Barnablaðið - 01.12.1938, Qupperneq 7

Barnablaðið - 01.12.1938, Qupperneq 7
BARNABLAÐIÐ 13 Jesús gefur Georg jólaföt. Klukkuna vantar tíu mínútur í 9. Georg litli leggur bækurnar sín- ar í töskuna og hraðar sér að læsa hurðinni og láta lykilinn þar sem mamma hans getur fundið hann, þegar hún kemur heim úr vinn- unni. — Svo hleypur hann eins fljótt og fætur toga til þess að komast í skólann fyrir klukkan 9. Við vegamótin koma þeir Eirík- ur, Óli og Fiddi, allir í fjörugu samtali um fallegu fötin, sem þeir munu eignast á Jólunum. Þetta stingur eins og sverð í hjarta Ge- orgs, — því mamma hans hafði einmitt í gærkvöldi sagt við hann, að hún hefði ekki efni á að kaupa ný föt handa honum. — Hún sagði það svo alvarlega, að Georg skildi starx, að hún gat það alls ekki. Fiddi, sem æfinlega hafði yfirfullt af öllu, bæði fallegum fötum og leikföngum, og er hreykinn af því, fer að stríða Georg vegna fátækt- ar hans. — En Georg, sem er vandaður og góður drengur, svar- ar honum engu, heldur fer hann að hugsa um það, sem mamma hans hafði sagt: „Ef einhver er vondur við þig, þá skaltu ávallt biðja Jesú að hjálpa þér að vera góður“. Þegar í skólann var komið og yfirheyrslan byrjuð, fór það eins og oft áður, að Fiddi kunni illa, og Eiríkur og Óli stóðu sig ekki vel. En Georg var svo öruggur og skýr að skila öllu, sem börnunum hafði verið sett fyrir.-- Kennarinn segir þá við börnin, svo að allir heyrðu: „Georg er alltaf duglegastur og beztur af ykkur félögum“. — Þessi orð hljómuðu ónotalega í eyrunum á Fidda og þeim hinum, þess vegna fóru þeir á ný að stríða Georg á heimleiðinni frá skólanum. „Georg! Þú getur alls ekki feng- ið ný föt á Jólunum, þú verður sjálfsagt að láta þessi ljótu föt duga“, segir Flemming. „Viltu ekki fá lánaðar gömlu buxurnar mínar, svo að þú lítir ekki eins tötralega út?“ Óli og Eiríkur fóru að skellihlæja. Með tárin í augunum segir Ge- org: „Ég ætla að biðja Jesú að gefa mér ný föt, því að ég veit að hann er nógu ríkur til þess“. Þegar Georg kemur heim er enginn heima, — mamma hans er ennþá í vinnu. Hann krýpur á kné við stól og- fer grátandi að biðja: „Kæri Jesús! Þú sem að veizt að pabbi minn er í himninum og að mamma verður ein að vinna fyrir okkur. Þú sérð líka að við erum svo fátæk að ég get ekki fengið ný föt til Jólanna. Kæri Jesús! Hjálpaðu mér og gefðu mér ný föt“.---- Flemming, Óli og Eiríkur halda \

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.