Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 40
DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Mest lesið FRÉTTIR AF FÓLKI Fátt er svo með öllu illt … Þingflokkar funduðu eftir ákvörðun forseta Íslands um að vísa lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðar innar. Misvel lá á þingmönn- um. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra bar sig vel eftir þing- flokksfund Samfylkingar og upplýsti hann blaðamenn um að hans fólk væri „hresst eftir aðstæðum“. Sjálfur kvaðst Össur þó vera kátur, enda hefði hann unnið svo margar vínflöskur í veð- málum um ákvörðun forsetans. - sh, fgg, óká Ágústa Eva með barni Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem gerði garðinn hvað frægastan í gervi Silvíu Nætur fyrir nokkrum árum, á von á sínu fyrsta barni eftir fimm mánuði. Barnsfaðir hennar er Jón Viðar Arnþórsson, lögreglumaður og formaður bardagaíþróttafélagsins Mjölnis. Ágústa Eva og Jón Viðar leggja bæði stund á blandaðar bardagalistir hjá Mjölni. Þau kynntust raunar þegar Jón Viðar leiðbeindi leik- urum Hlemmavídeós og kvikmyndarinnar Borgríkis við upptökur bardagaatriða, en Ágústa fór með hlutverk í báðum stykkjunum. Óánægður með Völuna Sjónvarpsfólk Skjás eins hélt, eins og Fréttablaðið greindi frá, sitt eigið partí á skemmtistaðnum Esju á laugardagskvöld. Skjárinn fékk enga tilnefningu til Eddunnar og greip til þess ráðs að veita sín eigin verðlaun. Verðlaunin fengu nafnið Valan til heiðurs Valgerði Matthíasdóttur. Grínið mæltist ágætlega fyrir hjá gestum nema hjá Karli Berndsen lífskúnster, því þegar hann fékk sína Völu lýsti hann yfir óánægju sinni og fannst tilstandið fremur hallærislegt. við eigum auðlindirnar áfram Já Ísland er sameiginlegur vettvangur einstaklinga og félagasamtaka sem eru hlynnt aðild Íslands að ESB enda verði framtíðarhagsmunir þjóðarinnar tryggðir. Auglýsingin er greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Já Ísland - Skipholti 50a, 105 Reykjavík | sími 517 8874 | jaisland@jaisland.is JaIsland | www.jaisland.is Ef við göngum í Evrópusambandið munum við sjálf ráða nýtingu á vatni, jarðvarma, námum og öðrum náttúruauðlindum, líka á olíu ef hún finnst. Fiskurinn í sjónum umhverfis Ísland er ein mikilvæg- asta auðlind okkar Íslendinga. ESB hefur sett sér sameiginlega sjávarútvegsstefnu til að stýra nýtingu á fiskistofnum aðildarríkjanna. Við munum semja við ESB um hvernig verði tryggt að við Íslendingar njótum afraksturs og arðs af fiskimiðum okkar. Í ljósi núgildandi reglna og fyrirhugaðra breytinga á sjávarútvegsstefnu ESB er engin ástæða til að ætla annað en að við náum samningi sem tryggir hagsmuni okkar til frambúðar. Niðurstaðan í sjávarútvegsmálum skiptir miklu um heildarniðurstöðuna. Það vita báðir samningsaðilar mæta vel. Auðlindir ESB ríkja eru eign ríkjanna sjálfra og lúta reglum sem þau setja sjálf. Á þessu leikur enginn vafi. Kynntu þér málið nánar á Fréttablaðið er nú með 187% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst til október 2009 og 2010. MORGUNBLAÐIÐ 20 09 29 ,3% 74,7% 26% 20 10 20 09 71 ,4% 20 10 Allt sem þú þarft... FRÉTTABLAÐIÐ meiri lestur en Morgunblaðið. 1 Ég er hömlulaus ofæta – Missti 200 kíló alls 2 Föst í hjólastól eftir mislukkað fitusog 3 Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli 4 Halldór: Ég skil ekki alveg viðkvæmnina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.