Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 28
timamot@frettabladid.is „Ég er töluvert spenntur yfir þessari fallegu gjöf og held það hljóti að vera einsdæmi að söngnemendur haldi tónleika til heiðurs söngkennara sínum,“ segir bassasöngvarinn og söngkennarinn Eiður Ágúst Gunnarsson, en í tilefni 75 ára afmælis hans munu gamlir söngnemendur hans halda hádeg- istónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Allir sem unna tónlist eru velkomnir á tónleikana, sem hefjast klukkan 12.15. „Það verður mikil upplifun að heyra þá syngja til mín því yfirleitt er þessu öfugt farið. Þegar menn eru komnir á viss- an aldur og halda rödd sinni blása þeir gjarnan til tónleika að gamni sínu og leyfa fólki að heyra að þeir geti enn sung- ið,“ segir Eiður, sem mun þó ekki taka lagið með nemendum sínum í dag. „Ég hefði svo glaður viljað halda söngröddinni lengur, því fátt finnst mér yndislegra en að syngja, en geislameðferð í kjölfar krabbameins í hálsi skemmdi raddbönd mín og barka fyrir tveimur árum,“ segir Eiður, sem kennir enn söng. „Heilsan er að bregðast mér og ég er nú kominn með Parkinson-sjúkdóminn. Því get ég ekki einbeitt mér eins og skyldi, en þó sagt mönnum til. Því koma enn nemendur sem vita ekki hvert þeir eiga að fara ef ég hætti,“ segir Eiður. „Móðir mín uppgötvaði sönghæfileikana, en hún var mikill tónlistarunnandi og hlustaði tíðum á klassíska tónlist. Rödd- ina erfði ég frá pabba, sem hafði afar hljómfagra talrödd en var laglaus. Mig langaði því alltaf í söngnám en á þeim árum hafði fólk ekki mikið á milli handanna. Því lærði ég ekki söng fyrr en um tvítugt, þegar móðir mín hvatti mig enn og aftur í Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar Óperu- skólann í Reykjavík, og utan til náms fór ég ekki fyrr en þrí- tugur,“ segir Eiður, sem þá var orðinn of gamall til inngöngu í Óperuskólann í Köln, þar sem aldurshámarkið var 27 ár. „Í Þýskalandi var ég heppinn með söngkennara og hann svo hrifinn af rödd minni að hann kom mér að í skólanum sem gestanemanda. Ég hafði ætlað mér að fá nasasjón af söng hjá góðum kennara og var aldrei viss um að söngurinn ætti fyrir mér að liggja. Því ætlaði ég heim eftir tveggja ára nám, en þá ætlaði hann upp úr þakinu og sagði það ekki koma til mála því menn með svona rödd skyldu syngja. Ég lyppaðist því niður, hélt áfram og starfaði sem atvinnusöngv- ari í Þýskalandi og Austurríki í 22 ár, eða þar til ég ákvað að koma heim sumarið 1987 til að verða gamall á Íslandi,“ segir Eiður, sem áratugina í Þýskalandi bjó þar með eigin- konu sinni Lucindu Grímsdóttur og syni þeirra. „Við vorum ánægð úti enda gott að búa í Þýskalandi. Þótt Þjóðverjar hafi misjafnt orð á sér í útlöndum eru þeir tals- vert öðruvísi heima hjá sér, með eindæmum gestrisnir og indælir. Þeir reyndust okkur því afar vel og víst eignast maður vini ef maður á annað borð umgengst fólk, en það kemur aldrei í staðinn fyrir fjölskylduna. Okkur hraus því hugur við að eldast ein fjarri ættingjum og fósturjörðinni,“ segir Eiður, sem ólst upp í Laugarnesinu og kynntist eigin- konu sinni á bridge-móti í Búnaðarbankanum haustið 1965. „Þá vantaði hana mótspilara og var bent á mig sem var laus, en henni leist ekkert á að spila á móti manni sem hún þekkti ekki. Á endanum gaf hún eftir og síðan höfum við verið saman, ánægð með hvort annað. Þetta var ást við fyrstu sýn og fjögur hjörtu við brigde-borðið,“ segir Eiður sæll. thordis@frettabladid.is EIÐUR ÁGÚST GUNNARSSON: FÆR TÓNLEIKA Í 75 ÁRA AFMÆLISGJÖF Fann ástina við bridge-borðið 75 ÁRA Í DAG Margt stórsöngvara syngur til heiðurs Eiði Ágústi á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma