Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 6
Nýlega hafði mamma Ingu komið og sótt hana, og meðan Inga, frá sér numin af gleði hafði fylgzt með mömmu sinni — heim, varð Lísa ein eftir. Enginn hugsaði um Lísu litlu og beið eftir henni. Mamma hennar liafði yfirgefið hana fyrir löngu, þegar Lísa var mjög lítil og síðan hafði hún aldrei spurt eftir stúlkunni sinni. Fyrir skömmu hafði svo Lísa fengið kort, sem systir Elsa sá strax, að var frá Lísu sjálfri. — Kæra, litla Lísa, liafði staðið á kortinu, ég kem bráðum að sækja þig, og þá skaltu fá nýjan kjól og brúðu og brúðuhús. Kærar kveðjur frá mömmu. Þannig var Lísa. Lísa opnaði dyrnar fvrir systur Elsu. Þar sat hún innanum öll gömlu leikföngin. Ekki var hún glöð þrátt fyrir hinar mörgu gjafir. — Á ég að segja þér eitt Lísa litla, sagði systir Elsa, við skulum biðj.i Jesúm, að gefa þér mömmu. Það megnar hann að gera. Það gagnar þér ekkert þótt þú gefir sjálfri þér kort og gjafir. Áreiðanlega þekkir Jesús það, hvort til er einhver mamma, sem óskar eftir að eiga litla stúlku. Hún er bara ekki bú- in að finna Jrig enn. Taktu nú eft- ir, hún kemur víst bráðum. En tíminn leið og ekki kom nein mamma handa Lísu litlu. Oft dreymdi Lísu á næturnar, að dyrn- ar opnuðust og kona stæði í dyr- unum og segði: Og það var Lísa. Þá vaknaði Lísa og margoft grét hún. Aftur og aftur bað hún Jressa bæn: Gefðu mér mömmu. Eiginlega leið þeim nú mjög vel á barnaheimilinu. Þar var sunoið O og ort ljóð og fundið upp á ýmsu til að gleðja livern annan. Systir Elsa var svo kát og lét sér alltaf detta eitthvað nýtt í hug. Og á kvöldin sagði hún sögur í svefn- salnum. En Lísa litla þráði alltaf jafnmikið að eignast mömmu. Það dugði ekkert minna. En liver átti að taka Lísu að sér. Hún sem hafði fatlaðan fót. Þá sem langaði til að 22 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.