Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Jessica Expósito Lozano kom til Íslands á dögunum til að kenna líkamsræktarform sitt, Batuka. Ekkert er ómögulegt É g lifi eftir þeirri sannfæringu að óski ég einhvers nógu mikið verði það að veruleika,“ segir hin spænska Jessica Expósito Lozano. Hún kom hingað til lands á dögunum að kenna líkamsræktarkerfi sitt Batuka á Fitness Fusion hátíðinni. Jessica er vel þekkt í heimalandi sínu enda hefur hún verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Hún fæddist í smábæ í Girona á Spáni og hefur verið í fimleikum og dansi frá unga aldri. Átján ára var hún farin að ferðast um heiminn til að kenna líkamsrækt og var þá þegar að þróa sitt eigið líkamsræktarkerfi. Jessica hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af líkamsræktarmyndbandi sínu og árið 2006 setti hún heimsmet. „Þá var ég að vinna fyrir spænska sjónvarpið að Idol-keppninni þar í landi. Heimsmetið setti ég þegar ég leiddi 600 þúsund manns í einu í Batuka-dansi,“ segir hún glaðlega. Jessica kom hingað til lands fyrir tilstuðlan Unnar Pálmarsdóttur og líkaði landið og fólkið afar vel. Merkilegast fannst henni þó að fara í Bláa lónið. „Því verður ekki lýst með orðum,“ segir hún hrifin. Þá fór hún einnig í upptökuver Latabæjar. „Það var frábært, enda eru þættirnir vinsælir á Spáni.” Nánari upplýsingar um Jessicu og Batuka er að finna á www. jessicaexposito.com. solveig@frettabladid.is Vaxandi heilsubrestir í samfélaginu verða umfjöllunarefni Daves Jack í Andrews-leikhúsinu að Ásbrú í Reykjanesbæ annað kvöld klukkan 20. Dave er þekktur þjálfari og fyrirlesari og í erindi sínu bein- ir hann einkum sjónum að aðferðum til að bæta heilsu barna. Lyon 2ja sæta sófi Verð frá 132.900 Lyon 3ja sæta sófi Verð frá 172.900 199.9 00 kr Verð áður 399.9 00 kr Patti Húsgögn Íslenskir sófar sniðnir að þinum þörfum Mál og áklæði að eigin vali. Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 349.9 00 kr Verð áður 383.9 00 kr Hefur þú gert góðverk í dag? Kynntu þér málið nánar á

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.