Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.02.2011, Blaðsíða 46
30 17. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Ingvar E. Sigurðsson er sigur sælasti leikarinn á Edduverðlaunahátíðinni en hann hefur fengið fimm Eddur fyrir leik sinn í íslenskum kvikmyndum eða stuttmyndum. Kristbjörg Kjeld hefur oftast hlotið Edduna af íslenskum leik- konum. „Verðlaunin skipta ekki miklu máli upp á leiklistina að gera, ég verð hvorki verri né betri leikari fyrir vikið,“ segir Ingvar E. Sigurðsson. Hann er sigursælasti leikari Eddu- verðlaunahátíðarinnar, hefur hlot- ið þau fimm sinnum fyrir leik og einu sinni fyrir handrit. Ingvar gæti bætt tveimur stytt- um í safnið á laugardaginn því hann er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Kóngavegi og besta handrit ásamt Vesturportshópnum fyrir Brim. Lausleg könnun Fréttablaðs- ins leiðir jafnframt í ljós að þegar Ingvar hefur verið tilnefndur hefur hann alltaf farið með styttuna heim. Hann hlaut meira að segja verð- launin fyrir stuttmyndina Slurpinn & Co á fyrstu Edduverðlaunahátíð- inni árið 1999. Ingvar segist ekki vera mikill verðlaunakarl og hann fyllist jafnframt kvíða þegar hann er tilnefndur. „Það er mest gaman á þessum Edduverðlaunum þegar allt er yfirstaðið því þá eru allir að fagna í góðu partístuði.“ Ingvar er reyndar ekki sigur- sælasti kvikmyndagerðarmaður- inn því sá heiður hlotnast Baltasar Kormáki, sem hefur hlotið hana sjö sinnum. Fast á hæla honum kemur Ragnar Bragason með sex Eddur. Dagur Kári getur reyndar skotist fram úr Ragnari ef Íslenska kvik- mynda- og sjónvarpsakademían verður honum hliðholl þetta árið. Dagur hefur þegar hlotið fimm Eddur og er tilnefndur til fjögurra í ár; tveggja fyrir tónlist Slowblow í kvikmyndunum Brim og The Good Heart og svo fyrir leikstjórn og handrit. Karlarnir hafa haft þá tilhneig- ingu að deila ekki Eddunum jafnt á milli sín heldur hafa þær safn- ast á hendur örfárra manna. Þegar konurnar eru annars vegar er hins vegar annað uppi á teningnum því aðeins ein leikkona hefur hlotið Edduna oftar en tvisvar, en það er Kristbjörg Kjeld. Hún hefur unnið styttuna góðu fyrir Kaldaljós, Mávahlátur og Mömmu Gógó auk þess sem hún hefur verið tilnefnd fyrir bæði Fíaskó og Hafið. freyrgigja@frettabladid.is BALTASAR OG INGVAR Í SÉRFLOKKI Hljómsveitin Prinspóló held- ur útgáfutónleika á Faktorý í kvöld. Á tónleikunum verður plata sveitarinnar, Jukk, flutt í heild sinni auk þess sem nokk- ur lög af EP-plötunni Einn heima eru á efnisskránni. Höf- uðpaur Prinspóló og skapari hljómsveitarinnar er Svavar Pétur Eysteinsson. Auk hans eru í bandinu Kristján Freyr trommuleikari, Lóa Hjálm- týsdóttir hljómborðsleikari, og Loji Höskuldsson gítarleikari. Aðgangs- eyrir á tónleikana er 1.000 kr og hefjast þeir um tíu- leytið. Prinspóló spilar Jukk 24 Bíó ★★★★ True Grit Leikstjóri: Joel Coen, Ethan Coen Leikarar: Jeff Bridges, Matt Damon, Josh Brolin, Hailee Steinfeld, Barry Pepper. Bræðurnir kunna þetta Fólki fannst fyrstu myndir Coen-bræðra nýstárlegar og húmorinn ferskur. Árin hafa liðið og myndirnar eru orðnar ansi margar. En húmor Coen- bræðra er ekki enn farinn að sýna nein þreytumerki. Óviðjafnanleg persónusköpun bræðranna er þeirra helsta einkenni, auk bráðfyndinna samtala, og þessi atriði skína ætíð í gegn, hvort sem sögusviðið er Missis- sippi á kreppuárunum eða Los Angeles nútímans. Í True Grit heim- sækjum við villta vestur Coen-bræðra og fylgjumst með táningsstúlkunni Mattie Ross (Hailee Steinfeld) sem ræður löggæslumanninn