Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 4
22. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 GENGIÐ 21.02.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9324 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,48 117,04 188,84 189,76 159,26 160,16 21,36 21,484 20,458 20,578 18,17 18,276 1,3997 1,4079 182,07 183,15 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Aumir og stífir vöðvar? Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum Nýtt lok! Auðvelt að opn a VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 5° -6° -2° -1° -1° -2° -2° 21° 8° 15° 1° 26° -7° 7° 12° -6°Á MORGUN Víða allhvasst eða hvasst, einkum NV-til. FIMMTUDAGUR 5-13 m/s. 8 5 5 5 3 2 2 2 3 0 0 8 7 6 7 6 3 4 3 6 5 6 6 5 42 6 31 6 5 5 HVESSIR Í NÓTT Það bætir heldur í vind í nótt og þá einkum sunnan og vestan til og má búast við all- hvössum eða hvössum vindi suðvestanlands í fyrramálið og norð- vestanlands fram á síðdegið. Úrkomu- samt um allt land á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÍBÍA Mörg hundruð manns eru sagðir hafa verið drepnir í mót- mælum í Líbíu. Mótmælin halda áfram og hafa nú náð til höfuð- borgarinnar Tripoli. Þar var skotið á mótmælendur og herma fréttir að meðal annars hafi her- flugvélar skotið á fólk úr lofti. Íbúar í Tripoli sögðu einnig að sprengjum hefði verið varpað á borgina. Mótmælendur eru sagðir hafa náð nokkrum borgum á sitt vald, þar á meðal Benghazi, annarri stærstu borg landsins. Sonur Moammars Gaddafi forseta, Saif el-Islam, viðurkenndi í sjón- varpsávarpi á sunnudagskvöld að mótmælendur hefðu náð tveimur borgum á sitt vald. Hann lofaði umbótum í landinu en varaði við því að ef mótmæli héldu áfram væri hætta á að borgarastyrjöld brytist út. Þá sagði hann að her- inn væri í liði með föður sínum og barist yrði „til síðasta manns, síðustu konu, síðustu byssukúlu“. Dómsmálaráðherra lands- ins, Mustafa Mohamed Abud Al Jaleil, sagði af sér embætti í gær vegna ofbeldisverka hers- ins og öryggissveita. Sendiherra landsins hjá Arababandalaginu sagði einnig af sér í gær og til- kynnti stuðning við mótmælend- ur. Sendiherra landsins í Ind- landi hefur einnig sagt af sér. Níu starfsmenn ráðuneytisins í Bretlandi og þrír starfsmenn í sendiráðinu í Svíþjóð hafa hætt störfum fyrir ríkisstjórn Líbíu. Utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsins fordæmdu árás- ir stjórnvalda á mótmælendur í gær. Allir embættismenn Banda- ríkjanna sem hægt var að koma úr landi hafa verið fluttir frá Líbíu ásamt fjölskyldum sínum. Evrópuþjóðir hafa einnig gripið til slíkra aðgerða, auk þess sem alþjóðleg olíufyrirtæki hafa flutt starfsmenn sína á brott. Lokað hefur verið fyrir inter- netið að mestu og ekki er hægt að hringja til annarra landa úr landlínum. Því hefur verið erfitt að fá fréttir staðfestar. William Hague, utanríkisráð- herra Bretlands, sagðist í gær hafa fengið upplýsingar sem bentu til þess að Gaddafi hefði eða gæti flúið til Venesúela. Embættismenn þar neituðu þess- um fregnum. Ljóst þykir þó að hann hafi flúið höfuðborgina. Þá lentu tvær líbískar her- flugvélar á Möltu í gær og gáfu flugmennirnir sig fram við yfir- völd. Á Möltu lentu einnig tvær þyrlur með sjö manns sem sögð- ust vera franskir ríkisborgarar. thorunn@frettabladid.is Átökin magnast enn í Líbíu Mikil mótmæli gegn stjórn Gaddafis í Líbíu. Sonur forsetans viðurkennir að mótmælendur ráði tveimur af stærstu borgunum en hótar blóðugu stríði við mótmælendur. Líbískir sendimenn snúast gegn stjórninni. BENGHAZI Kveikt var í byggingum sem hýstu öryggissveitir borgarinnar Benghazi í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa náð völdum í borginni, sem er önnur stærsta borg landsins. Blóðug átök áttu sér stað þar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Líbía er á milli Egyptalands og Túnis, þar sem þjóðarleiðtogar hafa farið frá völdum undanfarið. ■ 6,4 milljónir manna búa í landinu. ■ Meðalaldur er 24 ár. ■ Tripoli er höfuðborg landsins og tæpar tvær milljónir manna búa þar. ■ Moammar Gaddafi hefur verið einræðisherra yfir landinu frá árinu 1969. Hann komst til valda eftir að herinn tók völd í byltingu. Staðreyndir um Líbíu Marokkó Átök halda áfram í Miðausturlöndum 1 2 3 4 5 6 Djíbútí: Að minnsta kosti einn látinn í mótmælum gegn forset- anum Ismail Guelleh. 