Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 31
gólfefni ●FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 7 Þeir fást í ýmsum útgáfum og eru bæði hlýir og hljóðein- angrandi, heimilisgólfdúkarnir frá Forbo Flooring Systems sem KJARAN Gólfbúnaður sel- ur. Svo eru þeir líka auðveldir og léttir í þrifum. KJARAN Gólfbúnaður selur vönd- uð gólfefni og býður meðal ann- ars eitt stærsta úrval heimilisgólf- dúka á landinu. „Hjá okkur fást ýmsar gerðir heimilisgólfdúka frá hinum þekkta framleiðanda Forbo Flooring Systems, sem er einn sá stærsti á sínu sviði í Evrópu,“ segir Svanur M. Gestsson, starfs- maður hjá KJARAN. „Þar á meðal eru svokallaðir stepp-dúkar, eða öryggisdúkar, og smaragd-dúkar, sem eru fjölnota og henta í fyrir- tæki, á ganga, í baðherbergi og fleira.“ KJARAN hefur selt heimilis- gólfdúka frá Forbo Flooring í fjölmörg ár og því er komin góð reynsla á þá hérlendis að sögn Svans. „Við höfum verið með þá í marga áratugi enda eru Íslending- ar fyrir löngu búnir að átta sig á þeim kostum sem slíkir dúkar búa yfir.“ Í því samhengi nefnir hann flott og fjölbreytt útlit. „Útlit og hönnun getur verið bæði hefðbundið eins og náttúruleg gólfefni eða óhefð- bundið í lit og mynstrum eins og fólk óskar.“ Hann segir fjölbreytn- ina gefa fólki óendanlega mögu- leika á að hanna og aðlaga híbýli sín eftir smekk og þörfum. „Svo er tiltölulega einfalt að leggja þessa dúka með leiðbeiningum frá okkur, andstætt við Línóleumparket þar sem kalla þarf fagmenn til verks- ins en við erum með lista yfir þá.“ Þá segir Svanur einn helsta eiginleika heimilisgólfdúka vera hljóðdempandi eiginleika. „Yfir- leitt eru þeir 16 desíbíl, gegnum- sneiddir og svona tveggja, þriggja og fjögurra metra breiðir og því hægt að leggja þá án samskeyta í sum rými,“ útskýrir hann og getur þess að þetta stuðli að hreinu og heilsusamlegu og ekki síður rólegu og afslöppuðu umhverfi, sem reyn- ist oft öllu erfiðara með hörðum gólfefnum. „Það má líka nefna að heimilis- gólfdúkarnir eru mjög auðveld- ir og léttir í þrifum, eru með sér- staka viðhaldshúð sem hindrar að óhreinindi festist við yfirborðið. Það þarf því bara rétt að moppa yfir með volgu vatni og pínulít- illi sápu, þá er þetta komið,“ segir Svanur og nefnir loks að andstætt flísum og parketi séu dúkarnir hlýir undir fæti, sem skapi vellíðan við leik og störf á heimilinu. Hlýir og hljóðeinangrandi Heimilisdúkar frá Forbo Flooring Syst- ems fást í versluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svanur M. Gestsson segir KJARAN Gólfbúnað bjóða upp á gott úrval vandaðra gólfefna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● MOTTUR KJARAN Gólf búnaður sérhæfir sig í dyramottum og hreinsimott- um fyrir heimili, fyrirtæki og fjölbýlishús. Góðar dyramott- ur koma í veg fyrir að óhrein- indi berist inn á gólf og valdi sliti og skemmdum á gólf- efni. En ræsting gólfefna er stærsti daglegi kostnaðarliður- inn í rekstri fasteigna og hús- næðis. KJARAN býður raka- sogandi og rykhindrandi mottur úr gúmmíi, „spagettí“ og kókos, sem er 100 prósent náttúrulegt efni með mikinn þrifeiginleika. ● LÍNÓLEUM PARKET Marmoleum Click eru gólf- borð og flísar klæddar með línóleumdúk. Efnið þarf ekki að líma. Því er smellt saman á köntunum og því auðvelt að leggja það. Marmoleum Click fæst í miklu litaúrvali og því auðvelt að búa til munstur og útlit að eigin smekk. Línóleum parket er gert úr náttúru- legum korki og línolíu sem hleður upp hita. Efnið er því hlýtt og án kulda sem oft fylg- ir steinflísum og lökkuðu park- eti og uppfyllir gæðastaðla Nature Pulse-umhverfismerk- isins sem gerir meiri kröfur en Svansmerkið um innihald og sjálfbærni. KJARAN Gólfbúnað- ur vinnur með löggiltum dúk- lagningamönnum sem bjóða fulla ábyrgð á öllum sínum verkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.