Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 14
14 22. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR Að undanförnu hafa þingmenn og ráðherra sakað sveitar- stjórnarmenn í Flóahreppi um mútur í samningum sveitarfélags- ins við Landsvirkjun. Marga fjar- stæðuna hef ég heyrt úr sölum Alþingis en þessi slær flest met. Nú er það svo að fólk er kosið í sveitarstjórn til að gæta hags- muna sveitarfélagsins og íbúa þess, jafnt í samningsgerð við Landsvirkjun og hverj- um þeim störfum sem vinna þarf fyrir sveitar- félagið hverju sinni. Mér vitanlega hefur enginn sveitarstjórnarmaður í Flóahreppi persónuleg- an hag af því að virkjað verði við Urriðafoss. Og hverjar eru svo múturn- ar sem upp hafa verið taldar, t.d. vatnsveitan? Aðstæður eru þannig að áhrifasvæði virkjun- arinnar nær að vatns- verndarsvæði sveitar- félagsins. Ef illa tækist til á virkjunartímaum eða síðar yrði Lands- virkjun án efa skaða- bótaskyld fyrir því tjóni og er því með aðkomu að vatnsveitu Flóahrepps fyrst og fremst að tryggja eigin hagsmuni og orðspor. Samningar um þetta eru eðlilegir þegar hafðir eru í huga almannahagsmunir íbúa og eðlileg varúðarregla. Lagfæring vega hefur verið nefnd sem mútur til handa Flóa- hreppi. Um er að ræða þjóðveg sem liggur þvert um sveitina og hefur lengi verið lélegur en er engu að síður þjóðvegur og sem slíkur á vegaáætlun með viðhald og endurbætur er tímar líða fram. Ef nú Landsvirkjun tekur sig til og fær að flýta uppbyggingu vegar- ins á sinn kostnað eru það líklegast raforkukaupendur Landsvirkjun- ar sem borga fyrir það, það kemur væntanlega til með að spara ríkis- sjóði útgjöld. Eru þetta þá mútur til ríkissjóðs? Er það þá með samþykki fjár- málaráðherra? Þar sem Flóahreppur hefur aldrei haft neitt með viðhald á þessum vegi að gera er ljóst að fjárhagslegur ávinningur sveitar- félagsins af uppbyggingu vegarins yrði enginn. Hvað varðar aðkomu Lands- virkjunar að kostnaði við gerð skipulags í sveitarfélaginu hefur Hæstiréttur fellt sinn dóm og ekki þýðir að deila við dómar- ann, hvorki fyrir umhverfisráð- herra né aðra. Öllum má vera ljóst að þetta er áfellisdómur yfir starfsaðferðum ráðherrans. Svo virðist að Hæstiréttur kom- ist að þeirri niðurstöðu að ekki sé óeðlilegt að framkvæmdaaðilar kosti að einhverju leyti gerð skipu- lags eða skipulagsbreytinga sem gera þarf vegna fyrir- hugaðra framkvæmda þeirra. Full þörf er á þessu vegna þess að flest sveitarfélög hafa ekki úr miklum fjár- munum að spila til ann- ars en lögbundinnar starfsemi, og ekki hægt að ætlast til að þau kosti dýra skipulagsvinnu fyrir utanaðkomandi fyrirtæki af almannafé sveitarfélagsins. Og einkum þegar aðstæður eru til dæmis með þeim hætti að þrátt fyrir mikla og dýra skipulagsvinnu fá þau engar tekjur af starf- semi viðkomandi fyrir- tækis. Urriðafossvirkjun er skýrt dæmi um slíkt þar sem skatttekjur lenda allar austan Þjórsár en rask og kostnaður ekk- ert síður vestanmegin. Um sann- girni slíkra laga mætti hafa mörg orð. En ég hirði ekki um að tína fleira til, allt sem nefnt hefur verið sem mútur er einfaldlega samfélagslegar umbætur og upp- bygging innviða samfélagsins hér í Flóahreppi. Sumt mun spara ríkissjóði útgjöld, t.d. lagfæring vega. Ég tel að sveitarstjórnar- fólk í Flóahreppi hafi með samn- ingum sem gerðir hafa verið við Landsvirkjun sýnt samfélagslega ábyrgð og hófsemi og borið þjóðar- hag fyrir brjósti. Ég krefst þess af alþingismönn- um og þeim er um þessi mál fjalla að þeir geri það af heiðarleika og sanngirni og sleppi öllum tilhæfu- lausum ásökunum um mútur og annað álíka. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Mér vitan- lega hefur engin sveitar- stjórnar- maður í Flóahreppi persónulegan hag af því að virkjað verði við Urriða- foss. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndar- lögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mót- mæla meintri aðför að ræktunar- frelsi og telja að boðaðar breyt- ingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðing- in var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum mark- miðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur“ og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktun- arstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitka- greni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norð- vesturhluta Bandaríkjanna, berg- fura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaf- lega drjúgur hluti af þessu hana- stéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra ára- tugi þegar hinar stórvöxnu