Gólfefnavali. „Sífellt verður vinsælla að fríska upp á gamalt parket enda góður valkostur með endalausar útfærsl- ur lita og lakks í boði,“ segir Gunn- ar Þór Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Gólfefnavals, sem sendir fagmenn heim til fólks í slíkum hugleiðingum. „Heildarlausnir Bona henta hvaða viðargólfi sem er. Starfs- menn Gólfefnavals mæta á stað- inn, taka út verkþáttinn og leggja lausnir fyrir viðkomandi. Þá bjóð- um við einnig rykfría parketslíp- un, með Bona-vélbúnaði, en eftir hana þarf varla að þurrka af þótt framkvæmdir hafi verið miklar,“ segir Gunnar Þór. „Við notum eingöngu umhverfis- væna vöru og engin spilliefni. Ryk- fría slípun framköllum við með Bona DS 79 ryksugu, afrafmögn- uðum sandpappír og parketslípi- vélum. Allur tækjabúnaður kemur frá Bona í Svíþjóð, eins og litirnir og lökkin, en Bona er einn stærsti framleiðandi umhverfisvænna lakka í heiminum og hefur verið starfrækt frá árinu 1919,“ segir Gunnar Þór. Gólfefnaval er í samstarfi við Félag íslenskra parketlagninga- manna og heldur reglulega nám- skeið hérlendis og erlendis til að viðhalda góðri vinnuþekkingu. NÚTÍMALEG ÞRIF SEM VIÐHALDA FAL LEGU VIÐARGÓLFI UM LANGA TÍÐ „Bona ræstingalínan er hluti af vöruþekkingu sem byggð er á yfir 90 ára reynslu Bona í meðferð viðargólfa. Til margra ára vann Bona með framleiðendum ræst- ingaefna að lausnum fyrir viðargólf en þeir höfðu ekki það sama að leið- arljósi. Því hóf Bona framleiðslu á eigin ræstingalínu. Reglubundin þrif eru lykilatriði til að halda viðar- gólfi fallegu árum saman. Áður voru þrifin leiðindaverk með tusku eða moppu, og fötu með hreinsiefni og vatni sem reyndi bæði á bak og þrek. Þetta er liðin tíð. Með nýju Bona spreymoppunni er einfaldlega úðað á gólfið og strokið yfir, ein- falt og þægilegt sem skilar góðum árangri,“ segir Gunnar Þór. Í dag vinnur Bona með stærstu parketframleiðendum heims og því hægt að treysta að vörulína þeirra hentar fyrir öll parketgólf. „Spreymoppan gerir þrifin svo skemmtileg að 11 ára tvíburun- um mínum hefur aldrei þótt eins gaman að skúra herbergin sín. Hönnun hennar miðast við rétt álag á háls og bak, og lipur og snúanlegur moppuhausinn auð- veldar þrif á erfiðum stöðum. Á moppustönginni sjálfri er hand- hægur brúsi með Bona Care ræst- ingarefni og því einfaldlega úðað eftir þörfum á gólfflötinn þar sem moppan tekur við því. Sé parket- ið rispað eða snjáð er svo leikur einn að endurnýja gljáa þess með Bona Refresher eða Freshen Up- gljáa.“ Sama hvað gengur á! Gunnar Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Gólfefnavals, með Bona Care sprey- moppuna og fleira frá Bona sem framkallar það besta í viðargólfum og lengir líftíma þess um árafjöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.