Barnablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 8
14 BARNABLAÐIÐ áfram upp eftir veginum þangað, sem Flemming á heima, og tala saman um að búa til böggul úr gömlum, götóttum fötum og láta hann fyrir utan dyrnar heima hjá Georg —; og svo að skrifa utan á hann: „Handa Georg — Frá Jesú“. — Á veginum, rétt á eftir drengjunum, gengur Björg Lar- sen, hjúkrunarkona á spítalanum. Hún hefir heyrt allt, sem dreng- irnir hafa komið sér saman um að gera. í hennar hjarta er talandi rödd, sem segir: „Þú skalt kaupa ný í'öt handa Georg“. — Þess vegna hraðar hún sér í búð og pantar fatnað handa 9 ára göml- um dreng, allt úr beztu tegund og með hæsta verði. Lætur hún búa vandlega um fötin og skrifar utan á böggulinn: „Til Georgs — Fi'á Jesú“. — Að því búnu hefir hún gætur á drengjunum. Þegar kvöld er komið, sér hún þá koma þang- að, sem Georg býr, — með stóran böggul undir hendinni. Hún tek- ur þá líka sinn pakka og laumast á eftir þeim. — Strax og dreng- irnir voru farnir aftur heimleiðis, tekur hún böggulinn, sem þeir höfðu látið fyrir utan dyrnar hjá Georg, og lætur svo sinn pakka í hans stað. Snemma næsta morguns opnar mamma Georgs hurðina og finnur þá böggulinn, — og með gleði og undrun kallar hún á Georg. Hann kemur strax, — les utanásrkiftina á bögglinum og hrópar upp: „Þökk fyrir, kæri Jesú!“ — Það varð mikil gleði á heimilinu þeirra, þegar Georg litli tekur bréfið utan af bögglinum og sér fallegu fötin, sem reyndust alveg mátulega stór handa honum. — Þegar liðið er fram á dag, koma þeir Eiríkur, Óli og Fiddi. Georg opnar hurðina glaður, og býður þeim að koma inn og sjá það, sem „Jesús“ hefir gefið honum. — Þégar drengirnir sjá Georg svona glaðan, verða þeir hissa, og sneyptir koma þeir inn í stofuna. En þegar þeir sjá fallegu fötin hans fara þeir að gráta, — og Flemming kastar sér niður á gólf- ið og segir: „Jesús — Jesús“. En strax rís hann upp aftur og geng- ur að Georg og segir, um leið og hann faðmar hann að sér: „Nú skil ég hvers vegna þú ert svo duglegur í skólanum, — það er af því að þú biður Jesú að hjálpa þér, — þess vegna gengur þér svo miklu betur en okkur. Nú vil ég líka leita Jesú og læra að biðja og að verða betri drengur. Kæri, góði Georg! Fyrirgefðu mér allt“.----- Svo komu þeir Óli og Eiríkur og báðu um fyrirgefningu, — og allir fjórir krupu og báðu Jesú að hjálpa sér til þess að byrja nýtt líf og verða góðir og vandaðir menn alla æfi. Kær kveðja frá Mildu.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.