Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 20
22. FEBRÚAR 2011 ÞRIÐJUDAGUR Heimsóknir heimsþekktra vísindamanna, málþing, fyrirlestrar, sjónvarpsþættir og bókaútgáfa eru á meðal þess sem er á dagskrá í Háskóla Íslands í tilefni af aldarafmæli skólans. Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli í ár en skólinn var stofnaður árið 1911. Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs hjá HÍ, segir að aldarafmælinu verði fagnað allt árið og um allt land með fjölbreyttum viðburðum sem opnir verða öllum. Jón Örn segir að öll fimm fræðasvið skólans haldi úti sérstakri dagskrá í einn mánuð hvert á afmælisárinu. Þá sé efnt til fjölda ráðstefna, málþinga, fyrirlestra og samkoma. „Hápunktar dagskrárinnar eru hátíðarfyrirlestraröð rektors, hátíðarmálþing um áskoranir 21. aldarinnar og afmælishátíð í haust, sem og heimsóknir nokkurra heimsþekktra vísindamanna,“ segir Jón Örn. Þessir vísindamenn eru Noam Chomsky, David Suzuki, Linda Darling-Hammond, Robert David Putnam og Nóbelsverðlaunahafarnir Francoise Barré-Sinoussi og Elizabeth Blackburn. Áhersla á miðlun vísinda Í dagskrá afmælisársins er lögð áhersla á miðlun vísinda til almennings og barna. „Háskóli unga fólksins, sem er haldinn á hverju vori hér í HÍ við miklar vinsældir, verður nú stærri og veglegri en nokkru sinni. Hann verður einnig á ferð um landið sem hluti af svokallaðri Háskólalest sem heimsækja mun fjölda staða á landsbyggðinni með fyrirlestra og námskeið. Í lestinni verður líka Vísindavefurinn sem mætir með fjölbreytt og spennandi viðfangsefni fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Jón Örn. Að hans sögn eru Bangsaspítalinn landsfrægi, vísindasýningar og verkfræði- og tölvunarfræðidagur dæmi um liði í dagskrá afmælisársins fyrir börn og ungmenni. „Þá verða haldin örnámskeið fyrir almenning, veffyrirlestrar, tja ldspja l l á Austurvel l i , ljósmyndasamkeppni og sýndir sjónvarpsþættir um rannsóknir kennara og nemenda skólans í Ríkissjónvarpinu, auk þess sem vegleg bók um 100 ára sögu Háskóla Íslands kemur út á árinu,“ segir Jón Örn. Hann segir stúdenta koma til með að setja mark sitt á dagskrána með fjölmörgum viðburðum, sýndarréttarhöldum laganema og ungmenningarhátíð svo að eitthvað sé nefnt. „Loks munu nemendur í hagnýtri menningarmiðlun setja upp sýningu um aldarsögu háskólans.“ Háskóli Íslands í 100 ár Fjölbreytt dagskrá fyrir börn og ungmenni verður á afmælisárinu. Jón Örn Guðbjartsson Háskóli Íslands og Ferðafélag Ís- lands hafa ákveðið að taka hönd- um saman og standa fyrir reglu- legum gönguferðum í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. „Reynsla og þekking leiðsögu- manna Ferðafélagsins og þekk- ing kennara og vísindamanna há skólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta ná- grenni þess,“ segir Jón Örn Guð- bjartsson. Hann segir að göngu- ferðirnar verði léttar, skemmti- legar og fræðandi og taki hver um sig tvær klukkustundir. „Markmið samstarfsins er að færa almenningi afmælisgjöf sem felst í fræðslu og hollri úti- vist. Um leið er vakin athygli og áhugi á fjölbreyttri starfsemi Há- skóla Íslands og Ferðafélags Ís- lands,” segir Jón Örn. Í síðustu göngu var fjölmenni en þá leiddi Pétur Ármannsson arkitekt hópinn og fræddi um byggingarsögu Guðjóns Samúels- sonar húsameistara ríkisins og hugmyndir hans um „háborg ís- lenskrar menningar“ sem átti að rísa á Skólavörðuholti. „Næsta ganga er 12. mars en þá mun Laufey Steingrímsdóttir, pró- fessor á Rannsóknastofu í næring- arfræði á Landspítala og við Mat- væla- og næringarfræðideild Há- skóla Íslands, leiða gönguferð þar sem saga, menning og matur er meginefnið. Gengið verður um gamla grænmetisgarða, stakk- stæði, veitingastaði og verslanir liðins tíma.“ Með fróðleik í nesti Gönguferðirnar eru afmælisgjöf til almennings í formi fræðslu og hollrar útiveru. ● BÍÓ Í FIMMTÍU ÁR Háskólabíó fagnar fimmtíu ára afmæli nú á aldarafmæli Háskóla Íslands. Af því tilefni verða endursýndar valdar myndir úr safni kvikmyndahússins sem margar hafa ekki sést á hvíta tjaldinu árum saman. Myndirnar verða sýndar á mánudögum, í anda mánudagsmyndanna sem Háskólabíó var þekkt fyrir á árum áður. Kvikmyndirnar verða einungis sýndar í tilefni tímamóta Háskólabíós og Háskóla Íslands. „Þarna kennir ýmissa grasa og inni á milli eru mikil rarítet eins og myndin sem við sýndum til að hleypa þessu skemmtilega verkefni af stokkum. Þá gáfum við fólki færi á að sjá Chinatown, rökkurmynd Romans Polanski, sem hafði ekki sést á tjaldi í áratugi hér heima,“ segir Jón Örn Guðbjartsson. Fyrirhugað sé að sýna tólf myndir fram á vor og tólf á næsta haust misseri. Miðaverð er 300 krónur en nánari upplýsingar er að finna á www.hi.is. VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS YFIR 400 NÁMSLEIÐIR Í BOÐI – HI.IS Umsóknarfrestur um grunnnám á háskóla árinu 2011-2012 er til 5. júní 2011. Móttaka rafrænna umsókna hefst í mars 2011. Frestur til að sækja um framhalds nám er til 15. apríl. HÁSKÓLANÁM OPNAR DYR AÐ FRAM TÍÐINNI PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 10 44 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.