Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 23
háskólar ●ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 7 Nemendur Helga og Hauks hafa kann- að ferla verkefnastjórnunar víða, meðal annars innan leikhúsanna og stjórnsýslu ráðuneytanna. Niðurstöðurnar eru áhuga- verðar. „Við skilgreindum átta til tíu meginþætti sem eru grundvallandi árangursþættir þegar kemur að því hvort verkefni hafi heppnast eða ekki, til dæmis hvort verk- efni hafi verið unnið innan tímaramma og innan kostnaðarmarka, hvort það er vel skilgreint, og svo framvegis,“ útskýrir Haukur Ingi. „Þessum þáttum er svo gefið skor á skalanum einum til fimm.“ Að sögn Helga kom í ljós að stjórnunar- hættir innan leikhópa voru gjörólíkir því sem tíðkast innan annarra greina. „Þetta er mjög áhugavert að skoða. Augljóslega er verkefnum skilað á tíma og innan einhvers fjármagnsramma, en ekki eftir þeim ferl- um sem við vinnum eftir,“ segir Helgi Þór. „Þarna virðist ákvarðanatakan fara fram á annan hátt, sem gaman væri að rannsaka.“ Í gegnum rannsóknir nemenda sinna fengu Helgi og Haukur einnig innsýn í verkefnastjórnun innan ráðuneytanna. „Þegar farið var eftir einn til fimm skalanum kom í ljós að stjórnsýslan var að skora á bilinu 1,2 til 1,3,“ segir Hauk- ur. „Þarna er því mjög mikið pláss eftir innan stjórnsýslunnar til að bæta ferlana og gæði verkefnastjórnunarinnar. Þar að auki, ef við lítum til framtíðar, er Evr- ópusambandið að keyra meira og minna öll sín prógrömm eftir verkefnastjórn- unarlegum forskriftum. Það er því mikil eftirspurn eftir okkar fólki, og verður inn í framtíðina. Við sjáum það líka þegar við berum okkur saman við það sem er að ger- ast erlendis að við erum í fylkingarbrjósti á sviðinu, svo að eftirspurnin á bara eftir að aukast.” Er stjórnsýslan fallin með einkunnina 1,2? Nemendur Helga og Hauks hafa kannað ferla verkefnastjórnunar víða. Í gegnum rannsóknir nemenda sinna fengu þeir einnig innsýn í verkefnastjórnun innan ráðuneytanna. Dr. Haukur Ingi og dr. Helgi Þór hafa um árabil kennt verkefnastjórnun í samstarfi við Háskóla Íslands, auk þess að hafa skrifað fjölda greina og haldið fyrirlestra um efnið bæði hérlendis og erlendis. Áhersla er lögð á tengingu við atvinnulífið, en skemmst er að minnast setu Helga Þórs í forstjórastóli Orkuveitunnar. Hann segir að hver sem kenni verkefnastjórnun þurfi náin tengsl við atvinnulífið, eigi hann að halda trúverðugleika sínum í kennslustofunni. Á undanförnum árum hefur samstarf þeirra Hauks Inga Jónassonar og Helga Þórs Ingasonar vakið þó nokkra athygli, bæði innan akademíunnar sem og í at- vinnulífinu. Þetta er ekki síst til komið vegna ólíks bakgrunns þeirra. Haukur nam guðfræði og hefur unnið mikið á sviði klín- ískra meðferða, er skilgreindi húmanistinn í dúettinum eins og hann orðar það sjálf- ur. Helgi kemur hins vegar úr iðn- og véla- verkfræðinni, þaðan sem hann útskrifað- ist með doktorspróf með áherslu á fram- leiðsluferli í stóriðju. Það svið sem leiddi þá á endanum saman var hins vegar hvorki Guð né vélar. „Við erum að fást við kennslu og rann- sóknir á sviði verkefnastjórnunar í mjög víðu samhengi, og þar skarast leiðir okkar,“ segir Helgi Þór. „Sá vettvangur sem við höfum til skoðunar er verkefna- teymi, skipulagsheildir og samfélagið og hvernig má koma góðu til leiðar gegnum verkefnastjórnun með einbeittri ætlan.