Kristín Einarsdóttir frá Bessastöðum, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. febrúar. Útför fer fram frá Melstaðarkirkju í Miðfirði laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00. Sætaferð verður frá BSÍ sama dag kl. 10.00. Ólöf Birna Kristínardóttir Kristinn Freyr Þórsson Friðgeir Einar Kristínarson Kristín Helga Kristinsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Elfar Berg Sigurðsson hljómlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður Efstakoti 6, Álftanesi, lést á Landspítalanum föstudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram í Víðistaðakirkju, mánudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Guðfinna Sigurbjörnsdóttir Unnur Berg Elfarsdóttir Guðgeir Magnússon Bjarni Berg Elfarsson Berglind Libungan Ylfa Berg Bjarnadóttir og Birna Berg Bjarnadóttir Elskulega dóttir okkar, móðir mín, tengdadóttir, systir og amma Vigdís Jónsdóttir frá Selfossi, Hátúni 10 Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þriðjudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 26. febrúar n.k. kl. 13.30. Guðríður Magnúsdóttir Jón Hjartarson Guðjón Þórisson Hanna Rut Samúelsdóttir Jóhanna Jónsdóttir Lysgard Stein Age Lysgard Grímur Jónsson Stefanía Geirsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Halldóra Þorgilsdóttir Árskógum 2, (Skógarbæ) Reykjavík, lést að Skógarbæ þann 15. janúar síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við færum öllu því yndislega fólki á Skógarbæ sem annaðist hana af mikilli alúð okkar bestu þakkir. Guðrún Emilía Guðnadóttir Þorgils Guðnason Úlfhildur Hafdís Jónsdóttir Jón Guðnason Svava Árnadóttir Ingólfur Guðnason Ingigerður Þorgeirsdóttir Guðni Halldór Guðnason Eiko Guðnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Valdimars Þ. K. Þórðarsonar Álfheimum 54. Erla S. Guðmundsdóttir Sigrún E. Valdimarsdóttir Birgir S. Jóhannsson Þórður Valdimarsson Tryggvi Þór Valdimarsson Jóhann Bragi, Edda María, Erla Valgerður Aníta Ýr og Bjarki Freyr. Okkar ástkæra Guðrún Símonardóttir Hagamel 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 12. febrúar. Útförin verður í Neskirkju í dag, þriðjudag, 22. febrúar kl. 13.00. Gerður Unndórsdóttir Vilhjálmur Einarsson Albína Unndórsdóttir Sigurður Ágústsson Þórdís Unndórsdóttir Jón S. Guðnason Jón E. Unndórsson Elfa Sigvaldadóttir Símon R. Unndórsson Lára I. Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Reynir Guðlaugsson bóndi frá Hrísum Helgafellssveit, Vallarflöt 5 Stykkishólmi, lést sunnudaginn 13. febrúar. Útför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 14.00. Halldóra Baldursdóttir Guðrún Karólína Reynisdóttir Magnús Guðmundsson Unnar Reynisson Guðrún Gunnarsdóttir Steingrímur K. Reynisson María Lovísa Ragnarsdóttir Margrét Reynisdóttir Agnar Björnsson Anna Reynisdóttir Páll Aðalsteinsson Bryndís Reynisdóttir Oddur Óskar Pálsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Árnason Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Landspítalanum Fossvogi, fimmtudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Árni Gunnarsson Ásgerður Þórarinsdóttir Páll Gunnarsson Renada El-Dursi barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Erna Sigurjónsdóttir Goðabyggð 18, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 14. febrúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Sævar Hallgrímsson Sólveig Sævarsdóttir Guðmundur Skarphéðinsson Sigrún Sævarsdóttir Skapti Hallgrímsson Þórdís Ósk Sævarsdóttir Örn Arnar Óskarsson Baldvin og Rakel, Arna, Bjarki og Elín, Alma, Sara, Karen Lind, Aron Örn, Nína Rut og Stella.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.