1. Marokkó: Þúsundir mótmælenda hafa krafist þess að konungurinn, Mohammed VI., víki ríkis- stjórninni frá og gefi frá sér einhver völd. 2. Túnis: Tugir þúsunda hröktu öryggissveitir á brott og kröfðust nýrrar tímabundinnar ríkisstjórnar. 3. Líbía: Mótmæli gegn Muammar Gaddafi hafa magnast og þeim hefur verið mætt af mikilli hörku. Hundruð hafa verið drepin. 4. Egyptaland: Bankar hafa verið opnaðir á nýjan leik og verkföllum er lokið. 5. Barein: Stjórnarand- stæðingar segjast vera að leggja lokahönd á kröfur sem afhenda á leiðtogum landsins. 6. Jemen: Þúsundir mótmæltu í gær og kröfðust afsagnar forsetans Ali Abdullah Saleh. Túnis Líbía Egyptaland Barein Íran Jórdanía Sýrland Alsír Trípólí Jemen © Graphic News SAMKEPPNI Verslunin Kostur birtir nú auglýsingu á vefnum þar sem starfsmenn Bónuss eru sýndir versla í Kosti. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir starfsmennina hafa verið myndaða við verðkönnun í versluninni. „Eigendur Kosts eru og hafa alltaf verið velkomnir að gera verðkannanir í verslunum Bón- uss,“ segir Guðmundur. „En Kostur hefur bannað okkur að gera verðkannanir hjá sér, þann- ig að við höfum þurft að versla til þess að sjá verðið hjá þeim. Þetta er þeirra ákvörðun og það er ekk- ert meira um það að segja.“ - sv Bónus í auglýsingu Kosts: Myndaðir við verðkönnun AUGLÝSING KOSTS Auglýsingin sýnir starfsmenn Bónuss versla í Kosti. SVÍÞJÓÐ Héraðsdómur í Svíþjóð hefur dæmt mann í 18 ára fang- elsi fyrir morð og limlestingu. Morðið þykir sérlega hrottalegt. Morðinginn fór heim til fórnar- lambs síns vopnaður kjöthamri og hnífi. Fórnarlambið hlaut yfir hundrað áverka og lést af völdum þeirra. Morðinginn skar getnaðar- lim fórnarlambsins að lokum af og tróð ofan í kok hans. Annar maður var dæmdur í tengslum við málið, en sá stóð vörð um íbúð- ina á meðan morðinginn var þar inni. Sá var dæmdur í tveggja ára fangelsi. - þeb Dæmdur í fangelsi í Svíþjóð: Drap mann með kjöthamri LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri stöðvaði kannabisræktun í íbúð á Akureyri um helgina. Hald var lagt á fjórtán kanna- bisplöntur, nokkra græðlinga og búnað til ræktunar. Við leit í íbúðinni var síðan lagt hald á um tuttugu grömm af marí- júana sem er talið vera afgangur af fyrri ræktun á sama stað. Tveir menn á þrítugsaldri viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa staðið að ræktuninni. Á laugardaginn gripu svo lög- reglumenn inn í fíkniefnavið- skipti sem áttu sér stað á miðri íbúðargötu á Akureyri. Þrír aðil- ar voru handteknir og í fram- haldinu var framkvæmd húsleit á heimili þess sem var að selja efnin. Þar var lagt hald á um 70 til 80 grömm af maríjúana. Efn- inu hafði verið pakkað í söluein- ingar og var falið á víð og dreif um íbúðina. Aðfaranótt sunnudags var lög- reglan kvödd að fjölbýlishúsi í bænum vegna kvartana undan hávaða. Er lögregla kom á staðinn kom í ljós að fíkniefna hafði verið neytt. Þrír voru handteknir og smáræði af fíkniefnum var hald- lagt, einnig tæki og tól til neyslu. Síðan var samkvæmið leyst upp. Öll málin teljast upplýst. - jss MARÍJÚANA Lögregla stöðvaði kannabis- ræktun og fíkniefnaviðskipti um helgina. Lögreglan kom upp um þrjú fíkniefnamál á Akureyri um síðustu helgi: Greip inn í fíkniefnaviðskipti SVÍÞJÓÐ 55 sænskir lögreglumenn hafa verið dæmdir fyrir ölvunar- akstur á síðustu fimm árum. Aðeins einn þeirra hefur misst vinnuna í kjölfar slíks dóms. Þetta kemur fram í tölum sem sænska dagblaðið Metro hefur tekið saman. Mörg dæmi voru um að lögreglumennirnir lentu í árekstrum eða keyrðu út af undir áhrifum. Þónokkrir voru dæmdir í fangelsi vegna brotanna. Sá eini sem missti vinnuna var dæmdur vegna fjölmargra annarra brota. - þeb Lögreglumenn í Svíþjóð: Aka ölvaðir en halda vinnunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.