Rooster Cogburn (Jeff Bridges) til þess að leita morðingja föður síns. Cogburn er drykkfelldur hrotti sem er þekktur fyrir að skjóta fyrst og spyrja svo, og því tilvalinn í verkið. Í för með þeim slæst síðan uppskafningslegur lögreglumaður frá Texas, LaBoeuf, sem leikinn er af Matt Damon, en hann á einnig hagsmuna að gæta og freistar þess að ná ódæðismanninum fyrir annan glæp sem hann framdi áður. Myndin er byggð á sömu bók og samnefnd kvikmynd frá 1969, en þar voru þeir John Wayne og Glen Campbell í helstu hlutverkum. Leikararnir skila sínu og gott betur. Jeff Bridges er stórkostlegur í hlutverki þvoglumælta fylliraftsins og ekki er á allra færi að skilja hvað hann segir. Nýliðinn Steinfeld stendur sig eins og hetja. Bæði eru þau tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir frammistöðuna, Bridges í flokki aðalleikara en Steinfeld sem besta leikkona í aukahlutverki. Þetta þykir mér (og fleirum) furðu- legt, enda er Mattie Ross augljós aðalpersóna True Grit og mikið mæðir á leikkonunni. Matt Damon er sprenghlægilegur og þeir Josh Brolin og Barry Pepper eru stórskemmtileg illmenni. Ég ætlaði nú varla að þekkja Pepper, svona illa tenntan og viðurstyggilegan. Taktur myndarinnar er hægur en góður. Húmor Coen-bræðra virkar jafn vel í villta vestrinu og annars staðar. True Grit verður þó að teljast sem ein af alvörugefnari verkum bræðranna, og þó stutt sé í glensið tekur myndin afar dramatíska stefnu undir lokin. Þetta hafa Coen-bræður alltaf gert vel og kunna það greinilega ennþá. Eftir stendur glæsileg mynd, spennandi og spaugileg, og aðdáendur bræðranna geta strax farið að hlakka til næstu myndar. Þeir virðast ekki kunna að gera annað en að gera skemmtilegt bíó. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Aðdáendur Coen-bræðra fá heilmikið fyrir sinn snúð. Andi Fargo og Blood Simple svífur yfir vötnum. Lebowski-sprellið bíður betri tíma. ÓSKARSVERÐLAUNAEFNI Jeff Bridges og Hailee Steinfeld í hlutverkum sínum í True Grit. MILLJÓNIR KRÓNA hefur nýtt barnaherbergi Davids og Victoriu Beckham kostað. Þau eiga vona á fjórða barni sínu og hafa að sögn slúðurmiðla vestanhafs aldrei litið á verðmiða hlutanna sem keyptir hafa verið í barnaherbergið. Slurpinn & Co: 1999 Leikstjóri: Katrín Ólafsdóttir Englar alheimsins: 2000 Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson Kaldaljós: 2004 Leikstjóri: Hilmar Oddsson Mýrin: 2006 Leikstjóri: Baltasar Kormákur Foreldrar: 2007 Leikstjóri: Ragnar Bragason EDDURNAR HANS INGVARS SÉR Á BÁTI Ingvar E. Sigurðsson hefur hlotið fimm Eddur á sínum farsæla ferli sem leikari. Hann hlaut auk þess Eddu ásamt öðrum fyrir handritið að kvik- myndinni Foreldrum. Ingvar getur bætt tveimur styttum í safnið í kvöld og sagan sýnir að Ingvar tapar ekki ef hann er tilnefndur. Kristbjörg Kjeld er sigursælasta leikkona Eddunnar og sú eina sem hefur hlotið fleiri en tvær því hún hefur staðið uppi sem sigurvegari í þrígang. Baltasar Kormákur er aftur á móti sigursælasti kvik- myndagerðarmaðurinn; hann á sjö Eddur í sínum fórum. SVAVAR PÉTUR Hljómsveitin Prins póló held- ur útgáfutón- leika á Faktorý í kvöld. Faxafen 12 S. 533-1550. OPIÐ VIRKA DAGA 11 – 18 LAUGARD. 11 – 16 SUNNUD. 13 –16 Dömu & herrafatnaður Úlpur 4.990,- til 7.990,- Softshell 2.990,- til 4.990,- Flíspeysur 1.990,- Undirfatnaður 2.990,- SÍÐUSTU DAGAR LAGERSALA Rýmum fyrir vor & sumarvörum Barnafatnaður Flíspeysur 1.990,- Softshell 3.990,- Úlpur 4.990,- Gallar 4.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.