Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 4
morguninn, og varpa geislum sín- um yfir jörðina Föður okkar á himnum, og að lokum lýsti hin bjarta sól yfir allan garðinn. En að lokum sjást einhverjir koma þarna á veginum á leið ti! grafarinnar. Hverjir voru það? Jú. það var María, ein af vinum Jesú. Hún kom nær gröfinni og leit þangað inn. Hvað haldið þið, að hún hafði séð? Gröfin var tóm, Jesús var Jxir ekki. Rétt á eftir komu tveir aðrir, Jrað voru þeir Jóhannes og Pétur. Þeir fóru til grafarinnar, þar sem menn höfðu lagt Jesúm. Og þegar þeir fara inn í gröfina, þá sáu þeir, að Jesús var þar ekki. Og svo fóru þeir sorg- mæddir og undrandi frá gröfinni. En María sat grátandi kyrr við gröfina, því hún var sorgbitin mjög. Eftir litla stund leit hún aft- ur inn í gröfina. Og livað haldið Jrið að hún liafi J)á séð? Það voru tveir englar — skínandi hvítir englar. — Hví grætur þú? spvr annat þeirra. — Einhver hefur tekið Jesúm burtu, sagði María, og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt Hann. I sömu andrá kom einhver í garðinn. Það var einhver svo ynd- islegur, og hann kom að baki Maríu og sagði: —■ Kona, hví grætur þú? Hver ætli það hafi verið? María hélt, að það væri gras- garðsvörðurinn og sagði: — Ef þú hefur tekið Jesúm, þá 20 BARNABLAÐIÐ segðu mér, hvar þú liefur lagt Hann. En þá sagði Jesús með sinni hlýju röddu: — María. Þá þekkti Maria rödd Jesú og varð svo fagnandi glöð. Jesús var ekki lengur í gröfinni. Hann var lifandi, upprisinn frá dauðum. Hann, liinn dásamlegi vinur lienn- ar og allra. Nú var gleðin komin aftur til jarðar. Sólin skein í heiði, fuglarn- ir sungu og blómin ilmuðu vndis- lega: — Jesús lifir! Það var kominn páskadagur! Nú geta allir verið glaðir. Jesús, Iiinn óviðjafnanlegi vinur okkar lifir í dag og við elskum Hann. Eða er ekki svo, ttngu vinir tnínir? SVAH VIÐ VEBBHAUNAI'KAUTIH. ASeins eitt svar viS verSlaunaþraut fíamablaSsins hefur borizt. Pab cr frá Sveini Tyrfingssyni, Lækjat- túni, Ásahreppi, Rang. og fær liann fyrstu verðlaun. SPL'BNINUAK UM FISKVEIÐI. 1. Jóhannes 21. kap. 11. vers. 2. Lúkas 5. kap. 7. vers. 3. Matteus 17. kap. 27. vers. 4. Jónasarbók 2. kap. 1. vers. BIBElU SPUBNIN G AR. 1. Jónatan. 2. Sem, Kam og Jafet. 3. Móðir Móse. 4. Jósúa. 5. Araratfjöll. 6. Þyrnirunnur í Ijósum loga.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.