Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 17
HÁSKÓLAR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 | KYNNING Háskólinn á Bifröst býr yfir töfrum sem felast í fegurð umhverfisins, persónulegum kennsluaðferðum og sérstökum lífsstíl sem ótvírætt skapast í háskólaþorpi. „Lítill skóli getur leyft sér margt sem stórir skólar geta ekki,“ segir Bryndís Hlöðversdótt- ir, rektor á Bifröst. Hún tekur sem dæmi hóp- vinnu með tíu til tólf manna verkefnahópum. „Ódýrasta leiðin er að fylla stóran sal af nem- endum og halda fyrirlestur yfir þeim en við aðhyllumst meira skapandi kennsluaðferðir,“ segir hún og lýsir þeim nánar. „Við viljum að nemendur séu virkir í náminu með samræð- um í kennslustundum. Við trúum því að það að læra í samstarfi við aðra og í gegnum raunhæf verkefni sé betri leið en ítroðsla með gamla laginu.“ Hún segir námið við skólann nátengt atvinnulífinu og því leggi hún upp úr því að fá kennara sem séu úti á akrinum til viðbótar þeim sem séu í fullu starfi á staðnum. Grunnnáminu er lokið á tveimur og hálfu ári á Bifröst því um heilsársskóla er að ræða. Þær greinar sem þar boðið upp á eru viðskiptalög- fræði, viðskiptafræði og HHS, sem er samsett úr heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Það nám á sér rætur í Bretlandi að sögn Bryn- dísar. „Þetta er yngsta námsbrautin okkar, það er góður hópur sem hefur útskrifast þaðan og haslað sér völl hér og þar í samfélaginu.“ Heildarfjöldi nemenda við Háskólann á Bifröst er í kringum 700. Þeir búa ekki allir á svæðinu því boðið er upp á fjarnám í við- skiptafræði og meistaranám í alþjóðaviðskipt- um, einnig menningarfræðum og menning- arstjórnun í samstarfi við Háskóla Íslands. „Meistaranemarnir hittast tvisvar á önn hér og eru hér fjórar vikur yfir sumarið. Það er fjölbreyttur hópur,“ lýsir Bryndís. Frumgreinadeild er á Bifröst fyrir fólk sem ekki hefur lokið námi til stúdentsprófs en er tilbúið að taka afganginn með stífu námi. Bryndís segir hana vinsæla hjá fólki á ýmsum aldri sem taki skrefið inn í háskóladeildirnar þaðan. „Góður kjarni okkar nemenda er ungt fólk sem kemur beint úr framhaldsskóla,“ segir hún. „En við leggjum upp úr því að fá líka inn fólk sem er eldra. Það myndast öðru- vísi umræða í tímum þar sem nemendur eru á ólíkum aldri og með fjölþætta reynslu.“ Bryndís nefnir einstaklega gott umhverfi fyrir fjölskyldur á Bifröst. „Við erum með Hjallastefnuleikskóla, notalegan grunnskóla á Varmalandi og nýjan menntaskóla í Borg- arnesi. Svo er lífsstíllinn hér þannig að við erum sjálf okkur nóg um flesta hluti. Erum með ágæta verslun, góða líkamsrækt, öflugt félagslíf og kaffihús sem er hálfgerð félags- miðstöð. Svo búum við í miðju málverki og vilj- um vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.“ Bryndís tók við stjórnartaumunum á Bifröst um síðustu áramót en hefur starfað við skól- ann frá árinu 2005 sem deildarforseti og að- stoðarrektor. „Ég tók við sterkri arfleifð sem mér finnst skylda mín að standa vörð um,“ segir hún og er bjartsýn á framtíðina fyrir hönd skólans. Erum inni í miðju málverki Undir Grábrók, með Hraunsnef og Baulu sem bakhjarla er hið einstaka háskólasamfélag á Bifröst. Bifröst er háskólaþorp sem á sér enga hliðstæðu á Ís- landi. Heildarfjöldi nemenda á Bifröst er í kringum 700. Þeir búa ekki allir á svæð- inu því hluti af nemenda- hópnum er í fjarnámi. Háskólinn á Bifröst leggur mikla áherslu á ögrandi verkefnavinnu og krefj- andi umræður nemenda og kennara í litlum verkefna- hópum. Boðið er upp á grunn- nám, meistaranám og nám í frumgreinadeild sem er undanfari háskólanáms. Fólk lýkur grunnnámi á Bif- röst á tveimur og hálfu ári því jólafrí eru stutt og sum- arfrí aðeins tveir mánuðir. Því er fólk fyrr tilbúið að fara út í atvinnulífið en úr flestum öðrum háskólum. Lífið á Bifröst er einstak- lega fjölskylduvænt og býður upp á hagkvæman og heilbrigðan lífsstíl. Virðing fyrir umhverfinu er sterk í háskólasamfélaginu á Bifröst. EFTIRTEKTARVERT Bryndís Hlöðversdóttir rektor hefur starfað við Háskólann á Bifröst frá árinu 2005 er hún hætti þing- mennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Tíu góðar ástæður 1. Háskólaþorpið - einstakt umhverfi 2. Kennsla - persónuleg og einstaklingsmiðuð 3. Námið - nýtir þverfagleg tengsl 4. Verkefnavinna - sjálfstæð frá byrjun 5. Sérhæfð þjálfun - strax við lok grunnnáms 6. Samheldni einkennir nemendasamfélagið 7. Svæðið er kreppufrítt 8. Sumarnám styttir námstímann 9. Nemendum gengur vel að fá vinnu eftir nám 10. Náttúran efl ir sál og líkama Kynntu þér námsframboðið á vef skólans: www.bifrost.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.