“ GEFA ÚT FJÓRAR BÆKUR Á ÁRINU Afrakstur samstarfsins er margþættur. Rannsóknir þeirra og niðurstöður hafa birst í fagtímaritum og erindin á ráðstefnum eru orðin æði mörg, en saman hafa þeir kennt verkefnastjórnun, leiðtogaþjálfun, gæða- stjórnun, siðfræði og fleira í samvinnu við Háskóla Íslands. „Við höfum hingað til kennt þetta í tveim- ur námsleiðum: Verkefnastjórnun og leið- togaþjálfun sem hefur verið í samstarfi við endurmenntun Háskóla Íslands, og meist- aranám í verkefnastjórnun, eða MPM (Master of Project Management) sem kennt hefur verið í samstarfi við verkfræðideild Háskóla Íslands,“ segir Haukur Ingi. „Í tengslum við þetta höfum við verið að sinna rannsóknum og gera okkur gildandi á þessu sviði á þeim vettvangi sem best hefur hent- að til að koma niðurstöðum okkar á fram- færi. Þar að auki höfum við verið að skrifa saman bækur, en von er á fjórum bókum á þessu ári á íslensku frá JPV útgáfunni, auk þess sem við erum að vinna bækur um sið- fræði verkefnastjórnunar og bakhjarla fyrir útgefanda í Bretlandi.“ Bækurnar fjalla um verkefnastjórnun í víðu samhengi, allt frá leiðtogahæfileikum verkefnastjórans til teymisvinnu, samskipta innan teymanna, skipulagsheildina sem verkefnin eru unnin innan og hvernig ná megi markvisst árangri í þeim verkefnum sem unnið er að. „Við erum báðir uppteknir menn og vinnum mikið saman gegnum tölvupóst og bréfasamskipti þegar kemur að bókun- um,“ segir Helgi. „En alltaf þegar við hitt- umst verða skemmtileg skoðanaskipti og við eigum það til að ögra hvor öðrum, sem gerir samband okkar að frjórri deiglu.“ ATVINNULÍFIÐ OG AKADEMÍAN Helgi Þór settist nýverið í stól forstjóra Orkuveitunnar, þar sem hann var ráðinn tímabundið til að gera „[…] umfangsmiklar breytingar í áherslum, rekstri og stjórnun,“ eins og segir í fundargerð stjórnar Orku- veitunnar frá 17. ágúst síðastliðnum. „Fyrir okkur sem sinnum fræðistörfum og ráðgjöf á sviði stjórnunarfræði er til- raunastofa okkar atvinnulífið,“ segir Helgi Þór. „Það er enginn trúverðugur í kennslu- stofunni nema hafa prófað að vera úti í at- vinnulífinu og vera vel tengdur þangað inn. Það er því mikið fagnaðarefni að fá tækifæri til þess að taka að sér verkefni í atvinnulíf- inu. Það er mjög kvikt og sumpart þróast það á undan og hraðar en háskólaumhverf- ið þannig að við lærum mikið af því að sjá hvað er að gerast í atvinnulífinu, og auðvitað öfugt líka.“ STJÓRNENDUR VANTAR ÞEKKINGU Verkefnastjórnun er tiltölulega ungt fag hér- lendis. Sjálfir hafa Helgi og Haukur kennt hana í samstarfi við HÍ frá árinu 2004 og hafa námslínurnar sem þeir hafa veitt for- stöðu ávallt verið vel sóttar og færri kom- ist að en vilja, jafnvel eftir efnahagshrunið. „Það er mikil þörf á því að þjálfa og fræða fólk um verkefnastjórnun. Við höfum náð miklum árangri á því sviði og nú er svo komið að stórir hópar fólks kunna mjög mikið fyrir sér í faginu,“ segir Haukur Ingi. „Það sem vantar hins vegar er að þjálfa lagið fyrir ofan verkefnastjórnunina. Þá sem sitja við stjórnarborðið. Þetta var fólk- ið sem við vildum sjá í náminu hjá okkur, því til þess að geta gegnt hlutverki stjórnandans þarf að hafa bakgrunn og þekkingu á sviði verkefnastjórnunar, um verkefnastofna og verkefnastofur, og það er ekki alltaf til stað- ar. Þó svo að verkefnastjórinn hafi mikla og góða menntun og þekkingu má hann sín lít- ils ef hann mætir ekki skilningi fyrir ofan sig. Þetta tel ég helstu ástæðu þess að verk- efni fara úrskeiðis. Verkefnin eru þá ekki unnin í sátt og samlyndi við umhverfið, ef til vill er enginn í fyrirtækinu sem fylgist með eða tekur ákvarðanir og það endar einfald- lega með því að ekki er verið að vinna réttu verkin – það hefur alltaf einkennt nálgun okkar að við leggjum ríka áherslu á ábyrgð, siðfræði og sjálfbæra uppbyggingu.“ Tilraunastofan er atvinnulífið Verkefnastjórnun er tiltölulega ungt fag hérlendis. Helgi og Haukur hafa kennt hana í samstarfi við HÍ frá árinu 2004 og hefur námið ávallt verið vel sótt og færri komist að en vilja, jafnvel eftir efnahagshrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.