Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 6
22. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum NAPOLI hitastýrt sturtusett 30.900 13.995 NAPOLI hitastýrð blöndunar- tæki f. baðkar SAFIR sturtusett 2.995 NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu 11.900 ICESAVE „Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hol- lenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórn- völd munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upp- lýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokk- uð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkis- stjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blað- ið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu inn- stæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifj- ar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé rík- isstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjun- um, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að sam- skipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópu- sambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samning- ur hefði verið felldur í þjóðarat- kvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri tals- vert hagstæðari en fyrri samning- ar. Eftir sölu eigna gamla Lands- bankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is Segja Icesave-viðræðum lokið Bretar og Hollendingar bíða eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Gæti tafið fyrir aðildar- viðræðum við Evrópusambandið. Ekki frekari viðræður, segir talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins. Hvorki Franek J. Rozwadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, né Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, vildu í gær tjá sig um þá ákvörðun forsetans að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag og möguleg áhrif þess á aðildarviðræð- ur stjórnvalda við ESB og efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS. Á skrifstofu AGS hér var tilkynnt að frídagur hefði verið í Bandaríkjunum í gær og gæti svo farið að Rozwadowski tjáði sig um málið í nafni AGS í dag. Sendinefnd ESB hér á landi sagði hins vegar um innanríkismál að ræða. Icesave-samningurinn er innanríkismál TÆKNI „Skráningum gjörsamlega flæddi yfir okkur þegar þetta kom fyrir nokkrum dögum, mest frá Þýskalandi,“ segir Eiríkur Sveinn Hrafnsson, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins GreenQloud. Fyrirtækið var á dögunum valið eitt af 25 rísandi stjörnum innan tölvuskýjageirans í Evrópu á fagvefnum Cloudtweaks. Eiríkur segir þetta mikinn heið- ur en bendir á að athyglin hafi valdið lúxusvanda. „Vð erum í raun með allt of mikið af skrán- ingum og erum ekki með búnað til að anna þessu öllu,“ segir hann. GreenQloud var stofnað í febrú- ar í fyrra og hýsir það tölvuský sitt í gagnaveri Thor Data Center í Hafnarfirði. Þetta er ekki fyrsta viðurkenn- ing GreenQloud en fyrirtækinu hlotnaðist sá heiður í fyrra að vera valið eitt af ellefu álitlegustu tæknisprotafyrirtækjum heims í keppni bandaríska vefritsins Gigaom.com. Eiríkur segir GreenQloud í beinni samkeppni við erlend tölvuský. Þar á meðal eru risar: Google, Amazon og Yahoo. GreenQloud eitt af 25 athyglisverðustu fyrirtækjunum í tölvuskýjageiranum: Taka þátt í nútímaiðnbyltingu Með tölvuskýi er átt við hýsingu á hugbúnaði og miðlægum gögnum í gagnaveri þjónustu- fyrirtækis. Yfirleitt er keypt áskrift að tölvuskýinu í lengri eða skemmri tíma. Það getur hentað litlum fyrirtækjum, sem þurfa ekki að fjárfesta í dýrum hug- og vélbúnaði heldur kaupa áskrift að honum í tölvuskýi. Á meðal þjónustunnar er Gmail-tölvupóstþjónustan, og allir leikir tölvu- leikjafyrirtækisins Zynga, þar á meðal Facebook-leikurinn FarmVille. Hvað er tölvuský? „Tölvuskýin eru algjörlega að breyta tölvubransanum. Þau eru að gera það sama fyrir tölvuiðn- aðinn og iðnbyltingin gerði fyrir framleiðsluna,“ segir hann. - jab FRUMKVÖÐULL Tölvuský eru álíka stórt skref í tæknigeiranum og iðnbyltingin, segir framkvæmdastjóri GreenQloud. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ICESAVE 57,7 prósent Íslendinga myndu staðfesta Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var niðurstaða skoðanakönnun- ar sem MMR gerði. 771 svaraði könnuninni. 60,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki lögin. 74,3 prósent stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar sögðust ekki styðja ákvörðun forsetans en 76,5 prósent þeirra sem ekki styðja rík- isstjórnina studdu forsetann. - þeb Skoðanakönnun MMR: Meirihluti vill staðfesta Icesave ICESAVE Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin fer væntanlega fram um miðjan apríl. Samkvæmt nýlegum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur mega ekki líða meira en tveir mán- uðir frá ákvörðun forseta fram að kosningum og því má kjördagur vera í síðasta lagi hinn 20. apríl. Innanríkisráðherra mun ákveða kjördag, sem og væntanlega spurningu á kjörseðlinum. Talið er að dagsetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í dag. - þj Tímasetning þjóðaratkvæðis: Kosningar um miðjan apríl AFTUR TIL ÞJÓÐARINNAR Atkvæða- greiðsla um fyrri Icesave-samninginn fór fram 6. mars í fyrra. FORSETINN SYNJAR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í fyrradag þá ákvörðun sína að vísa Icesave-samningnum í þjóðar- atkvæðagreiðslu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Telur þú eðlilegt að hækka út- svar í Reykjavík til að bregðast við niðurskurði í skólakerfinu? Já 41,2% Nei 58,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslu um Icesave? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra sagði í Kastljósviðtali í gærkvöldi að hann hefði íhugað afsögn vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að synja Icesave-lögunum staðfestingar í fyrra skiptið. „Ég sagði það við hann að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði það í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur sem hafnaði því að hann hefði haft í hótunum við forsetann. Sigmar Guðmundsson fréttamaður vitnaði í orð Ólafs Ragnars í Silfri Egils þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári hafa verið þung- bæra og afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur segist eftir umhugsun hafa valið að sitja, því að hann hafi ekki viljað hlaupa frá þeim verkum sem lágu á hans borði. Hann hefði heitið því að draga vagninn og það ætlar hann sér að gera áfram. Steingrímur sagði jafnframt í viðtalinu að viðbrögðum Breta og Hollendinga væri best lýst sem undrun og vonbrigðum, enda hefði breið samstaða náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um sjötíu prósent. Steingrímur segir Breta og Hollendinga ólík- lega til þess að setjast aftur að samningaborð- inu, verði samningurinn felldur. Þá verði dóm- stólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. - shá Steingrímur J. Sigfússon íhugaði afsögn vegna synjunar forsetans í fyrra: Hafði ekki í hótunum við Ólaf Ragnar SVARAÐ FYRIR ICESAVE Steingrímur sagði í Kastljósvið- talinu að rök forsetans fyrir synjun væru „hæpin“. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.