Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 42
26 17. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR26 menning@frettabladid.is Svonefnt Biggahádegi verð- ur haldið í höfuðstöðvum Arion banka í dag, þar sem ferli Birgis Andréssonar myndlistarmanns verða gerð skil í máli og myndum. Klara Stephensen, umsjónar maður listaverka hjá Arion banka, vonar að þetta sé vísir að áframhald- andi listauppákomum í bankanum. Þröstur Helgason bókmenntafræð- ingur og Guðmundur Oddur Magn- ússon listfræðingur flytja fyrirlest- ur um Birgi Andrésson, list hans og feril í fyrirlestrasal Arion banka í Borgartúni í hádeginu í dag. Auk þess verða um 20 verk eftir Birgi úr safni Rögnu Róbertsdóttur og Péturs Arasonar til sýnis. „Ég hef mikinn áhuga á því að kynna myndlist fyrir viðskiptavin- um bankans,“ segir Klara Stephen- sen, umsjónarmaður listaverka í eigu Arion banka. Klara hafði sam- band við Kristján B. Jónasson hjá Crymogeu, sem gaf út bókina Birg- ir Andrésson – í íslenskum litum fyrir jól, og bar undir hann hug- myndina að gera listamönnum skil í bankanum. „Og útkoman var þetta sam- starf milli okkar hjá Arion banka, Crymogeu og Péturs Arasonar, sem lánaði okkur verk til að setja hér upp,“ segir Klara. Það er fágætt að fjármálastofnun standi fyrir listviðburðum í eigin húsakynnum til að vekja athygli á öðrum listaverkum en úr eigin safni. Klara segir mikinn áhuga á myndlist innan bankans, til dæmis haldi starfsmenn úti öflugu listvina- vélagi auk þess sem bankinn eigi um 1.250 listaverk í fórum sínum. „Bankinn hefur aldrei selt nein verk, það stendur ekki til og ekki einn einasti kröfuhafi hefur reynt að eignast þau. Bankinn einfald- lega á þessi listaverk. Ég hef séð um að skrá verk í eigu bankans og það starf hefur smám saman verið að þróast, til dæmis út í þetta litla samstarfsverkefni. Eina markmið- ið er í sjálfu sér að vekja fólk til umhugsunar um hvað við eigum marga góða myndlistarmenn.“ Fyrirlestur Þrastar og Guð- mundar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. bergsteinn@frettabladid.is BIGGI Í BANKANUM Bíó Paradís hlaut hæsta styrk menn- ingar- og ferðamálaráðs Reykjavík- urborgar fyrir árið 2011, alls fimm milljónir. Tilkynnt var um styrk- veitingar ráðsins á dögunum. Alls hlutu 85 umsækjendur af 215 styrk vegna starfsemi á menningarsvið- inu árið 2011, samtals að upphæð 55,7 milljónir króna. Tón l ista rhópur i n n C aput var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkur borgar og hlýtur tveggja milljóna króna styrk. Næst- hæsti styrkurinn, 4,4 milljónir, rann til Nýlistasafnsins. Þá hlaut tónlistar- hátíðin Norrænir músíkdagar sem hefur verið haldin frá árinu 1888, 2,5 milljóna króna styrk. Norðurlöndin fimm skiptast á um að halda hátíð- ina, og í ár er komið að Íslandi. Þá hlaut Möguleikhúsið styrk upp á 2,2 milljónir króna en leik- hópurinn Vesturport fékk tvær milljónir. Aðrir umsækjendur sem hlutu styrk á bilinu ein til 1,8 átta milljónir eru Jazzhátíð í Reykja- vík, Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova, Havarí, Kammer- sveit Reykjavíkur, Kling og Bang gallerí, Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar, Stórsveit Reykjavíkur, Lókal leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival og Gallerí Ágúst. Að auki var samþykkt 7,5 millj- ón króna framlag ráðsins til sam- starfssamninga við Alþjóðlega kvikmyndahátíð og sex milljón króna framlag til Útóns vegna tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Bíó Paradís hlaut hæsta styrkinn í ár Óperan Carmen eftir Georges Bizet, verður sýnd í þrívídd í beinni frá London í Sambíóunum í mars næst- komandi. Um er að ræða samvinnuverkefni RealD og hins nýopnaða Konunglega óperuhúss í London. Óperan verður sýnd með skjátextum í RealD-þrí- víddarbíóum um heim allan frá og með 5. mars næstkomandi. Carmen er ein vinsælasta ópera heims en hún var frumflutt árið 1875. Miðdepill hennar er hin skap- bráða Carmen, sem hefur skelfileg áhrif á alla þá karlmenn sem hún fær til fylgilags við sig. Francesca Zambello leikstýr- ir uppfærslunni en um þrívídd sér Julian Napier. Óperan verður sýnd í Sambíóunum í Kringlunni og á Akureyri 5. mars en þrjár sýningar til viðbótar verða í Kringlubíói. Carmen í þrívídd BÍÓ PARADÍS Heimili kvikmyndanna sem stofnað var í gamla Regnboganum við Hverfisgötu í haust hlaut hæsta styrk menningar- og ferðamálaráðs í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STENDUR FYRIR BIGGAHÁDEGI Klara Stephensen, umsjónarmaður listaverka hjá Arion banka, vill kynna viðskiptavinum bankans myndlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK VERÐI BÓKMENNTABORG Reykjavíkurborg hefur sótt um að verða ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Hljóti Reykjavíkurborg titilinn, sem er varanlegur, yrði Reykjavík hluti af vaxandi samstarfsneti Bókmenntaborga en þar eru nú fyrir Edinborg í Skotlandi, Iowa City í Bandaríkjunum, Melbourne í Ástralíu og Dublin á Írlandi. Fleiri borgir munu bætast við á næstu misserum og vonast Reykjavíkurborg eftir svari frá Unesco innan sex mánaða. - Konudagurinn - Í tilefni af konudeginum verður sérstakur matseðill hjá okkur helgina 18 – 20. febrúar. Um er að ræða 3ja rétta kvöldmatseðil á góðu verði. *Forréttur* Humar- og sjávarrétta fantasía *Aðalréttur* Lambafille með rótargrænmeti og sætkartöflumauki *Eftirrréttur* Frönsk súkkulaðikaka með ís og jarðaberjum Verð aðeins 4.800 kr. – pr mann. Borðapantanir í síma 483 3330 eða berist á netfangið raudahusid@raudahusid.is Góður kvöldverður á góðu verði í aðeins 45 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. rauða húsið á Eyrarbakka MYNDLIST Dieter Roth Óskum eftir að kaupa bókverk eftir Dieter Roth UPPL. Í SÍMA 552 2060 // 820 4729 Gallery Nútímalist Skólavörðustíg 3 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Skólaljóð Ýmsir - Halldór Pétursson Máttur viljans Guðni Gunnarsson Utangarðsbörn - kilja Kristina Ohlsson WikiLeaks David Leigh og Luke Harding Candida sveppasýking Guðrún G. Bergmann Prjónaklúbburinn - kilja Kate Jacobs METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 09.02.11 - 15.02.11 Sumarlandið Guðmundur Kristinsson Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.