Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 HÚSNÆÐISMÁL Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þús- und íbúðir sem eru í eigu lífeyris- sjóða, banka og annarra lánastofn- ana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði. Samráðshópur á vegum velferðar ráðuneytisins hefur átt í viðræðum við lífeyrissjóði, sveitarfélög og lánastofnanir um aðkomu þeirra að slíkum félögum. „Flestir eru sammála um að það þurfi að efla almennan leigu- markað. Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir þessu. En þeirra fjár- festingar verða eðlilega að skila lágmarksarðsemi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður hópsins. Sigríður segir að öflugri leigu- markaður geti haft jákvæð áhrif víða í þjóðfélaginu. Hann gæti meðal annars unnið gegn bólumyndun á fasteignamarkaði, auk þess sem meiri sveigjanleiki í húsnæðismálum geti verið hag- kvæmur fyrir atvinnu- og efna- hagslíf. Leigumarkaðurinn eigi þá að vera raunhæfur valkostur, óháð félagsslegum og efnahagslegum aðstæðum. „Séreignarstefnan hefur lengi verið ríkjandi viðhorf en ekki bara vegna þess að fólki finnist betra að eiga íbúð, heldur líka til að njóta öryggis og stöðugleika,“ segir hún. Kerfi húsaleigubóta og vaxta- bóta eru þess eðlis að almenn- ingur er beinlínis hvattur til húsnæðiskaupa, að mati Sigríðar. „Að mínu mati er ekki fært að efla leigumarkað en viðhalda þessum mismun á milli kerfa,“ segir hún. Umsvif á fasteignamarkaði hafa dregist verulega saman frá hruni á meðan tvöföldun hefur verið á leigumarkaði. Samkvæmt tölum frá Þjóð- skrá náði húsnæðismarkaður- inn hámarki árið 2005 þegar nær 16.000 kaupsamningum var þing- lýst, en þeir voru rúmlega 4.600 í fyrra. Þinglýstum leigusamningum fjölgaði úr 5.000 árið 2006 upp í rúmlega 10.000 síðustu tvö ár. Samráðshópurinn, sem er meðal annars skipaður fulltrúum stjórn- valda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða, mun leggja fram tillögur sínar 1. apríl. - þj , sv Þriðjudagur skoðun 12 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Jessica Expósito Lozano kom til Íslands á dögunum til að kenna líkamsræktarform sitt, Batuka.Ekkert er ómögulegt É g lifi eftir þeirri sannfæringu að óski ég einhvers nógu mikið verði það að veruleika,“ segir hin spænskJessic E í fimleikum og dansi frá unga aldri. Átján ára var hún farin að ferðast um heiminn til að kennalíkamsrækt og Jessica kom hingað til lands fyrir tilstuðlan UPál Vaxandi heilsubrestir í samfélaginu verða umfjöllunarefni Daves Jack í Andrews-leikhúsinu að Ásbrú í Reykjanesbæ annað kvöld klukkan 20. Dave er þekktur þjálfari og fyrirlesari og í erindi sínu bein- ir hann einkum sjónum að aðferðum til að bæta heilsu barna. Lyon 2ja sæta sófiVerð frá 132.900 Lyon 3ja sæta sófiVerð frá 172.900 199.900 kr Verð áðu r 399.900 kr Patti Húsgögn Íslenskir sófar sniðnir að þinum þörfumMál og áklæði að eigin vali. Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 349.900 kr Verð áðu r 383.900 kr Hefur þú SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 22. febrúar 2011 43. tölublað 11. árgangur Flestir eru sammála um að það þurfi að efla almennan leigumarkað. SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR ÞINGKONA SAMFYLKINGARINNAR Spenntur yfir gjöfinni Eiður Ágúst Gunnarsson fær tónleika í 75 ára afmælisgjöf í dag. tímamót 16 Lánastofnanir á leigumarkað Samráðshópur á vegum velferðarráðuneytisins vill efla leigumarkað í landinu í samstarfi við einkaaðila. Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir hugmyndinni en þurfa að skila lágmarkshagnaði, segir formaður hópsins. FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI FRÓÐLEIKUR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Á nýjum slóðum Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann tekur þátt í gjörningi Ragnars Kjartanssonar. fólk 26 RÓLEGHEIT Í dag verður yfirleitt hæg austanátt og úrkomulítið en dálitlar skúrir syðra. Hvessir í nótt. Hiti 0-8 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 0 3 5 5 2 FAGNA SIGRI Íbúar í Benghazi í Líbíu klifra upp á yfirgefinn skriðdreka í búðum öryggissveita Gaddafis í borginni í gær, eftir að hafa hrakið menn hans úr búðunum. Benghazi er meðal þeirra borga, sem talið er að uppreisnarmenn hafi á valdi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP’ 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Leigja frekar en að kaupa Kaupsamningar Leigusamningar Á meðfylgjandi töflu sést að þinglýstum húsaleigusamningum á landinu fjölgaði verulega eftir hrun, á sama tíma og hrun varð á fasteignakaupum. Heimild: Þjóðskrá Hættir Guðmundur í sumar? Málefni landsliðsþjálfara karla í handbolta verða skoðuð í sumar. sport 22 LÍBÍA Staða Moammars Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, virtist fara versnandi eftir því sem leið á gærkvöldið. Sveitir Gaddafis höfðu þá brugðist af mikilli hörku við uppreisninni í landinu og talið var að tugir eða hundruð manna hefðu fallið. Sumar stærstu borg- ir landsins voru sagðar á valdi uppreisnarmanna. Fyrr um daginn höfðu fjöl- margir snúið baki við Gaddafi og stjórn hans. Þar á meðal var dómsmálaráðherrann sem til- kynnti afsögn sína og fjölmarg- ir sendimenn Líbíu á erlendri grund, síðast sendinefnd landsins hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Einn úr þeirra hópi, Ibrahim Omar Al Dabbashi, sakaði Gaddafi um þjóðarmorð. Hann hvatti SÞ til að banna allt flug til Líbíu til að hindra erlenda mála- liða, sem hann segir Gaddafi hafa kallað á sér til hjálpar, í að komast til landsins. Ban Ki-moon, aðalritari SÞ, ræddi við Gaddafi í gær og hvatti hann til að binda enda á ofbeldi í landinu. Allar fréttir frá landinu eru óljósar þar sem erlendu fjölmiðlafólki er meinaður aðgangur. Þó hermdu nokkrar fréttastof- ur að fjölmargir úr stétt klerka hefðu hvatt til þess að Gaddafi yrði velt úr sessi. Þeirra á meðal er Yusuf al-Qaradawi, einn áhrifamesti súnníklerkur heims. Þegar blaðið fór í prentun hafði sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greint frá því að von væri á sjónvarpsávarpi frá Gaddafi. - þj / sjá síðu 4 Sveitir einræðisherra Líbíu bregðast af mikilli hörku við uppreisninni í landinu: Staða Gaddafis versnar sífellt SIGLINGAMÁL Forsvarsmenn Eim- skips gagnrýna norsk lögreglu- yfirvöld hart vegna vinnubragða þeirra eftir strand Goðafoss í Oslóarfirði. Lögregla hefur gefið upp viðkvæmar upplýsingar sem skipstjóri gaf í yfirheyrslum. Eimskip hyggst leggja fram kvörtun vegna þessa. Nú liggur fyrir að norski haf- sögumaðurinn yfirgaf Goðafoss löngu áður en skipið var komið framhjá hættum í skerjagarð- inum. Þetta hafði úrslitaáhrif á hvernig fór, segir Gylfi Sigfús- son, forstjóri Eimskips. Goðafoss verður dreginn af strandstað á morgun. Skemmd- ir á botni skipsins gætu náð yfir fimmtíu metra kafla á botni þess. - shá / sjá síðu 10 Goðafoss dreginn á morgun: Kvarta undan upplýsingaleka ICESAVE Talið er líklegt að þjóðar- atkvæðagreiðsla um Icesave- samninginn fari fram um miðjan apríl. Samkvæmt lögum verð- ur hún að fara fram fyrir 20. apríl. Samkvæmt skoðanakönnun MMR sem birt var í gær myndi meirihluti lands- manna, um 58 prósent, samþykkja samninginn í kosningum, en um leið styðja rúmlega 60 prósent ákvörðun forseta um að leggja málið í dóm þjóðarinnar. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði í Kastljósi í gærkvöldi að hann hefði íhugað að segja af sér eftir synjun forseta Íslands á fyrri Icesave-lögunum í mars í fyrra. - þj / sjá síðu 6 Icesave í þjóðaratkvæði: Kosið innan tveggja mánaða BAN KI-MOON MOAMMAR GADDAFI STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.