teg- undir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, til- gangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 millj- ónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skafta- fellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóg- inum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við spar- að nokkur hundruð milljónir, end- urheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundr- uð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlileg- um leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógrækt- arfólk til að vinna með umhverfis- yfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir. Bráðnauðsynlegar breytingar á náttúruverndarlögum Náttúruvernd Snorri Baldursson líffræðingur og áhugamaður um ný náttúruverndarlög Ólafur Gíslason skrifar í Frétta-blaðið þann 25. janúar að ég hafi borið alvarlegar ásakanir á hendur Guðrúnu Kristjánsdótt- ur myndlistarkonu og sýningar- stjóra í Hallgrímskirkju. Þessar ásakanir les Ólafur út úr pistli sem ég flutti í þættinum Víðsjá á RÚV þann 12. janúar. Þar fjallaði ég um myndlistargjörning þar sem komið var inn á mál tveggja sýn- inga sem hætt var við að setja upp í Listasafni Árnesinga og anddyri Hallgrímskirkju. Fram að svari Ólafs hafði enginn séð sér fært að bregðast við opinberum ásökun- um Hannesar Lárussonar um að þessar stofnanirnir hefðu ritskoð- að sýningar hans. Það er alvarlegt að ásaka aðra um ritskoðun jafnvel þótt hún sé „aðeins“ á sviði mynd- listar, en þegar slíkar ásakanir eru einu sinni komnar á kreik í fjöl- miðlum er hægt að ætlast til þess að málinu sé fylgt eftir. Í pistlinum minntist ég á þögnina sem ríkt hefur um ásak- anirnar og vildi með því benda á að bæði fjölmiðlar og myndlistar- heimurinn virtust ófær um að taka þær til málefnalegrar umfjöllun- ar. Það virðist litið svo á að hvorki söfnuðurinn í Hallgrímskirkju né íbúar Árnessýslu eigi rétt á að skilja hvað gerðist. Íslenskur myndlistarheimur kvartar gjarn- an undan áhugaleysi almennings, en spyr ekki hvernig almenning- ur á að fá áhuga á einhverju sem er honum lokað. Ólafur Gíslason hefur með grein sinni varpað ljósi á að í Hallgrímskirkju hafi komið upp samstarfsörðugleikar þar sem skoðanir myndlistarmanns- ins og skipuleggjanda sýningar- innar fóru ekki saman. Samstarfs- örðugleikar geta alltaf komið upp og fyrir þeim geta legið margvís- legar ástæður. Í þessu tilfelli eru myndlistarmenn minntir á að þeir eru ekki eyland í sínum störfum. Þeir þurfa að vinna innan ramma stofnana sem sýna verk þeirra og í samstarfi við sýningarstjóra og forstöðumenn. Vilji listamaður- inn ögra stofnuninni þarf hann að vinna hana á sitt band. Takist það ekki er stofnuninni í lófa lagið að koma í veg fyrir að hann fái að sýna. Í lokaorðum pistilsins á RÚV segir að aflýsing áðurnefndra sýninga varpi ljósi á þá staðreynd að menningarstofnanir þoli ekki að hvað sem er sé sagt í þeirra nafni. Hér er fast að orði kveð- ið en Ólafur staðfestir þetta. Ég tel að við hljótum að geta horfst í augu við að samfélag hvers tíma á sér mörk sem eftir á að hyggja geta virst óskiljanleg, en eru engu að síður til staðar. Þessi mörk eru ekki algild og fara eftir sam- henginu en í tilfelli umræddra sýninga ákváðu forstöðumaður Listasafns Árnesinga og sýning- arstjórinn í Hallgrímskirkju að virða ákveðin siðferðileg mörk og taka um leið fagurfræðilega afstöðu. Það er erfitt að tala um það sem maður hefur ekki séð en kjarni málsins í grein Ólafs er sá að Hannes neitaði að taka mörkin til greina. Hann reynd- ist hvorki sveigjanlegur né fær um að standa fyrir máli sínu með nægilega sannfærandi hætti til að þeir sem báru endanlega ábyrgð væru tilbúnir til að standa með honum. Af þessum sökum verður umræðan persónuleg og ómögu- legt að ræða kjarna málsins, sem er sá að menningarstofnanir hafa sín mörk. Mörk menningarstofnana Myndlist Margrét Elísabet Ólafsdóttir myndlistargagnrýnandi Stóra mútumálið í Flóahreppi Skipulagsmál Helgi Sigurðsson bóndi í Súluholti í Flóahreppi Tilboð óskast í rekstur Hótel Hlíðar / Króks sem liggur í skjóli Hellisheiðar í Ölfusinu skammt frá ótal náttúruperlum, golfvöllum, reiðhöllum og fleiri afþreyingarmöguleikum. Hótelið er fullbúið sem 3ja stjörnu hótel og leigist í því ástandi. Húsið verður til sýnis miðvikudaginn 23. febrúar n.k. og er tilboðsfrestur til 28. febrúar. Eigendur áskilja sér rétt til að velja hvaða tilboð sem er eða hafna þeim öllum. Til leigu rekstur á Hótel Hlíð, Ölfusi Frekari upplýsingar gefur Sigrún Þorgrímsdóttir í síma 575 4059 eða í sigrunbt@byr.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.